Dómkirkjan

 

Kæru vinir, á páskadag verður hátíðarguðþjónustu bæði útvarpað og sjónvarpað frá Dómkirkjunni klukkan 11.00.Hátíðarguðþjónustu á páskadag klukkan 11.00 verður bæði útvarpað og sjónvarpað. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar og Kári Þormar dómorganisti.

57104045_10157155002765396_9115475629381255168_o-2

Laufey Böðvarsdóttir, 8/4 2020

Nafnið Dymbilvika mun dregið af trékólfinum sem settur var í klukkurnar til að hljómur þeirra verði mattur og dimmur. Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagarnir. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Í helgihaldi dymbilviku og páska fáum við tækifæri að ganga inn á sögusvið guðspjallanna. En það er ekki bara innlifun í liðna atburði. Á páskum í Jerúsalem árið 33 urðu atburðir sem valda vatnaskilum í gjörvallri sögu manns og heims, vatnaskil í sögu tímans. Í helgri iðkun kirkjunnar verða þessir atburðir samtíð. Í helgihaldinu er minning þeirra gjörð, við verðum þátttakendur í þeim í trú. Við rifjum upp þessa atburði í birtu páskasólar, upprisutrúar. Páskar, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar. Hinn krossfesti reis af gröf og lifir. Hann mun hafa síðasta orðið, hann hefur sigrað dauðann.

IMG_2023-2-375x500

Laufey Böðvarsdóttir, 8/4 2020

Ástbjörn og kóngafólkið!

img010

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Dómkórinn-hérna um árið!

Domkor i kirkju

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

71489973_10157563756520396_2329729306621640704_o

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Fegurð Guðs lýsi veginn þinn. Kristur gangi með þér og beri kvíða þinn. Andinn blási eftir þér og fótspor þín verði létt, og hin unga María syngi þér söngva trúarinnar. (Bænabókin)

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Ljós trúarinnar lýsi þeim sem kvíða. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor svo að þekkja megi veg þinn á jörðinni og hjálpræði þitt meðal allra þjóða. (Sálm.67.2-3)

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs. Drottinn er með þér. Blessuð sért þú meðal kvenna, og blessaður ávöxtur lífs þíns, Jesús. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Englar Drottins vaki yfir öllum þeim sem hjúkra, lækna, líkna og hugga. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...