Dómkirkjan

 

Jólin laða huga og hjörtu unga sem gamalla að ljósinu sem á móti kemur. Aftansöngur klukkan 18.00, þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim. Aftansöngnum verður útvarpað eins og venja er, en vinsamlega athugið að vegna samkomutakmarkana verður kirkjan lokuð. Eingöngu starfsfólk og kór verða í kirkjunni. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari. Kári Þormar dómorganisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Kári Þormar. Trompetleikarar : Sveinn Birgisson og Jóhann Stefánsson.Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2020 kl. 11.49

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS