Dómkirkjan

 

Athafnir og útleiga

Athafnir

Prestar Dómkirkjunnar vinna öll hefðbundin prestsverk og taka vel á móti öllum sem til þeirra leita. Þar að auki er hægt að leita til Guðmundar Sigurðssonar organista kirkjunnar varðandi umsjá á tónlistarþættinum, sérstaklega orgelleik og kórasöng. Hægt er að bóka kirkjuna undir athafnir á borð við þessar eða annars konar viðburði (í samráði við sóknarprest) með því að senda tölvupóst á domkirkjan@domkirkjan.is eða hringja í síma 520 9700. Þar má einnig nálgast upplýsingar um verð o.fl.

Safnaðarheimilið

Hægt er að leigja safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a  t.d. fyrir skírnar- og fermingarveislur, fundi eða námskeið. Salurinn tekur um 50-60 manns í sæti. Fallegur salur á góðum stað við Tjörnina. Allar nánari upplýsingar í síma 520-9700, einnig má senda fyrirspurnir á domkirkjan@domkirkjan.is

 

 

 

 

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS