Dómkirkjan

 

í gær var upptaka á guðþjónustunni sem verður útvarpað á sunnudaginn. Það verður gott að hlusta á sunnudaginn klukkan 11.00. Hátíðarguðþjónusta í tilefni af kirkjudegi Dómkirkjunnar og til minningar um Albert Thorvaldsen myndhöggvara, en 19. nóvember eru 250 ár eru síðan hann fæddist. Í Dómkirkjunni er varðveittur skírnarfontur sá, er Thorvaldsen gaf „ættjörð sinni í ræktar skyni. ” Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra flytur hugvekju Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Thor Aspelund les ritningarlestrana. Kári Þormar dómorganisti leikur á orgelið og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kára Þormar

124769336_10158894579250396_2053217734032716600_n-1

Laufey Böðvarsdóttir, 13/11 2020 kl. 8.20

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS