Dómkirkjan

 

Sól Björnsdóttir leikur forspil og eftirspil í messunni á sunnudaginn klukkan 11.00 og fermingrbörn aðstoða við helgihaldið. Séra Sveinn og sr. Elínborg. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/2 2024

Vikan framundan!

Þri-mið-og fimmtudaga er tíðasöngur með sr. Sveini kl. 9.15 einnig er tíðasöngur kl. 17.00 á fimmtudögum.

Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og létt máltíð eftir stundina.  Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30.

Örganga með séra Elínborgu klukkan 18.00 á miðvikudaginn.

Opna húsið í safnaðarheimilinu á fimmtudaginn kl. 13.00-14.30. Séra Elínborg verður með erindi, kaffiveitingar og gott samfélag.

Verið hjartanlega velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2024

Við þökkum Sigurrósu, Brynjari og Björgu sem hafa komið til okkar í Opna húsið og glatt gestina okkar. Fimmtudaginn 29. febrúar mun sr. Elínborg Sturludóttir verða með skemmtilegt erindi. Opna húsið er frá 13.00-14.30.

download-1 download

Laufey Böðvarsdóttir, 25/2 2024

Messa sunnudaginn 25. febrúar klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/2 2024

Björg Brjánsdóttir verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag. Opna húsið er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, það er frá kl. 13.00-14.30. Björg útskrifaðist af einleikarabraut frá Tónlistarháskóla Noregs vorið 2017 og hefur auk þess stundað nám í þverflautuleik við Tónlistarháskólann í Hannover, Tónlistarháskólann í München og Konunglega danska Tónlistarháskólann. Björg er stofnandi kammersveitarinnar Elju sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin misseri. Verið hjartanlega velkomin og tekið með ykkur gesti.

björg

Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2024

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni klukkan 20.00-20.30. Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag í kirkjunni. Létt máltíð og samfélag í safnaðarheimilinu eftir stundina. Verið velkomin.

ólafur elíasson

Laufey Böðvarsdóttir, 20/2 2024

Messa sunnudaginn 18. febrúar klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson. Verið hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2024

Bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni í hádeginu í dag, þriðjudag. Létt máltíð og samfélag í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2024

Með miklum söknuði og trega kveðjum við Dómkirkjufólkið góðan vin okkar og félaga Karl Sigurbjörnsson. Fljótlega eftir að hann lét af embætti biskups kom hann hingað til starfa í tímabundnum veikindum sr. Hjálmars og framlengdist svo þjónusta hans eftir að sr. Hjálmar kom aftur til starfa. Var það ótvírætt happ okkar og lán að fá að starfa með Karli og njóta alls þess sem hann deildi með okkur. Hann var óþrjótandi brunnur reynslu og visku, gríðarlega starfsamur og hugmyndaríkur og aldrei fyrir það að sitja á höndum sér: Hugmyndirnar hans urðu að veruleika; miklisverðum veruleika. Gott þótti okkur því hans dýrmæta starf; en miklu mest um vert var þó að eiga vináttu hans. Var hann hlýr, ráðhollur og hinn traustasti vinur. Kristínu, börnunum og ástvinum öllum biðjum við styrks í sorginni og þeirrar huggunar sem Guð einn getur gefið en heimurinn megnar ekki frá okkur að taka. Guð blessi minningu Karls Sigurbjörnssonar. Vinir hans í Dómkirkjunni

416576364_1502428357272663_5429107684380975249_n

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2024

Fimmtudaginn 15. febrúar verður Sigurrós Þorgrímsdóttir gestur okkar í Opna húsinu í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.

Sigurrós er nýbúin að skrifa bók um ömmu sína Katrínu Pálsdóttur, sem missti eiginmann sinn árið 1925 frá níu börnum og vilji yfirvalda stóð til þess að koma börnunum fyrir sem hreppsómögum austur í Landsveit. Eftir að hafa unnið þá orrustu að halda fjölskyldunni varð Katrín einörð baráttukona fyrir réttindum og kjörum mæðra sem stóðu í svipuðum sporum.
Sigurrós Þorgrímsdóttir er fyrrverandi bæjarfulltrúi og alþingismaður hefur um árabil unnið úr gögnum Katrínar ömmu sinnar. Sjáumst í Opna húsinu á fimmtudaginn klukkan 13.00-14.30. Kaffiveitingar og gott samfélag.
Rósa

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...