Dómkirkjan

 

Kammerkór Dómkirkjunnar söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar dómorganista við Guðþjónustuna við þingsetningu Alþingis. Sigurður Flosasson lék á saxófón.

kammerkór

Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2025

Sunnudaginn 9. febrúar sem er síðasti sunnudagur eftir þrettánda-Bænadagur á vetri er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti. Athugið að bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á þriðjudaginn verður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30. Tíðasöngur er á miðvikudag og fimmtudag kl. 9.15 og kl. 17.00 á fimmtudag. Örpílagrímaganga með séra Elínborgu klukkan 18.00 á miðvikudag. Hefst með stuttri hugleiðingu í kirkjunni. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarstarfinu.

dómk

Laufey Böðvarsdóttir, 2/2 2025

Messa á sunnudag 2. febrúar klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðssson og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2025

Tíðasöngur á morgun, fimmtudag kl.9. 15 og kl. 17.00. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2025

Verið velkomin í örgöngu með séra Elínborgu á þessum fallega miðvikudegi kl. 18.00. Hefst með stuttri hugleiðingu í kirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2025

Laudes, eða tíðagjörð að morgni verður sungin í Dómkirkjunni á morgun, þriðjudag kl. 9. 15. Bæna-og kyrrðarstundin verður í safnaðarheimilinu á morgun kl. 12.00. Léttur hádegisverður eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30. Vrið hjartanlega velkomin í safnaðarstarfið.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/1 2025

Örpílagrímaganga í dag, miðvikudag með séra Elínborgu kl. 18.00. Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Gott fyrir líkama og sál. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2025

Sunnudaginn 26. janúar er messa kl. 11.00. Séra Sveinn, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/1 2025

Á morgun þriðjudag er tíðasöngur kl. 9.15 með sr. Sveini, bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 og Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30. Gott að koma í helgidóminn, hvíla í núinu og njóta orða og hljóma.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/1 2025

Tíðasöngur á morgun, miðvikudag 9.15 og örpílagrímaganga kl. 18.00. Á fimmtudag er tíðasöngur kl. 9.15 og kl. 17.00 og Kvöldkirkjan kl. 20.00-22.00. Sunnudaginn 19. janúar er messa klukkan 11.00, séra Elínborg, Guðmundur organisti og Dómkórinn. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS