Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2025
Í dag fimmtudag er tíðasöngur klukkan 9.15 og kl. 17.00 í kirkjunni og síðan Biblíulestur kl 17.30-18.30 í safnaðarheimilinu. Á laugardag kl 17.00 eru tónleikar Dómkórsins og Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar. Dómkórinn í Reykjavík og jazzkvartett Sigurðar Flosasonar flytja sálma eftir Sigurð við texta eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og fleiri. Flutt verður sálmasvíta þar sem jazzkvartett kallast á við söng kórsins. Einnig verða nýir sálmar frumfluttir. Stjórnandi kórsins er Lenka Mátéová. Kvartettinn skipa þeir Eyþór Gunnarsson, píanó, Birgir Steinn Theódórsson, kontrabassi, Einar Scheving, trommur auk Sigurðar Flosasonar á saxófón. Tónleikagestir eiga von á skemmtilegum tónleikum með kórsöng í bland við jazz og spuna. Á sunnudaginn er messa kl. 11.00 sr. Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Aðalfundur safnaðarins kl. 12.15 á sunnudag í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2025
https://tix.is/event/19199/af-jordu-domkorinn-og-jazzkvartett-sigurdar-flosasonar?fbclid=IwY2xjawJThItleHRuA2FlbQIxMAABHQFWDTV-VLTCDITwWBuMyFI_icO_F2oeHwxOgoqUaQv01Xye556k7x4n6g_aem_-QPAVHKdBcqCRCtfJ44gQg
Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2025