Dómkirkjan

 

Gerður Kristný hélt fallega og hlýja hugvekju á aðventuhátíð Dómkirkjunnar.

 Séra Elínborg Sturludóttir, Lenka organisti, Dómkórinn og kór úr Landakotskirkju undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Meðal annars söng barnakórinn lag sem nemendurnir; Ása, Birta og Sigga í Landakotsskóla sömdu. Fallegur texti og lag hjá þessum hæfileikaríkum stúlkum. Síðan bauð kirkjujunefnd kvenna Dómkirkjunnar uppá heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Þökkum ykkur öllum sem áttu þátt í að gera stundina svona hátíðlega og ykkur öllum sem komuð og nutuð með okkur. Hér er fallegur sálmur sem Gerður Kristný samdi og er nr. 420 í Sálmabókinni.
VERNDARVÆNGUR
Ljóð: Gerður Kristný. Lag: Bára Grímsdóttir
Angi hvílir undir sæng,
ennið skreytir lokkur.
Breiddu yfir verndarvæng,
vertu, Guð með okkur.
Þegar syrtir sálu í
svo að betur megum
vernda börnin brosmild, hlý,
það besta sem við eigum.
::Nú opna ég óðum gluggann minn,
engli blíðum hleypi inn,
engli blíðum hleypi inn::
Húsð sveipast helgum frið,
héluð borgin sofnar.
Á kerti núna kveikjum við,
kvöldsins birta dofnar.
Senn er komin niðdimm nótt,
næðir rok um hjarnið.
Engill flýgur ofurhljótt
yfir litla barnið.
::Nú opna ég óðum gluggan minn,
engli blíðum hleypi inn,
engli blíðum hleypi inn::

Laufey Böðvarsdóttir, 5/12 2024

Gleðilega aðventu kæru vinir! Ásta og Binni komin í kirkju með aðventukrans. Þessi heiðurshjón hafa gefið Dómkirkjunni aðventukransa í áratugi. Hjartans þakkir elsku hjón fyrir þessa fallegu og höfðinglegu gjöf❤️❤️❤️.

468819437_1009137817923032_531003030163258150_n

Laufey Böðvarsdóttir, 5/12 2024

Sunnudagurinn 8. desember, þjóðbúningamessa kl.11.00 og norsk messa kl. 14.00.

Þjóðbúningamessa sunnudaginn 8. desember kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, dómorganista sem leikur á orgelið. Fermingarbörn eru hvött til að mæta og bjóða ömmum, öfum og öðrum fjöskyldumeðlimum með. Messukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Klukkan 14.00 er norsk guðþjónusta, séra Sigrún Óskarsdóttir prédikar, Kári Þormar organisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2024

Bæna-og kyrrðarstund í dag, þriðjudag í hádeginu- léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu efftir stundina. Bach tónleikar í kvöld kl. 20.00-20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2024

Dagskráin í Dómkirkjunni fyrsta sunnudag í aðventu 1. desember.

JólaborðVið kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.
Messa klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Lenka Mátéová organisti og Dómkórinn.
Sænsk guðþjónusta kl. 14.00 sr. Skúli Sigurður Ólafsson prédikar.
Kári Þormar og sænskur kór.
Aðventukvöld kl. 18.00
Gerður Kristný rithöfundur og ljóðskáld flytur hugleiðingu.
Börn úr Landakotsskóla syngja nokkur lög undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Séra Elínborg Sturludóttir, séra Sveinn Valgeirsson, Lenka Mátéová organisti og Dómkórinn.
Kirkjunefndarkonur Dómkirkjunnar bjóða í heitt súkkulaði, kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Minnum líka á að alla þriðjudaga er bænastund í hádeginu, Bach tónleikar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30.
Örpílagrímagöngur alla miðvikudaga kl. 18.00.
Þri-mið-og fimmtudaga er tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 á fimmtudögum.
Verið hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti í safnaðarstarf Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2024

Síðasta opna húsið á árinu í dag fimmtudag kl. 13

Laufey Böðvarsdóttir, 28/11 2024

Við kveikjum einu kerti á ! Dagskráin í Dómkirkjunni 1. desember.

Messa klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Lenka  Mátéová og Dómkórinn.

Sænsk guðþjónusta kl. 14.00 sr. Skúli Sigurður Ólafsson prédikar.

Aðventukvöld kl. 18.00 Gerður Kristný rithöfundur og ljóðskáld flytur hugleiðingu. Börn úr Landakotsskóla syngja nokkur lög undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Séra Elínborg Sturludóttir, séra Sveinn Valgeirsson, Lenka Mátéová  organisti og Dómkórinn. Kirkjunefndarkonur Dómkirkjunnar bjóða í heitt súkkulaði, kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti

 

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2024

Kæru vinir á morgun, þriðjudag er bæna og kyrrðarstund klukkan 12.00. Tíðasöngur kl. 9.15 og Bach tónleikar kl. 20.00-20.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2024

Messa sunnudaginn 24. nóvember klukkan 11.00. Séra Sveinn, Guðmundur og Dómkórinn. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/11 2024

Þökkum Heimi kærlega fyrir hans frábæra erindi um Hólavallagarð í Opna húsinu. Á morgun fáum við Jón B. Guðlaugsson í Opna húsið. Jón ætlar að lesa stórmerkilega prédikun séra Sigurbjörns heitins Einarssonar biskups. Þessa prédikun flutti séra Sigurbjörn á Hrafnseyri. Verið velkomin í safnaðarheimilið á morgun kl. 13.00. Gott með kaffinu. Tíðasöngur með séra Sveini kl. 9.15 og 17.00 á morgun fimmtudag.

5736-Jón_B

Laufey Böðvarsdóttir, 20/11 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS