Dómkirkjan

 

Góð messa og messukaffi. Fyrsta messa Matthíasar Harðarsonar sem dómorganista. Kirkjugestir komu víða að. Matthías er frá Vestmannaeyjum og ánægjulegt að þaðan fengu við gesti í gær. Jón B. Guðlaugsson las ritningarlestrara og góðar raddir úr Dómkórnum leiddu safnaðarsönginn. Séra Sveinn þjónaði. Hjartans þakkir fyrir!

517018116_1180299444140201_7203689419948788742_n 515111387_1180288194141326_7285305633016858730_n

Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2025

Messa sunnudaginn 13. júlí klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarsson dómorganisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2025

Kæru vinir, í dag þriðjudag er bæna- og kyrrðarstund kl. 12.00. Léttur hádegisverður eftir stundina í safnaðarheimilinu. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2025

Kæru vinir, Matthías Harðarson er nýr dómorganisti, hann tekur til starfa á morgun 1. júlí. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn og við bjóðum ykkur velkomin í bæna-og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag kl. 12.00. Léttur hádegisverður og kaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina. Við þökkum Lenku kærlega fyrir hennar starf, en hún hefur verið í hlutastarfi í nokkra mánuði. Sem og Pétri Nóa, Kára og Láru Bryndísi sem hafa leikið á orgelið undanfarið. Annað kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30. Sunnudaginn 6. júlí sem er 3. sunnudagur eftir þrenningarhátíð er messa kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson dómorganisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Kaffi og hressing eftir messuna. Komið fagnandi! Vers vikunnar: „Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“ (Lúk 19.10)

IMG_3579

Laufey Böðvarsdóttir, 30/6 2025

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 29. júní. Séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða safnaðarsönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/6 2025

https://www.ruv.is/utvarp/spila/fra-thjodhatid-i-reykjavik/38123/bbi6th

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni 17. júní á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar, biskup Íslands Guðrún Karls Helguddóttir og séra Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn syngur, kórstjórnandi og organisti er Lenka Mátéová
Jón Svavar Jósefsson syngur einsöng við undirleik Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur.
Eftirspil er kórverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við Davíðssálm 116.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/6 2025

Nú er Dómkórinn í Reykjavík okkar góði farinn utan í tónleikaferð til Írlands. Við óskum kórfélögum og Lenku kórstjóra ánægjulegrar ferðar með söng og gleði. Á sunnudaginn sem er 1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð er messa kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Pétur Nói Stefánsson mun leika á orgelið og Anna Sigga Helgadóttir söngkona og fyrrum kórfélagi í Dómkórnum mun leiða safnaðarsönginn. Hlökkum til að sjá ykkur!

dom kor

Laufey Böðvarsdóttir, 18/6 2025

Prestvísla kl. 14.00 sunnudaginn 15. júní.

Þrír guðfræðingar verða vígðir af Guðrúnu Karls Helgudóttur biskupi Íslands, séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari. Kári Þormar er organisti og Dómkórinn.

Benedikt Sigurðsson verður vígður til Garðaprestakalls í Kjalarnesprófastsdæmi.

Hann er ráðinn af söfnuðinum.

Bjarki Geirdal Guðfinnsson verður vígður til Breiðholtsprestakalls í Reykjavíkurprófstsdæmi eystra og Sveinbjörn Dagnýjarson verður vígður til afleysingaþjónustu við Egilsstaðaprestakall í Austurlandsprófastsdæmi.

Vottar: Hans Guðberg Alfreðsson lýsir vígslu, Bryndís Malla Elídóttir, Jóna Hrönn Bolladóttir, Agnes M. Sigurðardóttir, Þorgeir Arason, Bjarni Þór Bjarnason, Pétur Ragnhildarson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/6 2025

Tónleikar 14. Júní kl 12-12.30. Hrafnhildur Hafliðadóttir píanóleikari Flutt verða verk eftir Chopin, Mendelsohn, Debussy og Sigfús Einarsson.

Hrafnhildur Hafliðadóttir píanóleikari Hrafnhildur byrjaði 12 ára gömul að læra á píanó hjá Elínu Dungal. Þegar hún var 13 ára byrjaði hún í Nýja Tónlistarskólanum hjá Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hrafnhildur tók burtfararprófið undir leiðsögn Vilhelmínu árið 2010. Hún lærði svo hjá Péter Máté í Listaháskólanum árið 2010-2013 og tók svo master í listkennslu. Hrafnhildur starfar nú sem píanókennari í tveimur tónlistarskólum, Tónlistarskóla Seltjarnarnesbæjar og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Efnisskrá Claude Debussy: Réverie L.76 (Draumur) Frédéric Chopin Valse op. 69 nr. 1 (Vertu sæl valsinn) Vals op. 69 nr 2 Valse op. 70 nr. 2 (Vals dapurleikans) Nocturne KK IVa Nr 16 í cís moll Felix Mendelsohn: Ljóð án orða op 53 nr 1. (Við sjávarbakkann) Ljóð án orđa op 19 nr. 2 (Eftirsjá) Sigfús Einarsson: Draumalandið Hrafnhildur Hafliðadóttir píanó Júlía Traustadóttir Kondrup söngur

Laufey Böðvarsdóttir, 11/6 2025

Sunnudaginn 15. júní er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Klukkan 14.00 er prestvígsla, biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir vígir. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/6 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...