Dómkirkjan

 

Gleðidagur í Dómkirkjunni í dag, biskup Íslands vígði Henning Emil Magnússon, sem skipaður hefur verið prestur í Garðaprestakalli og Hjalta Jón Sverrisson sem skipaður hefur verið prestur í Laugarnesprestakalli. Vígsluvottar voru sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sr. Vigfús Bjarni Albertsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sem jafnfram lýsti vígslu. Óskum sr. Henning Emil og sr. Hjalta Jóni hjartanlega til hamingju og megi Guðs blessun fylgja þeim í lífi og starfi.

_GV_6546+

Laufey Böðvarsdóttir, 14/10 2018

Á sunnudaginn kl.11.00 vígir biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir tvo guðfræðinga til prests í Dómkirkjunni. Vígsluþegar eru Henning Emil Magnússon sem skipaður hefur verið prestur í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi og Hjalti Jón Sverrisson sem skipaður hefur verið prestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Vígsluvottar eru sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sem jafnfram lýsir vígslu og sr. Vigfús Bjarni Albertsson. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Athöfnin er öllum opin, verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2018

Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri verður gestur okkar í Opna húsinu í dag, fimmtudag kl. 13.00. Veisluborð að hætti Ástu okkar og sr. Elínborg og sr. Sveinn lesa ljóð dagsins.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2018

Góður þriðjudagur í dag, ljúft að njóta kyrrðar, bæna og tónlistar í hádeginu í Dómkirkjunni. Í kvöld má svo njóta Bach tónlistar kl. 20.30-21.00, þar leikur Ólafur Elíasson fúgur og prelódíur Bachs á flygilinn. Á morgun miðvikudag kl. 18.00 er örpílagrímganga með sr. Elínborgu Sturludóttir. Á fimmtudaginn kl. 13.00 kemur Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri í opna húsið, með minningar úr miðbænum. Kl. 16.45 -17.00 á fimmtudaginn er tíðasöngur með sr. Sveini í Dómkirkjunni. Verið velkomin í gott samfélag hjá Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 9/10 2018

Takið laugardaginn 24. nóvember frá! Þá mun Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum flytja Jólaóratoríu J. S. Bach í Hallgrímskirkju. Í hlutverki guðspjallamannsins verður Benedikt Kristjánsson tenór en aðrir einsöngvarar verða Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og Jóhann Kristinsson baritón. Stjórnandi að vanda verður Kári Þormar

41769856_1717320708393614_2701883859133267968_n

Laufey Böðvarsdóttir, 4/10 2018

Örpílagrímagöngur verða frá Dómkirkjunni á miðvikudögum kl.18.00 í vetur. Göngurnar hefjast með með stuttu helgihaldi í kirkjunni síðan verður lagt af stað í stutta gönguferð um nágrenni miðborgarinnar þar sem stef pílagrímsins verða í brennidepli. Sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur mun leiða göngurnar, en hún hefur staðið fyrir pílagrímagöngum í Borgarfirði og leitt pílagrímagöngur á Skálholtshátíð síðustu ár. Jafnframt hefu hún verið einn af leiðsögumönnum Mundo í kvennaferðum um Jakobsveginn á Spáni. Verið velkomin í góðum skjólflíkum og gönguskóm.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2018

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 7. október, sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Dóru Sólrúnar. Kári Þormar og Dómkórinn. Minnum á bílatæði við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2018

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 30. september. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu. Dómkórinn og Kári Þormar. Bílastæði við Alþingishúsið.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2018

Fimmtudaginn 27. september verður farið í haustferðina. Nú skal haldið í Stafholt, þar sem presthjónin sr. Elínborg og sr. Jón Ásgeir bjóða okkur heim. Farið verður frá Reykjavík kl. 13.00 og áætluð heimkoma kl.18.00. Skráning hjá Laufeyju laufey@domkirkjan.is eða í síma 8989703 fyrir þriðjudag. Hlökkum til að eiga góðan dag með ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2018

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 23. september. Innsetning sr. Sveins Valgeirssonar sem sóknarprests Dómkirkjunnar og sr. Elínborgar Sturludóttur sem dómkirkjuprest. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur. Séra Elínborg prédikar og sr. Sveinn þjónar. Dómkórinn og Kári Þormar organisti. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/9 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Þriðjudagur

- 12:10 Hádegisbæn
- 20:30 Bach-tónleikar

Dagskrá ...