Dómkirkjan

 

Messa klukkan 11.00 sunnudaginn 1. október séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Hressing í safnaðarheimilinu, Lækjargötu eftir messuna. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2023

Haustferðin

Haustferðin verður farin fimmtudaginn 12. október í Grímsnesið góða. Fararstjóri verður Börkur vinur okkar Karlsson.
Lagt af stað klukkan 10.00 keyrum Þingvallaleiðina austur.
Farið verður í Búrfellskirkju sem var reist 1845 og er elsta timburkikrja í Skálholtsstifti. Eftir stund í kirkjunni munum við þiggja hressingu heima í bæ hjá Lísu.
Við munum síðan skoða Sveitasetrið Brú og borða þar.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 8989703 eða á laufey@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2023

Messa klukkan 11.00 sunnudaginn 1. október séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Hressing í safnaðarheimilinu, Lækjargötu eftir messuna. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2023

Sunnudaginn 24. september er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2023

Fyrsta örganga haustsins verður miðvikudaginn 4. október klukkan 18.00. Séra Elínborg Sturludóttir leiðir gönguna og byrjar með stuttri hugleiðingu í kirkjunni. Göngunni lýkur við kirkjuna um kl. 19.00. Góð stund til að rækta bæði hug og líkama.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2023

Sunnudaginn 17. september er messa klukkan 11.00 Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. verið hjartanlega velkomin! Vers vikunnar: Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/9 2023

Guðþjónusta við upphaf þingsetningar líkt og verið hefur óslitið frá því Alþingi var endurreist. Allt frá því Alþingishúsið var reist 1881 hafa þingmenn gengið til Dómkirkjunnar og þingsetning hafist með guðþjónustu í Dómkirkjunni.

þingsetning 1

Laufey Böðvarsdóttir, 13/9 2023

Fyrsti fundur Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar þetta haustið er í dag 11. september klukkan 18.00. Fundurinn er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Kirkjunefndin var stofnuð 1930 til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum. Það eru ófá handtökin sem kirkjunefndarkonur hafa unnið fyrir Dómkirkjuna og safnaðarstarfið allt.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/9 2023

Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á morgun, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Létt máltíð eftir stundina og gott samfélag. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/9 2023

Fyrsta örganga haustsins verður miðvikudaginn 20. september klukkan 18.00. Séra Elínborg Sturludóttir leiðir gönguna og byrjar með stuttri hugleiðingu í kirkjunni. Göngunni lýkur við kirkjuna um kl. 19.00. Góð stund til að rækta bæði hug og líkama.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...