Dómkirkjan

 

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar sunnudaginn 19. ágúst kl. 11

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2018

KVÖLDTÓNAR Í DÓMKIRKJUNNI Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja að nýju skemmtileg sönglög og óperuaríur á tónleikum á Menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 20:00. Að auki mun baritónsöngvarinn Ágúst Ólafsson koma fram á tónleikunum. Álfheiður Erla og Eva Þyri hafa tekið þátt í dagskrá Menningarnætur síðastliðin þrjú ár. Vorið 2018 fluttu þær norræn vorlög á Tíbrár tónleikum í Salnum og í Hofi á Akureyri. Verið hjartanlega velkomin á kvöldtóna í Dómkirkjunni! Aðgangur er ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2018

GUÐRÚN ÁRNÝ, DÓMKIRKJAN Guðrún Árný verður á sínum stað á Menningarnótt. Syngur og leikur á píanó hughljúf dægurlög fyrir gesti og gangandi. Allir ættu að fá lag við sitt hæfi. Tónleikarnir eru ekki langir, frá kl: 19.00 – 19:50. Notaleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík. Fólk getur litið inn í eitt lag eða setið allan tíman, allt eftir því hvað hentar.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2018

HELGISTUND KSS á Menningarnótt í Dómkirkjunni kl. 22.00-22.40. Kristileg skólasamtök eru fyrir unglinga 15-20 ára, en opna nú dyr sínar á Menningarnótt fyrir fyrir gestum og gangandi á hvaða aldri sem er. Pétur Ragnhildarson guðfræðinemi flytur stutta hugvekju. Önnur dagskrá er í höndum ungmenna úr KSS. Mikil tónlist og almennur söngur. Samtökin hafa verið starfandi í yfir 70 ár. Þeim er stjórnað af unglingunum sjálfum en eru nátengd KFUM og KFUK.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2018

KVÖLDTÓNAR Í DÓMKIRKJUNNI Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja að nýju skemmtileg sönglög og óperuaríur á tónleikum á Menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 20:00. Að auki mun baritónsöngvarinn Ágúst Ólafsson koma fram á tónleikunum. Álfheiður Erla og Eva Þyri hafa tekið þátt í dagskrá Menningarnætur síðastliðin þrjú ár. Vorið 2018 fluttu þær norræn vorlög á Tíbrár tónleikum í Salnum og í Hofi á Akureyri. Verið hjartanlega velkomin á kvöldtóna í Dómkirkjunni! Aðgangur er ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/8 2018

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest við messuna á sunnudaginn kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum syngja undir stjóran Kára Þormar, dómorganista. Minnum á bílastæðin við Alþingishúsið.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/8 2018

Sólin er komin og á sunnudaginn er messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson predikar og þjónar. Douglas A. Brotchie organisti og félagar úr Dómkórnum syngja. Bílastæði við Alþingi, gengt Þórshamri. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/8 2018

Bach tónleikarnir falla niður í kvöld 31. júlí.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/7 2018

Sunnudaginn 29. júlí messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Félagar úr Dómkórnum syngja og organisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingishúsið.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/7 2018

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag í Dómkirkjunni. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Í kvöld kl. 20.30 er Bach tónleikar Ólafs Elíassonar. Hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 24/7 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS