Dómkirkjan

 

Við hátíðarmessu 30. október mun séra Þórir Stephensen prédika og fyrrverandi prestar kirkjunnar þjóna, þau sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Messukaffi

Laufey Böðvarsdóttir, 26/10 2016

Miðvikudaginn 26.október kl. 20:00 mun Helgi Ingolfsson sagnfræðingur og menntaskólakennari fjalla um Dómkirkjuna, Menntaskólann og Reykjavík 19. aldar. Helgi hefur safnað fjöldamörgum myndum af byggingum og mannlífi í Reykjavík og ætlar hann að bregða mörgum þeirra upp á sýningartjald um leið og hann segir frá. Fyrirlesturinn fer fram í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/10 2016

Hér koma nokkrar myndir frá messunni sl.sunnudag. Þökkum öllu því góða fólki sem tók þátt. Í dag þriðjudag er bæna – og kyrrðarstund í hádeginu, BACH tónleikar kl. 20.30-21.00 í kvöld. Ungdóm er í kvöld kl. 19.30 í safnaðarheimilinu. Miðvikudagskvölið 26. október kl. 20 verður samtal í Safnaðarheimilinu, þar sem Helgi Ingólfsson, sagnfræðingur, segir frá tengslum skólans og Dómkirkjunnar gömlu Reykjavík og sppjallað verður yfirkaffibolla. Við hátíðarmessu 30. október mun séra Þórir Stephensen prédika og fyrrverandi prestar kirkjunnar þjóna, þau sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Messukaffi.

IMG_0917

IMG_0909

IMG_0914

Laufey Böðvarsdóttir, 25/10 2016

Nú er komið að fyrsta prjónakvöldi vetrarins í safnaðarheimili Dómkirkjunnar mánudaginn 24. október kl. 19:00. Júlíana Þorvaldsdóttir verður gestur okkar að þessu sinni, hún er mikil hannyrðakona og það verður gaman að sjá allt hennar fallega handverk. Prjónakvöldin eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Súpa, heimabakað brauð, kaffi og kökur. Aliir velkomnir, ungir sem aldnir, karlar og konur. Sjáumst.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/10 2016

Fjölskyldumessa með bæn fyrir friði
Framtíðarvon um frið á jörð
í Dómkirkjunni, 23. október kl. 11. Lestrar úr Dagbók Hammarskjölds, ritum Móður Teresu og Biblíunni. Kór MR syngur undir stjórn Kára Þormar. Vera Knútsdóttir, fulltrúi Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi flytur ávarp. Lesarar menntaskólanemarnir: Salvör Schram, Eva Rún Ólafsdóttur, Snæfríður Kjartansdóttir, Viktor Karl Sigurbjörnsson og Sigurbergur Hákonarson, og mæðgurnar Kristín Þorsteinsdóttir, sem mun fermast í vor, og María Ellingsen.
Berglind Pétursdóttir leikur á trompet og Magnús Már Björnsson syngur einsöng. Barnastarf á kirkjuloftinu undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur.
Prestar Karl Sigurbjörnsson og Sveinn Valgeirsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/10 2016

IMG_0815IMG_0820Mikið var gaman að hlusta á Guðrúnu Nordal, en hún var gestur okkar í Opna húsinu í liðinni viku. Við þökkum henni kærlega fyrir komuna og hlökkum til að koma í Árnastofnun, þegar nýja húsið verður tilbúið.
Á morgun kemur Helga Pálmadóttir, en séra Óskar Þorláksson, dómkirkjuprestur var uppeldisfaðir hennar.
Sjáumst í safnaðarheimilinu á morgun kl. 13.30, njótum frásagnar, samveru og góðra veitinga.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/10 2016

Kæru fermingarbörn. Við eigum von á heimsókn frá Hjálparstarfi Kirkjunnar. Þau Million Shiferaw og Ahmed Nurabib koma og segja frá aðstæðum í Eþíópíu og hvernig hjálparstarfið; þ.á m. þeir peningar sem þíð munuð safna þann 2. nóvember munu nýtast. Því miður komast þau ekki til okkar í dag, miðvikudag, á þeim tíma sem við erum vön að hittast og þess vegna bið ég ykkur um að fá að færa fermingartímann sem átti að vera í dag 19. okt. til fimmtudagsins 20. okt. kl. 16:00. Ef að þið komst ekki á þeim tíma þá biðst ég velvirðingar á þessari röskun en þau Million og Ahmed komast ekki á miðvikudaginn, eins og áður segir. Með góðri kveðju Sveinn Valgeirsson 862-5467

Laufey Böðvarsdóttir, 19/10 2016

20161011_210720Bach og bænastund á þriðjudögum í Dómkirkjunni.
Bæna – og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag og léttur málverður hjá henni Ástu okkar í safnaðarheimilinu.
Bach á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni kl. 20.30-21.00.
Það er ljúft að hlusta á Ólaf Elíasson leika nokkrar af prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni á þriðjudagskvöldum.
Æskulýðsfélagið Ungdóm með samveru í safnaðarheimilinu kl. 19.30 í kvöld.

IMG_0802

IMG_0803

Laufey Böðvarsdóttir, 18/10 2016

16.október kl. 20:00 verður Æðruleysismessa í Dómkirkjunni.

Gerðu þér ferð í bæinn, fáðu gott bílastæði við Tjarnargötuna og röltu svo yfir í Dómkirkjuna.
Þessar stundir eru einstakar, fylltar kyrrð og dásamlegri nærveru.
Það kemur til okkar félagi sem deilir reynslu sinni. Við munum biðja og hugleiða orð Guðs og svo mun Ástvaldur leiða okkur í tónlistinni.
Gefðu þér tíma til þess að eiga þessa góðu stund með okkur.
Og bjóddu endilega einhverjum kærkomnum/einhverri kærkomni með :D
Þú mátt líka deila þessum upplýsingum svo fleiri fái tækifæri til þess að taka sig frá og njóta þessarar kyrrðarstundar ;)

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2016

Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 16. október kl. 11.

Ólafur H. Samúelsson og Gríma Huld Blængsdóttir lesa ritningarlestrana. Sunnudagaskólinn verður á kirkjuloftinu, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Steinn Völundur Halldórsson Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16:30.

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Tenglar:
ungdom.me

Trú.is

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS