Dómkirkjan

 

Í stað hefðbundinna jólatónleika boðar Hljómeyki til SAMLÆTISSÖNGS Á AÐVENTU í Dómkirkjunni 16. desember kl. 21. Tónleikarnir hefjast á því að Hljómeyki flytur nokkur vel valin jólalög en síðan mun kórinn leiða jólalegan samsöng með tónleikagestum. Sungin verða lög sem flestir kannast við sem einhvern tíma hafa sungið í kór. Við bjóðum alla áhugasama (kór)söngvara sérlega velkomna og vonumst til að þeir syngi okkur til samlætis. Stjórnandi Hljómeykis (og ykkar allra þetta kvöld) er Þorvaldur Örn Davíðsson. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en tónleikarnir eru liður í fjáröflun kórsins fyrir tónleikaferð til Hvíta-Rússlands í apríl 2020.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/12 2019

Norsk messa kl.14.00 sunnudaginn 15. desember, séra Þorvaldur Víðisson prédikar. Æðruleysismessa klukkan 20.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2019

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og sjö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Á efnisskránni er m.a strengjakvartett kv. 160 eftir hinn unga Mozart sem er fullur af gleði og lífskrafti og hinn þekkti og dáði Klarinettukvintett kv 581 sem hefur oftsinnis heyrst á kertaljósatónleikum Camerarctica. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, ” Í dag er glatt í döprum hjörtum”, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir verða sem hér segir: Í Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudagskvöldið 19. desember, Kópavogskirkju, föstudagskvöldið 20. desember, Garðakirkju, laugardagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík, sunnudagskvöldið 22. desember. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr. 3500, og kr. 2500 fyrir nemendur og eldri borgara.. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn og á Tix.is

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2019

Á morgun verður kveikt á þriðja aðventukertinu. Messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir prédikar, Douglas leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári á kirkjuloftinu á sama tíma. Klukkan 14.00 er norsk messa, séra Þorvaldur Víðisson prédikar. Æðruleysismessa kl. 20.00 séra Elínborg og séra Fritz Már og Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Verið velkomin!Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/12 2019

Sálmastundin fellur niður í dag vegna veikinda

Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2019

Sönghópurinn Marteinn undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur í Dómkirkjunni í dag klukkan 18.00. Frítt inn, komið og njótið!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/12 2019

Örpílagrímaganga klukkan 18.00 í dag, miðvikudag með séra Elínborgu. Hefst með stuttri helgistund í kirkjunni. Á morgun er tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45-17.00. Orgeltónleikar Kára Þormar klukkan 18. Á föstudaginn er gott að koma í sálmastundina kl. 17 með Guðbjörgu og Kára, góður endir á vinnuvikunni og hvíla og njóta tónlistar í helgidómnum. Næstkomandi sunnudag, þriðja í aðventu er messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir prédikar, Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári á kirkjuloftinu á sama tíma. Klukkan 14.00 er norsk messa, séra Þorvaldur Víðisson prédikar. Æðruleysismessa kl. 20.00 séra Elínborg og séra Fritz Már og Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2019

Bach tónleikarnir falla niður í kvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2019

Sunnudaginn 15. desember, þriðji sunnudagur í aðventu. Messa klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári. Norsk messa kl. 14.00. Prestur séra Þorvaldur Víðisson. Kári Þormar leikur á orgelið. Æðruleysismessa kl. 20.00 prestar séra Elínborg Sturludóttir og séra Fritz Már Jörgensson. Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2019

Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis verður ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar 8. desember klukkan 20.00. Dómkórinn, dómorganisti og dómkirkjuprestar gleðja og auðga andann með söng og orðum.Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur einsöng. Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Hlökkum til að sjá ykkur! Messa sunnudaginn 8. desember kl. 11:00. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar dómorganisti. Ása Ólafsdóttir leikur forspil og eftirspil. Munið barnastarfið á kirkjuloftinu. Allir hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/12 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 17:30, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...