Dómkirkjan

 

Örpílagrímaganga í dag, miðvikudag klukkan 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Hefst með stuttri helgistund í kirkjunni.

Opna húsið í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 13.00. Jón Hálfdánarson. Er leiði Páls og Ragnhildar týnt? Af Páli Ólafssyni skáldi og skákhæfileikum sonar þeirra Björns Kalmans. Veislukaffi og skemmtilegt samfélag.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2020

Fyrsta prjónakvöldið á þessu ári verður 24. febrúar kl. 19.00 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Gestur okkar að þessu sinni verður Guðrún Austmar Sigurgeirsdóttir. Létt máltíð, og eitthvað sætt með kaffinu á vægu verði. Hlökkum til að sjá ykkur og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/2 2020

Á konudaginn 23. febrúar er Kvenfélagamessa í Dómkirkjunni klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur og organisti er Kári Þormar, Kvenfélagskonur lesa lestra og leiða bænir. Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ), fagnar 90 ára afmæli í ár.Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd, 154 kvenfélög sem telja um 5000 félaga. Afmælismessukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (Gamla Iðnskólahúsinu) á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða gegnum skrúðhús kirkjunnar og lyfta er í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/2 2020

Fallegur vetrardagur og líf og fjör við Tjörnina. Á morgun, þriðjudag er gott að koma í hádeginu og njóta kyrrðar, bæna og sálmasöngs í Dómkirkjunni. Létt máltíð og gott samfélag í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Bach tónleikar þriðjudagskvöld kl. 20.30-21.00. Miðvikudaginn 19. febrúar er örpílagrímaganga með séra Elínborgu. Byrjar með stuttri helgistund kl. 18.00 í Dómkirkjunni. 20. febrúar er Opna húsið kl. 13.00-14.30. Gestur okkkar að þessu sinni er Þorvaldur Víðisson biskupsritari. Gómsætar veitningar og góður félagsskapur. Klukkan 16.45-17.00 er tíðasöngur og kl. 18.00 eru orgeltónelikar Kára Þormar. Föstudaginn 21. febrúar klukkan 17.00 er sálmastundin með Guðbjörgu og Kára. Kvenfélagamessa á konudaginn í Dómkirkjunni. Á konudaginn sunnudaginn 23. febrúar verður messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Í þessarri messu fáum við góða gesti frá Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ), sem fagnar 90 ára afmæli í ár. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd, 154 kvenfélög sem telja um 5000 félaga. KÍ konur lesa lestra og leiða bænir, Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganoista. Afmælismessukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (Gamla Iðnskólahúsinu) á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða gegnum skrúðhús kirkjunnar og lyfta er í safnaðarheimilinu. Fyrsta prjónakvöldið á þessu ári verður 24. febrúar í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Gestur okkar að þessu sinni verður Guðrún Austmar Sigurgeirsdóttir. Létt máltíð, og eitthvað sætt með kaffinu á vægu verði. Hlökkum til að sjá ykkur og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2020

Fyrsta prjónakvöld ársins verður eftir viku, mánudaginn 24. febrúar klukkan 19.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2020

Sálmastundinn fellur niður í dag vegna veðurs

Laufey Böðvarsdóttir, 14/2 2020

Í dag fimmtudaginn 13. febrúar Kl. 13.00-14.30 Opið hús í safnaðarheimilinu , veislukaffi og tónlistarþríeykið, Hólmfríður messósópran, Victoría sellóleikari og Julian píanóleikari. Kl. 16.45-17.00 Tíðasöngur Kl. 18.30-19.00 Tónleikar Kammerskórs Dómkirkjunnar undir stjórn Kára Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2020

Bach tónleikar falla niður í kvöld, 11. febrúar!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2020

Alltaf gott að koma í hádeginu á þriðjudögum í bæna-og kyrrðarstundina. Gefið ykkur stund frá amstri hverdagsins og njótið kyrrðar í Dómkirkjunni. Örpílagrímaganga með séra Elínborgu Sturludóttur á miðvikudaginn klukkan 18.00. Hefst með stuttri hugvekju í kirkjunni. Fimmtudaginn 13. febrúar Kl. 13.00-14.30 Opið hús, veilsukaffi og tónlistarþríeykið, Hólmfríður messósópran, Victoría sellóleikari og Julian píanóleikari. Kl. 16.45-17.00 Tíðasöngur Kl. 18.30-19.00 Tónleikar Kammerskórs Dómkirkjunnar undir stjórn Kára Þ. Föstudagurinn kl. 17.00-17.30 Sálmastund með Guðbjörgu og Kára Þ. Sunnudaginn 16. febrúar messa klukkan 11.00, prestur séra Sveinn Valgeirsson. Æðruleysismessu klukkan 20.00 Við tökum okkur valda stund til þess að dvelja saman í nærveru Guðs, syngjum saman, biðjum saman, íhugum saman og hlustum á félaga deila reynslu sinni ♥ Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2020

Pílagrímamessa klukkan 11.00 sunnudaginn 9. febrúar.

Lagt verður af stað í örstutta pílagrímagöngu frá Seltjarnarneskirkju kl. 10:00.  Gengið verður sem leið liggur í Neskirkju og þar getur fólk slegist í hópinn ef það vill ganga síðasta spölinn til Dómkirkjunnar. Lagt verður af stað frá Neskirkju eigi síðar en  kl. 10:30. Pílagrímamessa hefst kl. 11:00. og taka pílagrímar  þátt í messunni. Að messu lokinni verður boðið upp á pílagrímakaffi í Safnaðarheimilinu. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/2 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Byrjar aftur um miðjan september.
Tíðasöngur kl. 16.45-17.00 yfir vetrarmánuðina. Tónleikar kl. 18.30, ýmist Kammerkór Dómkirkjunnar eða orgeltónleikar Kára Þormar.

- 21.00 AA fundur

Dagskrá ...