Dómkirkjan

 

https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2025-02-04/5434783

Alþingi var sett þriðjudaginn 4. febrúar. Þingsetningarathöfnin hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.
Biskup Íslands, séra Guðrún Karls Helgudóttir, þjónaði fyrir altari ásamt séra Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna og prófastur í Suðurprófastsdæmi, prédikaði. Kammerkór Dómkirkjunnar söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar dómorganista og lék á orgelið. Sigurður Flosason lék á saxófón.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2025

Sunnudaginn 9. febrúar er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2025

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson prófastur í Hruna prédikaði við þingsetninguna, Hér eru þeir Ástbjörn okkar kampakátir.

óskar og addi

Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2025

Kammerkór Dómkirkjunnar söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar dómorganista við Guðþjónustuna við þingsetningu Alþingis. Sigurður Flosasson lék á saxófón.

kammerkór

Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2025

Sunnudaginn 9. febrúar sem er síðasti sunnudagur eftir þrettánda-Bænadagur á vetri er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti. Athugið að bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á þriðjudaginn verður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30. Tíðasöngur er á miðvikudag og fimmtudag kl. 9.15 og kl. 17.00 á fimmtudag. Örpílagrímaganga með séra Elínborgu klukkan 18.00 á miðvikudag. Hefst með stuttri hugleiðingu í kirkjunni. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarstarfinu.

dómk

Laufey Böðvarsdóttir, 2/2 2025

Messa á sunnudag 2. febrúar klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðssson og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2025

Tíðasöngur á morgun, fimmtudag kl.9. 15 og kl. 17.00. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2025

Verið velkomin í örgöngu með séra Elínborgu á þessum fallega miðvikudegi kl. 18.00. Hefst með stuttri hugleiðingu í kirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2025

Laudes, eða tíðagjörð að morgni verður sungin í Dómkirkjunni á morgun, þriðjudag kl. 9. 15. Bæna-og kyrrðarstundin verður í safnaðarheimilinu á morgun kl. 12.00. Léttur hádegisverður eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30. Vrið hjartanlega velkomin í safnaðarstarfið.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/1 2025

Örpílagrímaganga í dag, miðvikudag með séra Elínborgu kl. 18.00. Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Gott fyrir líkama og sál. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS