Dómkirkjan

 

Sunnudaginn 4. desember er messa kl. 11 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Kristín Þorsteinsdóttir og Thea Isabel Martins lesa ritningarlestrana. Sunnudagaskólinn í umsjón Helgu Kolbeinsdóttur á kirkjuloftinu. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Kl. 17.30 er færeysk messa og kl. 20 er Kvennakirkjan með aðventuguðþjonustu, þar sem séra Auður Eir þjónar.

IMG_1148IMG_1108IMG_1134IMG_1151IMG_1073IMG_1096IMG_1087IMG_1159

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2016

Síðasta Opna húsið í safnaðarheimilinu á þessu ári er á morgun, fimmtudag kl. 13.30. Við fáum góða gesti tónlistarfólkið Lilju Margréti Riedel, Baldvin Snæ Hlynsson og Kára Þormar. Heitt súkkulaði og góðar veitingar hjá Ástu okkar. Hlökkum til að eiga notalega stund með ykkur.

IMG_0848

Laufey Böðvarsdóttir, 30/11 2016

Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld á síðasta prjónakaffi ársins í safnaðarheimilinu kl. 19. Ingibjörg Þorsteinsdóttir verður gestur kvöldsins. Súpa, heitt súkkulaði og smákökur. Skemmtileg samvera og gæðastund í byrjun aðventu.

IMG_0810

Laufey Böðvarsdóttir, 28/11 2016

Aðventukvöld Dómkirkjunnar verður haldið í kirkjunni á morgun sunnudag kl. 20:00. Ræðumaður kvöldsins er frú Eliza Reid, forsetafrúin okkar. Ennfremur mun Dómkórinn syngja og flautukvartett úr Tónlistarskóla Reykjavíkur miðlar okkur einnig af list sinni. Heitt súkkulaði og smákökur í boði Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar í safnaðarheimilinu á eftir. Hjartanlega velkomin

15178062_10209315540158758_441700289122947087_n

Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2016

Á sunnudaginn er fyrsti í aðventu og þá er messa kl. 11 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar ásamt sr. Ólafi Jóni Magnússyni. Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum, en það nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Sunnudagaskólinn í umsjón Sigurðar Jóns Sveinssonar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri. Aðventukvöldið er kl. 20 og þar mun Eliza Reid, forsetafrú halda ræðu. Verið hjartanlega velkomin.

IMG_0722

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2016

Á morgun fáum við Þorvald Friðriksson „skrímslafræðing Íslands“ í heimsókn í Opna húsið. Þorvaldur hefur safnað skrímslasögum um margra ára skeið. Opna húsið er frá 13.30-15 og Ásta okkar er með veislukaffi.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2016

Á aðventukvöldi Dómkirkjunnar nk. sunnudagskvöld kl. 20 verður forsetafrúin okkar Eliza Reid gestur okkar og mun hún halda ræðu. Falleg tónlist og smákökur og kaffi í safnðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2016

Sunnudaginn 20. nóv. kl. 14
Prestvígsla, biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir.
Vígð verða:
Grétar Halldór Gunnarsson skipaður í Grafarvogsprestakalli R-eystra
Dís Gylfadóttir ráðin til prestsþjónustu hjá Hugarfari sem er félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið.
Vígsluvottar í Dómkirkjunni
Sigurður Jónsson
Guðrún Karls Helgudóttir
Guðmundur Karl Brynjarsson
Helga Soffía Konráðsdóttir
Gísli Jónasson
Hjámar Jónsson
Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2016

Æðruleysismessa í Dómkirkjunni 20.nóvember kl. 20:00 og þú ert sérstaklega velkomin/n. Ástvaldur situr við píanóið, Ellen Kristjánsdóttir syngur, Sr. Karl leiðir bæði stundina og bænina og Díana Ósk flytur hugleiðingu. Megin þema stundanna er bataleið tólf sporanna og fáum við til okkar góðan félaga sem deilir reynslu sinni. Hlökkum til að sjá þig

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2016

Messa sunnudaginn 20. nóv kl. 11.00. Sr. Hjálmar Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti Douglas A. Brotchie. Messan á sunnudaginn er tileinkuð 200 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags. Forseti félagsins, Jón Sigurðsson, flytur ávarp. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Helgu Kolbeinsdóttur. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16.30

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Tenglar:
ungdom.me

Trú.is

Sunnudagur

- 11.00 Messa og sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma
- 14.00 Kolaportsmessa (síðasta sunnud. hv. mánaðar yfir vetrartímann)

Dagskrá ...