Dómkirkjan

 

Óskum nývígðum prestum og djáknum Guðs blessunar í starfi og leik!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/9 2019

Æðruleysismessa sunnudaginn 15. september kl.20.00

Æðruleysismessur voru settar af stað til þess að mæta vaxandi trúarþörf þeirra sem stunda 12 spora samtök. Þó eru þær opnar öllum :D Við komum sama til að eiga nærandi, eflandi, styrkjandi og róandi kyrrðarstund í nærveru ♥
Díana Ósk mun leiða stundina, Fritz Már mun flytja hugleiðingu, Sr. Sveinn mun leiða okkur í bæn, Þórður mun spila á píanó og stýra söng, Sigurjón mun flytja tónlist og góður félagi mun deila reynslu, styrk og von.
Andi tólf sporanna svífur yfir og saman munum við stíga inn í spor 1. að viðurkenna vanmátt okkar, spor 2. fara að trúa að máttur okkur æðri geri okkur heil að nýju, spor 3. leita vilja Guðs, spor 6. verða albúin að losna við brestina, spor 7. biðja Guð um að losa okkur undan brestunum, spor 10. rýna inn á við, spor 11. iðka bæn og hugleiðslu og spor 12. breiða út boðskapinn og hjálpa öðrum ♥
Endilega deilið viðburðinum, bjóðið fólki með ykkur og veitum sem flestum möguleika á að mæta ;)

Laufey Böðvarsdóttir, 14/9 2019

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2019

Presta-og djáknavígsla á sunnudaginn kl. 11.00. Dómkórinn, organist Örn Magnússon. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir, séra Sveinn Valgeirsson. Bílastæði gengt Þórshamri. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2019

10.september kl. 20.00 Kyrrðarstund í Dómkirkjunni á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Hrönn Harðardóttir geðhjúkrunarfræðingur leiðir stundina. Sr. Bjarni Karlsson flytur hugvekju, Bubbi Morthens syngur nokkur lög og Sara Óskarsdóttir, aðstandandi, segir frá reynslu sinni af því að missa móður sína í sjálfsvígi. Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Ólafur Elíasson flytur hugljúfa tóna í upphafi og lok kyrrðarstundar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2019

Sumri hallar og vetrarstarfið er að hefjast þessa dagana. Í næstu viku er fermingarfræðslunámskeið 9. – 12. sept. kl. 16:00-18:00, haldið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Messur alla sunnudaga klukkan 11.00 – Prestar séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir. Barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Æðruleysismessur kl. 20.00 þriðja sunnudag í mánuði. Séra Díana Ósk Óskarsdóttir, séra Fritz Már Berndsen, séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Mánudagur; annan mánudag í mánuði er fundur hjá kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Prjónakvöld fyrsta prjónakvöld vetrarins verður 23. september kl. 19.00 léttur kvöldverður, kaffi og með því. Þriðjudagar: Bæna-og kyrrðarstund kl.12.10 og léttur hágisverður. Þriðjudagar kl. 20.30 Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur prelúdíur og fúgur úr Das Wohltemperirte Klavíer eftir J.S.Bach Miðvikudagar kl.18.00-19.00. Pílagrímagöngur í umsjón séra Elínborgar Sturludóttur. Hefst með stuttri helgistund í kirkjunni. Hefjast miðvikudaginn 25. september. Miðvikudagar kl. 19.30 : æfing Dómkórsins í Reykjavík. Fimmtudagar kl.13.00-14.30 Opið hús í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Fyrsta opna húsið verður 19. september. Fimmtudagar kl.16.45-17.00 Tíðasöngur í umsjón séra Sveins Valgeirssonar. Tíðasöngurinn hefst 3. október. Fimmtudagar kl.18: Kórtónleikar/Orgeltónleikar – Hálftíma tónleikar Kammerkórs Dómkirkjunnar annan hvern þriðjudag og orgeltónleikar Kára Þormar dómorganista hina þriðjudaga á móti. Aðgangseyrir kr.1500. Hlökkum til að eiga ánægjulegar stundir með ykkur í vetur!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/9 2019

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 8. september kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og dómorganistinn Kári Þormar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2019

Fimmtudagstónleikar í Dómkirkjunni frá klukkan 18 – 18.30 í allan vetur. Þar skiptast á Kári Þormar, dómorganisti og Kammerkór Dómkirkjunnar,Á fyrstu tónleikunum í vetur þann 5. September flytur Kári Þormar verk eftir Bach, Buxtehude, Hildigunni Rúnarsdóttur, Muffat og Vierne. Aðgangseyrir er krónur 1500.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/9 2019

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 8. september. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar og Dómkórinn. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/9 2019

Vínarbarrokk

Laufey Böðvarsdóttir, 4/9 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Þriðjudagur

- 12:10 Hádegisbæn
- 20:20 Bach-tónleikar

Dagskrá ...