Dómkirkjan

 

Fermingarnámskeið hefst

Sunnudaginn 18. ágúst er messa kl. 11. Fermingarbörnum vetrarins og foreldrum er sérstaklega boðið til messunnar en hún markar upphaf fermingarstarfsins. Að lokinni messu verður haldinn fundur um starfið í vetur. Á mánudeginum mæta börnin síðan í safnaðarheimilið kl. 9 og eins á þriðjudag og miðvikudag og eru til kl. 12. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir messuna en sr. Sveinn Valgeirsson þjónar einnig. Dómkórinn syngur,organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

Ástbjörn Egilsson, 9/8 2013

Sunnudagur 11. ágúst

Næsta sunnudag 11. ágúst er messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur.

Kl. 20 er  “Regnbogamessa”. Sr. Hjálmar Jónsson sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Sigríður Guðmarsdóttir þjóna.

Ástbjörn Egilsson, 7/8 2013

4. ágúst

Næsta sunnudag 4. ágúst er messað kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur organisti er Kári þormar.

Ástbjörn Egilsson, 31/7 2013

Sunnudagur 28. júlí

Næsta sunnudag 28. júlí er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur,organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 25/7 2013

Sunnudagur 21. júlí

Næsta sunnudag 21. júlí er messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messunni er útvarpað. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur. Organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 17/7 2013

Prestsvígsla 14. júlí

Næsta sunnudag 14. júlí vígir biskup Íslands  tvo kandídata til prestsþjónustu.  Cand. theol. María Guðrún Gunnlaugsdóttir verður vígð til þjónustu í Patreksfjarðarprestakalli. Cand. theol. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn verður vígð til þjónustu í Kvennakirkjunni.

Vígsluvottar verða: Sr. Gunnlaugur Garðarson sem lýsir vígslu, sr. Auður Eir Vilhjálmsdótti , sr. Leifur Ragnar Jónsson ,sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 10/7 2013

7. júlí

Næsta sunnudag þann 7. júlí er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Í messunni verður fermd Stefanía Inga Sigurjónsdóttir, ung stúlka sem býr í Finnlandi.

Ástbjörn Egilsson, 2/7 2013

30. júní

Sunnudaginn 30. júní prédikar sr. Sveinn Valgeirsson og þjónar fyrir altari í messunni kl. 11. Sönghópur úr Dómkórnum syngur, organisti er Kári Þormar

Ástbjörn Egilsson, 25/6 2013

Sunnudagur 23. júní

Á sunnudaginn kemur 23. júní er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 21/6 2013

17. júní, þjóðhátíðardagur

Að venju fer fram hátíðarguðsþjónusta að morgni þjóðhátíðardagsins. Athöfnin hefst kl. 10.15 . Biskup Íslands sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar en Dómkirkjuprestarnir sr. Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur en organisti og kórstjóri er Kári Þormar. Einsöng syngur Þórunn Vala Valdimarsdóttir. Athöfninni verður útvarpað.

Ástbjörn Egilsson, 12/6 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...