Dómkirkjan

 

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Annan desember, fyrsta sunnudag í aðventu er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir messuna og þjónar fyrir altari. Stoppleikhópurinn flytur leikritið “Ósýnilegi vinurinn” Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Barn verður borið til skírnar. Kveikt verður á fyrsta kertinu í aðventukransinum og aðstoða börnin við það.

Kl. 20 er aðventukvöld Dómkirkjunnar. Þorsteinn Pálsson flytur hugleiðingu og KK syngur og leikur á gítarinn. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar sem einnig leikur á orgelið. Að lokinni stundinni  býður kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunar, gestum í kaffi í safnaðarheimilinu

Ástbjörn Egilsson, 30/11 2012 kl. 11.51

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS