Dómkirkjan

 

Mozart Requiem K626 í Eldborgarsal Hörpu.

Þann 6. nóvember nk. mun Dómkórinn í Reykjavík, Kammerkór Dómkirkjunnar, ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Sesselju Kristjánsdóttur, Snorra Wium og Viðari Gunnarssyni auk kammersveitar flytja Requiem eftir W.A. Mozart í Eldborgarsal Hörpu. Stjórnandi er Kári Þormar. Tónleikarnir eru hluti Tónlistardaga Dómkirkjunnar sem í ár eru haldnir í þrítusgasta sinn. Tónleikarnir eru tileinkaðir minningu Marteins H. Friðrikssonar dómorganista (1939-2010), sem var helsti frumkvöðull Tónlistardaganna. Einnig mun Skólakór Kársness flytja Stabat mater eftir G.B. Pergolesi undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Sesselju Kristjánsdóttur og kammersveit.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og fer miðasala fram á vef Hörpu: www.harpa.is.

Ástbjörn Egilsson, 6/11 2012

Sunnudagur 4. nóvember

Næsti sunnudagur 4. nóvember er samkvæmt kirkjuárinu  22. sd. eftir þrenningarhátíð en jafnframt allra heilagra messa en þann dag minnist kirkjan sérstaklega þeirra sem fallnir eru frá . Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Í lok athafnar gefst kirkjugestum kostur á að tendra ljós  til minningar um látna ástvini. Sunnudagskólinn er á kirkjuloftinu að venju

Ástbjörn Egilsson, 1/11 2012

200 ára afmæli fyrsta organista Dómkirkjunnar

Á þessu ári eru liðin 200 ár frá því að Pétur Guðjohnsen  fæddist. Pétur var fyrsti organisti Dómkirkjunnar, og sinnti starfinu frá árinu 1840 þegar hann kom úr námi í Danmörku og allt til dauðadags. Jafnframt sinnti hann tónlistarkennslu og ýmsum öðrum störfum. Hann var frumkvöðull í íslensku tónlistarlífi. Kirkjusöngurinn var honum einkar hugleikinn og hann samdi m.a. tvær sálmasöngsbækur.

Í tilefni af þessum tímamótum verður haldin dagskrá í Dómkirkjunni Mánudaginn 29.október kl 20.00.

Þar koma fram Dómkórinn í Reykjavík,Kór Menntaskólans í Reykjavík, Hallveig Rúnarsdóttir, Svanur Vilbergsson, Steingrímur Þórhallsson, Björn Steinar Sólbergsson, Þröstur Eiríksson og Hjálmar Jónsson. Flutt verður tónlist eftir Pétur og tónlist sem tengist honum og starfi hans. Þröstur Eiríksson flytur erindi um Pétur og störf hans. Þá verður verkið ‘Davíðssálmur 141´ fyrir kór og orgel, eftir Pál Ragnar Pálsson frumflutt, en tónskáldið er langa-langafabarn Péturs.

Þá verður einnig frumflutt lagið Andvakan eftir Pétur sem hann skrifar fyrir einsöng og gítar. Lagið er vafalaust elsta íslenska tónsmíð fyrir gítar sem varðveist hefur og hugsanlega elsta íslenska einsöngslagið.

Dagskráin er samstarf Tónlistardaga Dómkirkjunnar og Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

 

Dagskráin er samstarf Tónlistardaga Dómkirkjunnar og Tónskóla Þjóðkirkjunnar

 

 

Ástbjörn Egilsson, 26/10 2012

Sunnudagur 28.október

Á sunnudaginn höldum við hátíðlegan kirkjudag Dómkirkjunnar með hátíðarmessu kl. 11. Biskup Íslands sr. Agnes Sigurðardóttir prédikar en, sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. í messunni verður frumflutt verk eftir Pál Ragnar Pálsson. Tónlistardagar Dómkirkjunnar standa nú yfir og er verkið samið af því tilefni en nú eru 30 ár síðan Marteinn Friðriksson hleypti af stokkunum þessari tónlistarhátíð. Í messunni verða skírð tvö börn. Að messu lokinni býður sóknarnefnd kirkjugestum í kaffi í safnaðarheimilinu.

Ástbjörn Egilsson, 26/10 2012

21. Október

Sunnudaginn 21. Október prédikar sr. Sveinn Valgeirsson og þjónar fyrir altari í messunni kl. 11. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á messutíma. Kl. 20 er æðruleysismessa og þar þjóna sr. Sveinn Valgeirsson  sr. Karl V. Matthíasson og sr. Bryndís Valbjarnardóttir. Bræðrabandið sér um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 18/10 2012

Sunnudagur 14. Október

Sunnudaginn 14. Október er messað kl. 11 í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Ása Björg Guðlaugsdóttir nemandi í Söngskólanum syngur einsöng. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á messutíma. Að lokinni messu er kaffi í safnaðarheimilinu.

Ástbjörn Egilsson, 11/10 2012

Sunnudagur 7. Október

Næsta sunnudag 7. október prédikar sr. Sveinn Valgeirsson og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar verður við orgelið. Sunnudagaskólinn er á kirkju loftinu á messutíma.

Ástbjörn Egilsson, 4/10 2012

Sunnudagur 30. september

Næsta sunnudag, síðasta sunnudag septembermánaðar er messa kl 11 í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur, organisti er Hilmar Agnarsson.
Sunnudagskólinn er á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Kl. 14 á sunnudaginn messar sr. Hjálmar síðan í Kolaportinu ásamt Ragnheiði Sverrisdóttur djákna. Þar sér Þorvaldur Halldórsson um tónlistina að venju.

Ástbjörn Egilsson, 27/9 2012

Sunnudagur 23. september

Í messunni kl. 11 á sunnudaginn 23. september prédikar sr. Sveinn Valgeirsson og þjónar fyrir altari. MR kórinn syngur í messunni en stjórnandi hans er Kári Þormar dómorganisti sem jafnframt leikur á orgelið. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu að venju. Í messunni verða tvö börn borin til skírnar.

Ástbjörn Egilsson, 20/9 2012

Sunnudagur 16.september

Næsta sunnudag eru tvær messur og sunnudagaskóli. Kl. 11 prédikar sr. Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. til messunar er fermingarbörnum vorsins og foreldrum sérstaklega boðið og verður stuttur fundur eftir messu með þeim hópi. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu og eru börnin beðinn að hafa bangsana sína með. Kl. 20 er síðan æðruleysismessa og þar prédikar sr. Karl V. Matthíasson og sr. Hjálmar Jónsson þjónar ásamt honum. Bræðrabandið,þeir Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 13/9 2012

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS