Sunnudaginn 16. febrúar er messa kl. 11 sr. Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópurinn Boudoir syngur undir stjórn Julian Hewlett, organista. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2014

Í dag kom sr. Þórir Stephensen og sagði sögu Dómkirkjunnar, sem er mikil og merkileg.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2014
Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag kl. 12:10-12:30. Léttur hádegisverður í safnaðarheimlinu, Lækjargötu 14a að bænastund lokinni. Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2014

Frá jólafundi KKD
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar er með fund í safnaðarheimilinu í dag kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup er gestur fundarins og það er tilhlökkun að heyra hann segja frá.
Kl. 19:30 er Ungdóm með samveru, það verður spurningakeppni. 1-3 verða saman í liði og keppt verður til verðlauna. Óli og Siggi taka vel á móti fermingarbörnum og öðrum ungmennum.
Laufey Böðvarsdóttir, 10/2 2014

Það er gaman að fara með afa í messu. Hér er Marinó , formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar með afabörnum sínum.

Sr. Anna Sigríður ásamt Sigurði Jóni og Kristínu Sveinsdóttur sem sáu um skemmtilegt og fræðandi barnastarf í messunni í dag.
Laufey Böðvarsdóttir, 9/2 2014
Messa sunnudaginn 9. febrúar kl 11, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Sigurðar Jóns og Kristínar Sveinsdóttur. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 7/2 2014

Fengum góða gesti úr Stafholtssókn í gær. Sr. Elínborg Sturludóttir kom ásamt fermingarbörnum sínum í menningarferð til Reykjavíkur. Sr. Karl, biskup tók á móti þeim í Dómkirkjunni og fræddi þau um trú og sögu kirkjunnar. Gott og skemmtilegt framtak hjá þeim í Stafholtssókn og fermingarbörnin til fyrirmyndar.
Laufey Böðvarsdóttir, 4/2 2014
Bæna- og kyrrðarstund í dag kl. 12:10-12:30. Linsubaunasúpa að hætti Daddýjar í safnaðarheimilinu að bænastund lokinni. Stundin er öllum opin og er góður vettvangur til samfélags og fyrirbæna. Fyrirbænir má senda á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520-9700.
Laufey Böðvarsdóttir, 4/2 2014

Það var góður hópur sem kom til messu í gær. Eftir messu var farið í safnaðarheimilið þar sem veisluborð beið kirkjugesta. Það eru nokkrar góðar konur sem baka og sjá um messukaffið, allt unnið í sjálfboðastarfi. Þær eiga þakkir skildar, ekki eingöngu fyrir góðar veitingar heldur einnig alúðlegar og góðar móttökur þegar kirkjugesti ber að garði.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/2 2014
Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna
Í kvöld verður skemtileg partí-útgáfa af „Hver er maðurinn?“ leiknum! Allir unglingarnir eru hvattir til að koma ;)
ATH! Skráning á Febrúarmót er í fullum gangi og síðasti skráningardagur er 5. febrúar. Sniðugt er að skila leyfisbréfi og 1200 kr staðfestingargjaldi á næstu Ungdóm-samveru. Allir foreldrar ættu að hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um fjáröflun en panta þarf vörurnar í síðasta lagi 3. febrúar með því að senda tölvupóst til Óla Jóns (olafurjm@gmail.com)
Kær kveðja
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 3/2 2014