Dómkirkjan

 

Sunnudagur 15. janúar

Næsti sunnudagur 15. janúar er annar sunnudagur eftir þrettánda. Kl. 11 er messa í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Nú byrjar aftur sunnudagskólinn og þeira félagar Árni Gunnar og Ólafur Jón leiða starfið. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnin í sunnudagaskólann kl. 11 á sunnudaginn.

Ástbjörn Egilsson, 11/1 2012

Sunnudagur 8. janúar 2012

Næsti sunnudagur er fyrsti sunnudagur eftir þrettánda. Á þessum degi hafa á mörgum undanförnum árum fjölmennt í  messu félagar í rebekkustúkunni Sigríði. Þær Oddfellowkonur hafa tekið þátt í messunni með lestri ritninga og á annan hátt. Að þessu sinni leiðir sr. Anna Sgríður Pálsdóttir messuna og þjónar fyrir altari en Anna Lára Kolbeins prédikar. Björg Benediktsdóttir, Katrín Yngvadóttir og Ingibjörg Andrésdóttir lesa ritningartexta og upphafsbæn. Organisti er Bjarni Jónatansson, Dómkórinn syngur og Guðbjörg Sandholt syngur einsöng.

Ástbjörn Egilsson, 4/1 2012

Áramót

Á gamlársdag er aftansöngur kl. 18 í Dómkirkjunni. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar,sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.

Á nýársdag er hátíðarmessa kl. 11. Biskup Íslands , sr.Karl Sigurbjörnsson prédikar en Dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars. Messunni er að venju útvarpað.

Ástbjörn Egilsson, 28/12 2011

Messur um jól

Helgihald í Dómkirkjunni er með hefðbundnum hætti um jól og áramót. Á aðfangadag 24. desember er dönsk messa kl. 15.00. Þar messar sr. Þórhallur Heimisson og Kári Þormar leikur á orgelið. Bergþór Pálsson syngur einsöng.

Kl. 18.00 er aftansöngur sem er að venju útvarpað. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars sem einnig leikur á orgelið. Einsöng í messunni syngur Gissur Páll, en einnig leika tveir trompetleikarar.

Kl. 23.30 er kvöldmessa þar sem biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Organisti er Kári Þormar.

Á Jóladag er messa kl. 11 sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar jónsson þjónar fyrir altari.

Á annan dag jóla er einnig messa kl. 11. sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Tvö börn verða borin til skírnar. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.

Ástbjörn Egilsson, 21/12 2011

Fjórði sunudagur í aðventu

Sunnudagurinn 18. desember er fjórði sunnudagur í aðventu. Kl. 11 er norsk messa þar sem sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Kári Þormar leikur á orgel og Dómkórinn syngur. kl. 13.30 er síðan þýsk messa. Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur prédikar. Organisti er Kári Þormar. Síðasta æðruleysismessa ársins er  kl. 20. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar en sr, Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthíasson þjóna fyrir altari . Bræðrabandið ,Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina að venju en Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) syngur.

Ástbjörn Egilsson, 14/12 2011

Þriðji sunnudagur í aðventu

Næsti sunnudagur er þriðji sunnudagur í aðventu. Kl.11 er messa í Dómkirkjunni þar sem sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organsti er Kári Þormar. Tvö börn verða borin til skírnar í messunni. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á kirkjuloftinu. Kl. 20 er Kvennakirkjan með sína árlegu aðventumessu í Dómkirkjunni.

Ástbjörn Egilsson, 9/12 2011

Dagskrá á dánardegi Jóns Sigurðssonar 7. desember

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Dómkirkjan í Reykjavík og afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar kynna dagskrá á dánardegi Jóns Sigurðssonar 7. desember.

10:30-13:00 Jón Sigurðsson og bláu miðarnir. Málþing Stofnunar Árna Magnússonar um

fræðastörf Jóns Sigurðssonar, haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns.

Bragi Þ. Ólafsson: Handritasöfnun Jóns Sigurðssonar.

Margrét Gunnarsdóttir: Ingibjörg, ungmennin og handritasöfnun Jóns.

Már Jónsson: Handritaskrásetjarinn Jón. Ritun efnisyfirlita á blá blöð.

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir: Héðan og þaðan: Um samtíningshandritið JS 149 fol.

Sverrir Tómasson: Jón og Konráð: Tveir lærisveinar Madvigs.

13:30-14:30 Tónlistin úr útför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur 1880 flutt

í Dómkirkjunni.

Lesa áfram …

Ástbjörn Egilsson, 6/12 2011

Annar sunnudagur í aðventu

Næsti sunnudagur 4. desember er annar sunnudagur í aðventu. Messað verður kl. 11 að venju. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Að venju er sunnudagskólinn á kirkjuloftinu meðan á messu stendur.

Ástbjörn Egilsson, 1/12 2011

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Næst sunnudagur er fyrsti sunnudagur í aðventu og hefst þar með nýtt kirkjuár. Í dómkirkjunni verða tvær messur auk aðventukvölds. Kl. 11 messar sr. Hjálmar Jónsson. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á sínum stað og munu börnin kveikja á fyrsta kertinu í aðventukransinum áður en þau fara upp á kirkjuloft með leiðtogunum. Kl. 14 er svo sænsk messa þar sem sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Kl. 20 er aðventukvöld Dómkirkjunnar. Ræðumaður kvöldsins er Halldór Blöndal fyrrv. ráðherra. Dómkórinn syngur og Kári Þormar leikur á orgelið og stjórnar. Einsöng syngur Alexandra Chernyshova. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir þessa stund og flytur lokabæn. Að lokinni stundinni í kirkjunni er messukaffi í boði kirkjunefndar kvennar.

Ástbjörn Egilsson, 24/11 2011

Kjartan Sigurjónsson á Tónlistardögum Dómkirkjunnar.

Kjartan Sigurjónsson heldur orgeltónleika í Dómkirkjunni þriðjudagskvöldið 22.júlí.
Á efnisskránni eru Gotnesku svítan eftir Böellmann og Fantasía og fúga eftir Bach. Auk þess leikur hann verk eftir Clérambault og Sweelinck.
Kjartan Sigurjónsson stundaði orgelnám hjá dr. Páli Ísólfssyni við Tónlistar-skólann í Reykjavík á árunum 1958-66. Jafnframt var hann í píanónámi hjá frú Annie Leifs. Á árinu 1984 var hann við orgelnám hjá próf. Gerhard Dickel í Hamborg og hefur auk þess sótt námskeið hjá Dame Gillian Weir og fleiri organistum.
Kjartan var organisti við eftirtaldar kirkjur: Kristskirkju í Landakoti 1958-66, kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík 1963-1966, kirkjur í Reykholtsprestakalli í Borgarfirði 1967-75, Ísafjarðarkirkju 1976-85, Kópavogskirkju 1985-87, Seljakirkju í Reykjavík 1987-97 og Digraneskirkju í Kópavogi frá 1997. Hann lét af störfum vorið 2010 fyrir aldurs sakir.
Hann var formaður Félags íslenskra organista frá árinu 1990 til 2004, og var kjörinn heiðursfélagi félagsins þegar hann hætti formennsku. Kjartan átti sæti í norræna kirkjutónlistarráðinu. Hann var forseti þess 1990-1992 og gegndi því starfi í annað sinn frá 2008.
Kjartan hefur haldið fjölda orgeltónleika bæði hér heima og erlendis. Hann gaf út hljómdiskinn „Orgelverk aldinna meistara“ 2001 og annan disk með orgeltónlist í tilefni af sjötugsafmæli sínu árið 2008.

Tónleikarnir hefjast kl.20.00

Ástbjörn Egilsson, 21/11 2011

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS