Dómkirkjan

 

17. júní

Að venju er hátíðarguðsþjónusta á þjóðahátíðardaginn og hefst hún kl. 10.15. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar en biskup Íslands þjónar fyrir altari ásamt Önnu Sigríði Pálsdóttur. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Einsöng syngur Fjölnir Ólafsson. Útvarpað er frá athöfninni.
Kl. 16.00 er bænastund í umsjá kristinna trúfélaga

Ástbjörn Egilsson, 16/6 2012

10. júní

Á sunnudaginn kemur er messa kl.11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, Kári Þormar stjórnar og leikur á orgelið.

Ástbjörn Egilsson, 6/6 2012

Sjómannadagur

Næsti sunnudagur 3. júní er Sjómannadagurinn. Að venju er messað kl. 11 og taka sjómenn frá Landhelgisgæslunni og fulltrúar Sjómannadagsráðs m.a. þátt í messunni. Biskup Íslands prédikar en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti og stjórnandi er Kári Þormar. Einsöng syngur Þóra Einarsdóttir og Ásgeir Steingrímsson leikur einleik á trompett. Messunni er útvarpað.

Ástbjörn Egilsson, 30/5 2012

Hvítasunna

Næsti sunnudagur er hvítasunnudagur og samkvæmt venju er ferming í Dómkirkjunni þann dag kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna. Fermd verða 8 börn. Dómkórinn syngur organisti er Kári Þormar. Annan í hvítasunnu er einnig messað kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar og nýtur aðstoðar Dómkórsins og Kára Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 22/5 2012

Sunnudagur 20. maí

Næsta sunnudag 20.maí eru tvær messur. Kl. 11 prédikar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Kl. 20 er æðruleysismessa þar sem Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Karl V. Matthíasson þjóna. Bræðrabandið sér um tónlistina

Ástbjörn Egilsson, 17/5 2012

Uppstigningardagur,dagur aldraðra og norsk guðsþjónusta

Fimmtudagur 17.maí er dagur aldraðra í kirkjunni. Kl. 11 er guðsþjónusta þar sem sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrv. borgarstjóri flytur hugvekju. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Á eftir er viðstöddum boðið í kaffi í safnaðarheimilinu. Kl 14 er síðan norsk guðsþjónusta í tilefni þjóðhátíðardags Noregs. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Ástbjörn Egilsson, 14/5 2012

Sunnudagur 13. maí

Næsta sunnudag,13. maí er Hinn almenni bænadagur kirkjunnar. Þá messar sr. Hjálmar Jónsson kl. 11 í Dómkirkjunni. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Ástbjörn Egilsson, 10/5 2012

Sunnudagur 6. maí

Sunnudaginn 6. maí messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir í messunni kl. 11. Dómkórinn syngur, organisti er Bjarni Jónatansson.

Ástbjörn Egilsson, 5/5 2012

Sunnudagur 29.apríl

Næsta sunnudag 29. apríl er messað kl. 11 í Dómkirkjunni. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á messutíma og þetta er síðasta samvera þessa vetrar. Við byrjum svo aftur í september af fullum krafti undir leiðsögn Árna Gunnars og Ólafs Jóns.

Ástbjörn Egilsson, 27/4 2012

Sunnudagur 22. apríl

Næsta sunnudag 22. apríl messar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson kl. 11. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Aðalsafnaðarfundur fer fram að lokinni messu og verður í safnaðarheimilinu.
Sr. Jakob verður við störf í Dómkirkjunni næstu þrjár vikurnar í forföllum sr. Önnu Sigríðar

Ástbjörn Egilsson, 18/4 2012

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...