Dómkirkjan

 

Sunnudagur 22. júlí

Næsti sunnudagur 22. júlí er 8. sd. eftir þrenningarhátíð samkvæmt kirkjuárinu. Í messunni kl. 11 prédikar sr. Þórir Stephensen fyrrv. Dómkirkjuprestur og annar fyrrv. sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Organisti er Kári Þormar en sönghópur úr Dómkórnum syngur. Einsöng í messunni syngur dótturdóttir sr. Þóris, Dagbjört Andrésdóttir.

Ástbjörn Egilsson, 17/7 2012

Sunnudagur 15. júlí

Næsta sunnudag 15. júlí er messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári þormar

Ástbjörn Egilsson, 11/7 2012

8. júlí

Næsta sunnudag 8. júli er messað kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson sem nú leysir af  vegna sumarleyfa, prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur,organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 4/7 2012

Sunnudagur 1. júlí

Á sunnudaginn kemur 1.júlí er messað kl. 11. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messan verður með færeysku yfirbragði þar sem við fáum heimsókn frá kirkjukórnum í Vestmanna í Færeyjum. Sr. Gunnþór Ingason mun lesa ritningartexta á færeysku. Organisti er Sigrún Þorsteinsdóttir og sönghópur úr Dómkórnum syngur einnig.

Ástbjörn Egilsson, 28/6 2012

Sunnudagur 24. júní

Messað verður kl. 11 og er það sr. Anna Sigríður Pálsdóttir sem þrédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur, organisti er Reynir Jónasson.

Ástbjörn Egilsson, 20/6 2012

17. júní

Að venju er hátíðarguðsþjónusta á þjóðahátíðardaginn og hefst hún kl. 10.15. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar en biskup Íslands þjónar fyrir altari ásamt Önnu Sigríði Pálsdóttur. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Einsöng syngur Fjölnir Ólafsson. Útvarpað er frá athöfninni.
Kl. 16.00 er bænastund í umsjá kristinna trúfélaga

Ástbjörn Egilsson, 16/6 2012

10. júní

Á sunnudaginn kemur er messa kl.11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, Kári Þormar stjórnar og leikur á orgelið.

Ástbjörn Egilsson, 6/6 2012

Sjómannadagur

Næsti sunnudagur 3. júní er Sjómannadagurinn. Að venju er messað kl. 11 og taka sjómenn frá Landhelgisgæslunni og fulltrúar Sjómannadagsráðs m.a. þátt í messunni. Biskup Íslands prédikar en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti og stjórnandi er Kári Þormar. Einsöng syngur Þóra Einarsdóttir og Ásgeir Steingrímsson leikur einleik á trompett. Messunni er útvarpað.

Ástbjörn Egilsson, 30/5 2012

Hvítasunna

Næsti sunnudagur er hvítasunnudagur og samkvæmt venju er ferming í Dómkirkjunni þann dag kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna. Fermd verða 8 börn. Dómkórinn syngur organisti er Kári Þormar. Annan í hvítasunnu er einnig messað kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar og nýtur aðstoðar Dómkórsins og Kára Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 22/5 2012

Sunnudagur 20. maí

Næsta sunnudag 20.maí eru tvær messur. Kl. 11 prédikar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Kl. 20 er æðruleysismessa þar sem Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Karl V. Matthíasson þjóna. Bræðrabandið sér um tónlistina

Ástbjörn Egilsson, 17/5 2012

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS