Dómkirkjan

 

Sunnudagur 18. nóvember

Á sunnudaginn 18. nóvember kl. 11 verður Guðmundur Sveinbjörn Brynjólfsson vígður til djákna með viðhöfn í Dómkirkjunni, en Guðmundur var nýlega ráðinn til að sinna barnastarfi, æskulýðsstarfi og félagsstarfi fullorðinna í Guðríðarkirkju.  Séra Kristján Valur Ingólfsson biskup í Skálholti sér um vígsluna og sr. Sigríður Guðmarsdóttir lýsir vígslu. Vígsluvottar Guðmundar verða  séra Sigríður, séra Karl Valgarður Matthíasson, séra Guðmundur Karl Brynjarsson og Ragnheiður Ásgeirsdóttir djákni. Sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á kirkjuloftinu.Æðruleysismessa er síðan kl. 20.00

Ástbjörn Egilsson, 15/11 2012 kl. 10.09

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS