Dómkirkjan

 

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur Dómkirkjusafnaðar verður haldinn sunnudaginn 22. apríl að lokinni morgunmessu sem hefst kl. 11. Fundurinn fer fram í safnaðarheimilinu að Lækjargötu 14a. Fundarefni eru venjubundin aðalfundarstörf.

Ástbjörn Egilsson, 14/4 2012

Sunnudagur 15. apríl

Næsta sunudag 15. apríl eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11, þar sem sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Þeirri messu er útvarpað. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Kl. 20 er síðan æðruleysismessa. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Karl V. Matthíason þjóna. Bræðrabandið sér um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 13/4 2012

Helgihaldið í dymbilviku og páska

Skírdagur.
Fermingarmessa k. 11, sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.
Kvöldmessa kl. 20. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar, sr. Anna sigríður Pálsdóttir  þjónar fyrir altari
Organisti er Kári Þormar. Dómkórinn  syngur.

Föstudagurinn langi.
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur organisti er Kári Þormar..
Krossferill Krists kl. 14. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir  ásamt lesurum. Dómkórinn  syngur,organisti er Kári Þormar.

Páskadagur.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Herra Karl Sigurbjörnsson prédikar . Dómkirkjuprestar    þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar
Hátíðarmessa kl. 11 sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar

2. páskadagur

Messa kl. 11, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir  prédikar og þjónar fyrir altari . Dómkórinn syngur organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 4/4 2012

Pálmasunnudagur

Næsta sunnudag sem er pálmasunnudagur er ferming. Athöfnin hefst kl. 11. Báðir Dómkirkjuprestarnir þjóna. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Að þessu sinni fermast 8 unglingar.

Ástbjörn Egilsson, 29/3 2012

Sunnudagur 25. mars

Næsta sunnudag þann 25. mars er messað kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagakólinn er á kirkjuloftinu undir leiðsögn Ólafs Jóns og Árna Gunnars.

Ástbjörn Egilsson, 22/3 2012

Sunnudagur 18. mars

Næsti sunnudagur 18. mars er fjórði sunnudagur í föstu. Tvær messur eru í Dómkirkjunni þennan sunnudag. Sú fyrri kl. 11 þar sem sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagskólin er á kirkjuloftinu undir öruggri leiðsögn Árna Gunnars og Ólafs Jóns. Kl. 20 er síðan æðruleysismessa og þar prédikar sr. Hjálmar Jónsson  en Karl V. Matthíasson þjónar ásamt honum. Bræðarbandið sér að venju um tónlistina

Ástbjörn Egilsson, 15/3 2012

Sunnudagur 11. mars

Næsta sunnudag 11. mars er messað kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari en Eva Björk Valdimarsdóttir guðfræðinemi prédikar. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Í messunni verður barn borið til skírnar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu að venju.

Ástbjörn Egilsson, 9/3 2012

4.mars, æskulýðsdagur kirkjunar

Næsta sunnudag 4. mars sem er æskulýðsdagur kirkjunnar er æskulýðsmessa  kl.11 í Dómkirkjunni. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir helgihaldið en Eva Björk Valdimarsdóttir guðfræðinemi flytur hugvekju. Stúlknakór Reykjavíkur syngur ,stjórnendur eru Margrét Pálmadóttir og Guðrún Á. Guðmundsdóttir. Organisti er Kári Þormar. Æskulýðsleiðtogarnir okkar þeir Ólafur Jón og Árni Gunnar taka þátt í helgihaldinu og vænst er þátttöku fermingarbarna.

Ástbjörn Egilsson, 1/3 2012

Sunnudagur 19. febrúar

Næsta sunnudag 19. febrúar eru tvær messur í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson messar kl. 11. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á messutíma. Kl. 2o er æðruleysismessa þar sem Karl V. Matthíasson og  Dómkirkjuprestar þjóna en Bræðrabandið sér um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 15/2 2012

Sunnudagur 12. febrúar

Næsta sunnudag 12. febrúar er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Barn verður borið til skírnar. Kór átthagafélags Strandamanna kemur í heimsókn og syngur í messunni undir stjórn Arngerðar Valgarðsdóttur. Organisti er Kári Þormar. Að lokininni messu syngur kórinn nokur lög fyrir kirkjugesti en síðan verður haldið í safnaðarheimilið í Vonarstræti og er þar boðið upp á kaffi og meðlæti. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu meðan á messu stendur.

Ástbjörn Egilsson, 9/2 2012

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...