Dómkirkjan

 

Við ætlum að fjölmenna á sýningu á Grund, eftir opna húsið á dag, fimmtudag.

Í dag 20. febrúar verður ekki áður auglýst hláturjóga, það verður seinna í vor. Þess í stað fáum við gott kaffi og meðlæti hjá Dagbjörtu, sannkölluð kaffihúsastemmning við Tjörnina. Síðan ætlum við að þiggja boð Guðrúnar Gísladóttur á Grund og fjölmenna á sýningu Arndísar Sigurbjörnsdóttur, listakonu í hátíðarsal Grundar.

Fimmtudaginn 20. febrúar verður haldin sýning í hátíðasal Grundar  á handunnum  munum eftir listakonuna Arndísi Sigurbjörnsdóttur.  Hún saumar og prjónar allt sem nöfnum tjáir að nefna, álfa, tröll og allskyns furðufígúrur, veski, tertur, ávexti og myndir. Sjón er sögu ríkari. Sýningin verður í hátíðasal frá kl. 13:00 -17:00 og gestum verður boðið upp á kaffisopa. Allir hjartanlega velkomnir. Ókeypis aðgangur.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2014 kl. 15.31

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS