Næsta sunnudag 25. mars er messað kl. 11. Þar prédikar og þjónar fyrir altari sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.
Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Eftir messu er boðið upp á kaffi og kleinur á kirkjuloftinu.
Ástbjörn Egilsson, 25/3 2011
Á sunnudaginn kemur eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 messar sr. Hjálmar Jónsson . Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Að lokinnu messu er messukaffi á kirkjuloftinu.
Kl. 20 er Æðruleysismessa og þar prédikar sr. Hjálmar einnig, en sr. Karl V. Matthiasson leiðir stundina.
Bræðurnir Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina.
Ástbjörn Egilsson, 18/3 2011
Næsti sunnudagur, 13. mars er fyrsti sunnudagur í föstu. Kl. 11 messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur, organisti er Kári Þormar.
Ástbjörn Egilsson, 10/3 2011
Æskulýðsdagurinn 6. mars
Messa í Dómkirkjunni kl. 11.00
Kór Vesturbæjarskóla syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur. Undirleikari er Antonía Hevesi.
Fermingarbörnin taka á móti kirkjugestum. Þau lesa ritningarorð og flytja bænir. Ein úr hópi fermingarbarna vorsins, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, flytur hugleiðingu.
Verið velkomin.
Prestarnir
Hjálmar Jónsson, 2/3 2011
Sunnudaginn 27. febrúar messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir kl. 11. Samkvæmt kirkjuárinu er þetta annar sd. í níuviknaföstu. Organisti er Kári Þormar. Dómkórinn syngur.
Ástbjörn Egilsson, 23/2 2011
24. febrúar 1951 var minningarathöfn í Dómkirkjunni um þá sem fórust með flugvélinni Glitfaxa. Nú, réttum 60 árum síðar, verður bænastund í Dómkirkjunni, þar sem við tendrum ljós til minningar um þau sem fórust, biðjum, syngjum og hlýðum á tónlist. Bænastundin er fimmtudaginn, 24. febrúar og byrjar kl. 20.30
Verið velkomin
Hjálmar Jónsson, 21/2 2011
Sunnudagurinn 20.febrúar er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu. Messað verður kl. 11 og prédikar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari.Kári Þormar leikur á orgelið og sönghópur úr Dómkórnum syngur. Fermingarbörn og foreldrar er sérstaklega boðin í þessa messu og eftir messuna verður stuttur fundur þar sem farið er yfir fermingarstörfin.Fermingarbörnin fara síðan á mánudag í Skálholt og dvelja þar mánudaginn.
Ástbjörn Egilsson, 16/2 2011
Sunnudagurinn 13.febrúar er 6.sd. eftir þrettánda. Í messu kl. 11 prédikar sr. Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari. Við fáum góða heimsókn,en kór Átthagafélags Strandamanna syngur í messunni. Lesarar eru Guðrún Steingrímsdóttir og Elva Rós Hrafnsdóttir. Stjórnandi kórsins er Krisztina Szklenár, Kári Þormar leikur á orgelið. Að lokinni messu er kaffi í safnaðarheimilinu.
Ástbjörn Egilsson, 9/2 2011
Næsti sunnudagur, 6.janúar er 5.sd. eftir þrettánda samkvæmt kirkjuárinu. Kl. 11 þann dag messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Um leið og við bjóðum fólk velkomið til messunnar viljum við minna á bænastundir kl. 12.10 á þriðjudögum og svo kvöldkirkjuna kl. 20 á fimmtudögum.
Ástbjörn Egilsson, 4/2 2011
Á sunnudaginn 30.janúar er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.
Ástbjörn Egilsson, 27/1 2011