Næsta sunnudag 5. febrúar er messa kl. 11 í Dómkirkjunni. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á sama tíma.
Ástbjörn Egilsson, 3/2 2012
Meðal fastra liða í starfi safnaðarins eru hádegisbænastundir á þriðjudögum kl. 12.10. Um er að ræða stutta fyrirbænastund sem stendur til 12.30 og að bænastundinni lokinn er framreiddur léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Við bendum sérstaklega fólki sem vinnur í miðbænum á þessar stundir. Einnig viljum við minna á opið hús fyrir eldri borgara á fimmtudögum kl. 13.30 -15.30. Kaffi og meðlæti er á boðstólum við vægu verði og hér ríkir góður andi og vinátta. Við lesum úr áhugaverðum bókum.förum saman stuttar ferðir og eigum saman góðar stundir. allir hjartanlega velkomnir.
Ástbjörn Egilsson, 1/2 2012
Næsta sunnudag þann 29. janúar messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir kl. 11. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á kirkjuloftinu undir stjórn Árna og Ólafs.
Ástbjörn Egilsson, 26/1 2012
Næsta sunnudag 22. janúar er messað kl. 11 og 20 í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari í fyrri messunni, dómkórinn syngur og Kári Þormar leikur á orgelið. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á kirkjuloftinu undir stjórn Árna Gunnars og Ólafs. Kl. 20 er svo æðruleysismessa þar sem Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar en sr. Karl Matthíasson leiðir stundina. Bræðrabandið sér um tónlistina að venju.
Ástbjörn Egilsson, 18/1 2012
Næsti sunnudagur 15. janúar er annar sunnudagur eftir þrettánda. Kl. 11 er messa í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Nú byrjar aftur sunnudagskólinn og þeira félagar Árni Gunnar og Ólafur Jón leiða starfið. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnin í sunnudagaskólann kl. 11 á sunnudaginn.
Ástbjörn Egilsson, 11/1 2012
Næsti sunnudagur er fyrsti sunnudagur eftir þrettánda. Á þessum degi hafa á mörgum undanförnum árum fjölmennt í messu félagar í rebekkustúkunni Sigríði. Þær Oddfellowkonur hafa tekið þátt í messunni með lestri ritninga og á annan hátt. Að þessu sinni leiðir sr. Anna Sgríður Pálsdóttir messuna og þjónar fyrir altari en Anna Lára Kolbeins prédikar. Björg Benediktsdóttir, Katrín Yngvadóttir og Ingibjörg Andrésdóttir lesa ritningartexta og upphafsbæn. Organisti er Bjarni Jónatansson, Dómkórinn syngur og Guðbjörg Sandholt syngur einsöng.
Ástbjörn Egilsson, 4/1 2012
Á gamlársdag er aftansöngur kl. 18 í Dómkirkjunni. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar,sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.
Á nýársdag er hátíðarmessa kl. 11. Biskup Íslands , sr.Karl Sigurbjörnsson prédikar en Dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars. Messunni er að venju útvarpað.
Ástbjörn Egilsson, 28/12 2011
Helgihald í Dómkirkjunni er með hefðbundnum hætti um jól og áramót. Á aðfangadag 24. desember er dönsk messa kl. 15.00. Þar messar sr. Þórhallur Heimisson og Kári Þormar leikur á orgelið. Bergþór Pálsson syngur einsöng.
Kl. 18.00 er aftansöngur sem er að venju útvarpað. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars sem einnig leikur á orgelið. Einsöng í messunni syngur Gissur Páll, en einnig leika tveir trompetleikarar.
Kl. 23.30 er kvöldmessa þar sem biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Organisti er Kári Þormar.
Á Jóladag er messa kl. 11 sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar jónsson þjónar fyrir altari.
Á annan dag jóla er einnig messa kl. 11. sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Tvö börn verða borin til skírnar. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.
Ástbjörn Egilsson, 21/12 2011
Sunnudagurinn 18. desember er fjórði sunnudagur í aðventu. Kl. 11 er norsk messa þar sem sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Kári Þormar leikur á orgel og Dómkórinn syngur. kl. 13.30 er síðan þýsk messa. Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur prédikar. Organisti er Kári Þormar. Síðasta æðruleysismessa ársins er kl. 20. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar en sr, Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthíasson þjóna fyrir altari . Bræðrabandið ,Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina að venju en Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) syngur.
Ástbjörn Egilsson, 14/12 2011
Næsti sunnudagur er þriðji sunnudagur í aðventu. Kl.11 er messa í Dómkirkjunni þar sem sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organsti er Kári Þormar. Tvö börn verða borin til skírnar í messunni. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á kirkjuloftinu. Kl. 20 er Kvennakirkjan með sína árlegu aðventumessu í Dómkirkjunni.
Ástbjörn Egilsson, 9/12 2011