Dómkirkjan

 

Sunnudagur 2. október

Næsta sunnudag 2. október er messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu í umsjón þeirra Árna Gunnars og Magnúsar Jóns. Að lokinni messu er kaffi í safnaðarheimilinu.

Ástbjörn Egilsson, 28/9 2011

Messa og Æðruleysi

Sunnudaginn 18. september eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 messar sr. Hjálmar Jónsson. Barn verður borið til skírnar. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagskólinn er á kirkjuloftinu á messutíma.

Kl. 20 er síðan æðruleysismessa. Sr. Karl V.Matthíasson prédikar en sr. Hjálmar Jónsson leiðir stundina. Bræðrabandið skipað þeim Herði og Birgi Bragasonum sér um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 15/9 2011

Sunnudagur 11. september

Næsta sunnudag ,11. september verður messa kl. 11.00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Fermingarbörn 2012 og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega boðin til messunnar – og til altaris.

Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Barnastarf fer fram á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Árni Gunnar Ragnarsson og Ólafur Jón Magnússon sjá um starfið í vetur og víst er að mikið fjör verður á kirkjuloftinu í vetur.

Ástbjörn Egilsson, 6/9 2011

Sunnudagur 3.september

Sunnudaginn 3. september er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Þennan sunnudag byrjar barnastarfið aftur með samveru á kirkjuloftinu.Við hvetjum foreldra til að koma með börnin og taka þátt í starfinu í vetur.

Ástbjörn Egilsson, 1/9 2011

Sunnudagur 28. ágúst

Sunnudagurinn 28. ágúst er 10. sd. eftir þrenningarhátíð. Kl. 11 er messa í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 24/8 2011

Sunnudagur 21. ágúst

Að venju er messað kl. 11 í Dómkirkjunni sunnudaginn 21. ágúst. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 20/8 2011

Sunnudagur 14. ágúst

Næsta sunnudag þann 14. ágúst er messa kl. 11. sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Kári Allansson organisti og Dómkórinn sjá um tónlistina. Til messunnar  er sérstaklega boðið fermingarbörnum næsta vors og forráðamönnum þeirra. Að lokinni messu er stuttur fundur um tilhögun fermingarfræðslunnar sem hefst strax á mánudagsmorgni 15. ágúst. Verið velkomin.

Ástbjörn Egilsson, 8/8 2011

Sunnudagur 7. ágúst

Sunnudaginn 7. ágúst er messað kl. 11 í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur en organisti er Kári Allansson.

Ástbjörn Egilsson, 4/8 2011

Sunnudagur 31. júlí

Sunnudagurinn 31. júlí er sjötti sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Að venju er messa í Dómkirkjunni kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur en organisti að þessu sinni er Gróa Hreinsdóttir.

Ástbjörn Egilsson, 27/7 2011

Minningarguðsþjónusta

Guðsþjónustan í Dómkirkjunni, sunnudaginn 24. júlí, verður helguð minningu þeirra sem fórust í voðaverkunum í Noregi. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur messar. Silje Arnekleiv sendiráðsritari Norðmanna flytur ávarp og biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson flytur bæn og blessun. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Messan hefst kl. 11.00

Ástbjörn Egilsson, 23/7 2011

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS