Dómkirkjan

 

TÓNLISTARDAGAR HEFJAST

Sunnudaginn 13. nóvember heldur Kammerkór Dómkirkjunnar tónleika á upphafsdegi Tónlistardaga Dómkirkjunnar.  Á efnisskrá eru m.a. verkin Jesu , meine Freude eftir Bach, Ave Maria eftir Rachmaninoff, Ave maris stella eftir Trond Kverno.  Þá verða einnig verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Huga Guðmundsson og Jakob Hallgrímsson.

Lesa áfram …

Ástbjörn Egilsson, 10/11 2011

13. nóvember

Næsti sunnudagur 13. nóvember er næst síðasti sunnudagur eftir þrenningarhátíð samkvæmt kirkjuárinu ,en um leið Kristniboðsdagurinn. Kl. 11 er messa í Dómkirkjunni þar sem sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á sama tíma.

Ástbjörn Egilsson, 9/11 2011

Allra heilagra messa

Næsti sunnudagur, 5. nóvember er allra heilagra messa samkvæmt kirkjuárinu. Þá verða tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 prédikar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fyrrv. sóknarprestur Dómkirkjunnar en núverandi sóknarprestur sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Við fáum ánægjulega heimsókn frá Menntaskólanum Í Reykjavík en kór skólans syngur í messunni undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Organisti er Kári Þormar. Að venju er sunnudagskólinn á kirkjuloftinu. Kl. 20 er síðan minningarmessa þar sem við minnumst látinna.

Sr. Hjálmar Jónsson flytur hugleiðingu en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar ásamt sr. Hjálmari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur,organisti er Kári Þormar. Fólki gefst kostur á að kveikja á minningarkerti

Ástbjörn Egilsson, 2/11 2011

Sunnudagur 30. október

Næsti sunnudagur 30 október er nítjándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Messa er kl. 11 í Dómkirkjunni að venju. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu undir leiðsögn Árna Gunnars og Ólafs Jóns.

Ástbjörn Egilsson, 27/10 2011

Sunnudagur 25. október

Næsta sunnudag , sem er kirkjudagur Dómkirkjunnar er messa kl. 11. Um þessar mundir eru 215 ár síðan Dómkirkirkjan í Reykjavík var vígð.  Messunni er útvarpað. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar en sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu meðan á messu stendur.

Ástbjörn Egilsson, 21/10 2011

Sunnudagur 16. október

Næsta sunnudag 16. október eru tvær messur í Dómkirkjunni. Sú fyrri kl. 11, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu í umsjón þeirra Árna Gunnars og Magnúsar Jóns. Kl. 20 er síðan æðruleysismessa. sr. Anna prédikar einnig þar en sr. Karl V. Matthíasson leiðir stundina. Bræðrabandið sér um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 11/10 2011

Messa, sunnudaginn 9.október kl. 11.00

Sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Lesarar verða Eiríkur Þ. Einarsson og Karl Garðarsson. Meðhjálpari Ástbjörn Egilsson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Umsjón með því hafa Árni Gunnar Ragnarsson, Jóhanna Gísladóttir og Ólafur Jón Magnússon. Verið velkomin.

Hjálmar Jónsson, 3/10 2011

Sunnudagur 2. október

Næsta sunnudag 2. október er messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu í umsjón þeirra Árna Gunnars og Magnúsar Jóns. Að lokinni messu er kaffi í safnaðarheimilinu.

Ástbjörn Egilsson, 28/9 2011

Messa og Æðruleysi

Sunnudaginn 18. september eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 messar sr. Hjálmar Jónsson. Barn verður borið til skírnar. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagskólinn er á kirkjuloftinu á messutíma.

Kl. 20 er síðan æðruleysismessa. Sr. Karl V.Matthíasson prédikar en sr. Hjálmar Jónsson leiðir stundina. Bræðrabandið skipað þeim Herði og Birgi Bragasonum sér um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 15/9 2011

Sunnudagur 11. september

Næsta sunnudag ,11. september verður messa kl. 11.00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Fermingarbörn 2012 og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega boðin til messunnar – og til altaris.

Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Barnastarf fer fram á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Árni Gunnar Ragnarsson og Ólafur Jón Magnússon sjá um starfið í vetur og víst er að mikið fjör verður á kirkjuloftinu í vetur.

Ástbjörn Egilsson, 6/9 2011

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...