12. maí kl. 17:00 verða tónleikar í Dómkirkjunni en það er Stamsund Sangkor frá Vestvågøy i Lofoten sem heimsækir okkur. Kórinn hefur starfað í rétt um 25 ár og mun flytja fjölbreytta dagskrá á sunnudaginn. Dómkórinn tekur á móti kórnum og syngur einnig nokkur lög á tónleikunum.
Ástbjörn Egilsson, 10/5 2013
Sunnudaginn 12. maí prédikar sr. Sveinn Valgeirsson og þjónar fyrir altari í messunni kl. 11. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar
Ástbjörn Egilsson, 9/5 2013
Sunnudaginn 5. maí er messað kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Að lokinn messu fer fram aðalsafnaðarfundur í safnaðarheimilinu. Fundarefni, venjubundin aðalfundarstörf. Áður en gengið er til fundar verður borin fram súpa og brauð.
Ástbjörn Egilsson, 29/4 2013
Sunnudaginn 28. apríl messa sr. Hjálmar Jónsson kl. 11. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar sem einnig leikur á orgel.
Ástbjörn Egilsson, 23/4 2013
Sr. Sveinn Valgeirsson messar á sunnudaginn næsta 21. apríl. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu undir stjórn Árna Gunnars og Ólafs Jóns. Kl. 20 er Æðruleysismessa þar sem þeir þjóna Sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Karl V. Matthíasson. Ástvaldur Traustason leikur á píanóið.
Ástbjörn Egilsson, 17/4 2013
Næsta sunnudag 14. apríl er messa kl. 11. Sr. Leifur Ragnar Jónsson sóknarprestur á Patreksfirði prédikar en fyrir altari þjóna sr. Karl V. Matthíasson og sr. Sveinn Valgeirsson en báðir eru fyrrverandi sóknarprestar á Tálknafirði. Kór Bíldudals- og Tálknafjarðarkirkna syngur undir stjórn Marion Worthmann sem einnig leikur á orgelið. Að lokinni messu er kaffi í safnaðarheimilinu. Barnastarf á kirkjuloftinu að venju
Ástbjörn Egilsson, 9/4 2013
Næsta sunnudag 7. apríl prédikar sr. Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari í messunni kl. 11. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar sem einnig leikur á orgelið. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu að venju. Að lokinn messu er messukaffi í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar
Ástbjörn Egilsson, 2/4 2013
Skírdagur Kl. 11 fermingarmessa sr. Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson. Skírdagur kl. 20. Kvöldmessa sr. Úlfar Guðmundsson prédikar, sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Föstudagurinn langi kl. 11 messa sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Páskadagur kl. 8 hátíðarguðsþjónusta , biskup Íslands sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, Dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Messunni úvarpað kl. 11. Kl. 11 Messa sr. Hjálmar Jónsson prédikar sr. Sveinn Valgeirssson þjónar fyrir altari. Annar í Páskum kl. 11 messa ,sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Í öllum messum syngur Dómkórinn undir stjórn Kára Þormar sem einnig leikur á orgelið
Ástbjörn Egilsson, 27/3 2013
Á sunnudaginn kemur 24. mars verður fermingarmessa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson og Sr. Sveinn Valgeirsson þjóna. Fermd verða 18 ungmenni.
Dómkórinn syngur, organisti er Bjarni Jónatansson.
Ástbjörn Egilsson, 20/3 2013
Næsta sunnudag 17. mars er messa kl. 11. Sr. Kristján Björnsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum prédikar en sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu að venju.
Kl. 20 æðruleysismessa sr. Karl V. Matthíasson prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar ásamt honum. Ástvaldur Traustason sér um tónlistina.
Ástbjörn Egilsson, 14/3 2013