Fyrsta sunnudag ársins 6. janúar er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Systur úr Rebekkustúkunni Sigríði hafa það sem fastan lið í starfi sínu að mæta í messu þennan sunnudag og taka þát í guðsþjónustunni með því að lesa bænir og ritningartexta. Við bjóðum þær og alla kirkjugesti velkoma.
Ástbjörn Egilsson, 3/1 2013
Sunnudaginn 30. des. er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Hilmar Agnarsson.
Á gamlársdag kl. 18 er aftansöngur þar sem sr. Sveinn Valgeirsson prédikar en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Hilmar Agnarsson.
Nýársdag kl. 11 prédikar biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir en Dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Messunni er útvarpað að venju.
Ástbjörn Egilsson, 28/12 2012
Á aðfangadag eru 3 messur í Dómkirkjunni. Kl. 15 er dönsk guðsþjónusta sem sr. María Ágústsdóttir annast. Kári Þormar leikur á orgel, forsöngvari er Þóra Einarsdóttir. Kl. 18 er aftansöngur sem útvarpað er að venju. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar en sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Einleik á trompett leika Ásgeir Steingrímsson og Sveinn Birgisson. Kl. 23.30 er miðnæturmessa . Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur syngja. Kári Þormar leikur á orgel.
Á jóladag kl. 11 er messa þar sem biskup Íslands sr. Agnes Sigurðardóttir prédikar en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Einsöng syngur Margrét Hannesdóttir.
Annan jóladag er messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, Dómkórinn syngur organisti er Kári Þormar.
Ástbjörn Egilsson, 23/12 2012
Í kvöld kl. 22.oo heldur Dómkórinn jólatónleika í kirkjunni. Dómkórinn hefur gert það að venju að halda tónleika á þessum tíma og er upplagt fyrir fólk að koma eftir að jólaverslun lýkur í kvöld, og eiga notalega stund og hlusta á jólasöngvana. Frítt inn og allir velkomnir.
Ástbjörn Egilsson, 19/12 2012
Fjórði sunnudagur í aðventu og Þorláksmessa fara saman að þessu sinni. Messað er kl. 11 og er það sr. Sveinn Valgeirsson sem prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.Í messunni syngur einsöng Heiðdís Hanna Sigurðardóttir og einleik á básúnu leikur Haraldur Þrastarson.
Ástbjörn Egilsson, 18/12 2012
16. desember er þriðji sunnudagur í aðventu. Kl. 11 er norsk messa í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Kl. 17.oo er dagskrá undir stjórn Sveins Einarssonar leikhússtjóra. Leikhópurinn Bandamenn flytur “Lilju” Eysteins Ásgrímssonar. kl. 20 er síðan æðruleysismessa. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar en ásamt henni þjóna sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthíasson. Bræðrabandið sér um tónlistina.
Ástbjörn Egilsson, 12/12 2012
Sunnudagurinn 9. desember er annar sunnudagur í aðventu. Messað er kl. 11 og það er sr. Sveinn Valgeirsson sem prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar leikur á orgelið. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á kirkjuloftinu. Að lokinni messu er kaffi í safnaðarheimilinu
Ástbjörn Egilsson, 4/12 2012
Annan desember, fyrsta sunnudag í aðventu er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir messuna og þjónar fyrir altari. Stoppleikhópurinn flytur leikritið “Ósýnilegi vinurinn” Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Barn verður borið til skírnar. Kveikt verður á fyrsta kertinu í aðventukransinum og aðstoða börnin við það.
Kl. 20 er aðventukvöld Dómkirkjunnar. Þorsteinn Pálsson flytur hugleiðingu og KK syngur og leikur á gítarinn. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar sem einnig leikur á orgelið. Að lokinni stundinni býður kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunar, gestum í kaffi í safnaðarheimilinu
Ástbjörn Egilsson, 30/11 2012
Fræðslukvöld í safnaðarheimili Dómkirkjunnar
Starfs- og leikmannaskóli þjóðkirkjunnar býður til fræðslukvölds um helgidaga og hátíðir. Dr. Einar Sigurbjörnsson kennir um efnið, en nýlega var rit hans Embættisgjörð endurútgefið. Við sækjum kirkju á helgum dögum og hátíðum og gerum okkur dagamun heima, en hvaðan eru hefðir okkar sprottnar? Um þetta fjallar dr. Einar á námskeiðinu sem verður haldið í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Lækjargötu 14a miðvikudagskvöldið 28. nóvember 2012 kl. 18-21. Þátttaka er án endurgjalds og boðið er upp á léttar veitingar í hléi. Vinsamlegast skráið ykkur í netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is eða í síma 528 4000.
Ástbjörn Egilsson, 27/11 2012
Næsta sunnudag 25. nóvember er messað kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Hilmar Agnarsson. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á messutíma
Ástbjörn Egilsson, 22/11 2012