Dómkirkjan

 

Sígildir og seyðandi tónleikar sunnudagskvöldið 10. nóvember kl. 20:00.

Tónleikarnir eru hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks og er frítt inn. Tónleikakvöld með margslungnum meistarverkum fortíðarinnar. Nemendur frá tónlistarskólum höfuðborgarinnar leiða þig inn í leyndardóma sígildrar tónlistar.

Tónlistarskólinn í Reykjavík

F. Mendelssohn: Píanótríó Op.49 í d-moll Fyrsti þáttur: Molto allegro ed agitato

Lilja Cardew, píanó, Júnía Lín Jónsdóttir, fiðla,

 Laufey Lín Jónsdóttir, selló

 Nýi Tónlistarskólinn

 B. Britten: Foggy foggy dew

P. Tchaikovsky: Sred’ shumnogo bala

Ívar Hannes Pétursson, söngur, Bjarni Jónatansson, píanó

 B. Bartok: Dans nr.6, Six Dances in Bulgarian Rhythm

Herdís Hergeirsdóttir, píanó

Tónskóli Sigursveins

 S. Scheidt: Galliard Battaglia

Óþekktur: Song of the Rebels of Zebrzydowski

Sóley Björk Einarsdóttir, Hulda Lilja Hannesdóttir,

Bianca Rosa Roloff, trompet, Guðmundur Andri Ólafsson, horn,

Sif Þórisdóttir, básúna, Böðvar Pétur Þorgrímsson, túba

Söngskólinn í Reykjavík

 C. Schumann: Lorelei

Ljóð e. H. Heine

Kristín Einarsdóttir Mäntylä, sópran

Hólmfríður Sigurðardóttir, undirleikari

W.A. Mozart: É amore un ladroncello

aría Dorabellu úr óperunni Cosi fan tutte

Kristín Sveinsdóttir, mezzó-sópran,

Hólmfríður Sigurðardóttir, undirleikari

 Tónlistarskólinn í Grafarvogi

 G. Hermosa: Fragilissimo

Flemming Viðar Valmundsson, harmónikka.

Söngskólinn í Reykjavík

 L. Delibes: Blómadúettinn úr óperunni Lakmé

Kristín Einarsdóttir Mäntylä, sópran,

Kristín Sveinsdóttir, mezzó-sópran, Hólmfríður Sigurðardóttir, undirleikari

  Nýi Tónlistarskólinn

 F. Chopin: Polonaise op.26 nr.1

Erla Rut Árnadóttir, píanó

Söngskóli Sigurðar Dementz

 H. Sjöholm: Gabriellas sång

úr kvikmyndinni Så som i himmelen.

Íris Björk Gunnarsdóttir söngur, ásamt kvennakór

Helgi Már Hannesson, undirleikari

J. Kander og F. Ebb: Cell block tango

úr kvikmyndinni Chicago

María Björg Kristjánsdóttir, Hildur Eva Ásmunardóttir,

Íris Björk Gunnarsdóttir, söngur

Helgi Már Hannesson, undirleikari

Umsjón viðburðar:  Áslaug Einarsdóttir

Kynnir:  Sóley Anna Benónýsdóttir

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2013

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 10. nóvember kl. 11:00

Messa kl.11, sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/11 2013

Dómkórinn frumflytur Magnificat eftir Hildigunni Rúnarsdóttur laugardaginn 9. nóvember kl. 17:00

Tónlistardögum Dómkirkjunnar , sem staðið hafa yfir að undanförnu, lýkur á laugardaginn þegar kórinn frumflytur glænýtt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á tónleikum í Dómkirkjunni kl. 17  9 nóvember. Einnig verða flutt nokkur íslensk lög eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur o. fl.

Um ríflega 30 ára skeið hefur Dómkórinn staðið fyrir tónlistardögum kirkjunnar undir heitinu Soli Deo Gloria, Guði einum dýrð. Af því tilefni hafa á hverju ári verið frumflutt ný tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir kórinn eða organistann. Með þessu móti hefur drjúgur skerfur bæst við íslenska kirkjutónlist fyrir tilverknað kórsins. Að þessu sinni er það nýtt kórverk í tólf köflum, Magnificat eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

„Hildigunnur er úr þekktri tónlistarfjölskyldu í Garðabænum og hóf ung að læra á fiðlu og syngja í Skólakór Garðabæjar. Hún lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1989 með tónsmíðar sem aðalgrein. Því námi hélt hún áfram hjá prófessor Gunter Friedrichs í Hamborg og Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaupmannahöfn. Hún hefur samið margskonar tónlist, barnaóperu, dansa fyrir hljómsveit, konserta, að ógleymdum sönglögum og tónverkum. Meðal þeirra síðastnefndu má nefna messu í minningu Guðbrands Þorlákssonar fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara en um það verk sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins, Jón Ólafur Sigurðsson, meðal annars: Hildigunnur er alin upp í vönduðum kórsöng og fer það ekkert á milli mála í verkum hennar. Þekking hennar og innsæi á textanum eru auðsæ. Tónlistin í öllum sínum fjölbreytileika undirstrikar og dregur fram innihaldið sem varla verður betur gert. Þar má finna innileg ávörp og bænaráköll, blíðu og angurværð, einnig lofsöngva sem dansa af gleði í rytmískum takti. Virðuleika eins og t.d. í upphafi Gloriu og Credo sem og í upphafi og niðurlagi Sanctus með sínum dansandi Hosíanna. Nístandi pínu Jesú í trúarjátningunni og síðan angurværðina í dauðanum, mjúkt millispil sem endar í dansandi gleði upprisunnar þar sem alt og kór tilkynna undriðmeð miklum fögnuði…“

Kórstjóri á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/11 2013

Ásmundur Friðriksson gestur okkar fimmtudaginn 6. nóvember

Það eru alltaf gaman hjá okkur í opna húsinu á fimmtudögum. Á morgun fáum við góðan gest til okkar, Ásmund Friðriksson þingmann. Opið hús frá 13:30-15:30.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 6/11 2013

Orgeltónleikar Friðriks Vignis í kvöld, 5. nóvember kl. 20:00

Það voru fagrir tónar sem hljómuðu hér í morgunsárið í Dómkirkjunni, þar sem Friðrik Vignir æfði fyrir tónleikana í kvöld.  Miðverð 1000, frítt fyrir eldri borgara og börn.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2013

UNGDÓM með samveru í kvöld 4. nóvember. Sjá www.ungdomkirkjan.wordpress.com

Minni á heimasíðu UNGDÓM

ungdomkirkjan.wordpress.com

Laufey Böðvarsdóttir, 4/11 2013

Orgeltónleikar Friðriks Vignis Stefánssonar 5. nóvember kl. 20:00

Þriðjudagskvöldið 5. nóvember kl. 20:00 verður Friðrik Vignir Stefánsson með orgeltónleika í Dómkirkjunni. Hann mun leika verk eftir Bruhns, Bach og Boellmann. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/11 2013

Allraheilagramessa og 120 ára minning Páls Ísólfssonar

Sunnudaginn 3. nóvember kl. 11.00 verður Allraheilagramessa  og minnst verður að 120 ár eru frá fæðingu Páls Ísólfssonar dómorganista. Sr. Karl V. Matthíasson prédikar og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Messukaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2013

UNGDÓM í kvöld og fermingarbörnin á leið í Vatnaskóg á morgun 29. október

UNGDÓM samvera mánudagskvöldið 28. október frá 19:30- 21:00. Á morgun fara fermingarbörnin ásamt sr. Önnu Sigríði og æskulýðsleiðtogunum okkar Ólafi Jóni og Sigurði í Vatnaskóg og gista þar eina nótt. Það verða skemmtilegir og fræðandi dagar í sveitasælunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/10 2013

Tónlistardagar Dómkirkjunnar 2013

Hátíðarmessa 27. október kl. 11:00 Fluttir verða þættir úr Magnificat eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

Fyrirhuguðum tónleikum Kammerkórs Dómkikjunnar sem vera áttu 30. október er frestað um óákveðinn tima.

B. Britten – Hymn to St. Cecilia ásamt íslenskri kórtónlist

Blítt er undir björkunum – Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur 1. nóvember  kl. 20:30. Páll Ísólfsson 120 ára afmælistónleikar

Allraheilagramessa – 120 ára minning Páls Ísólfssonar  3. nóvember kl. 11.00

Orgeltónleikar Friðriks Vignis Stefánssonar  5. nóvember kl. 20:00. Verk eftir: Bruhns, Bach og Boellmann.

Lokatónleikar – Dómkórinn í Reykjavík – íslensk kórtónlist – 9. nóvember kl. 17:00. Frumflutningur á Magnificat eftir Hildigunni Rúnarsd

Laufey Böðvarsdóttir, 25/10 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS