Dómkirkjan

 

Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 26. júní kl. 11. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/6 2016

Vindhemskórinn frá Uppsölum, Svíþjóð heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík 24. júní kl 15:00-15:45 – Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis

Tónleikar kórsins spanna yfir bæði veraldlega og kirkjulega tónlist frá Norður-löndunum og Evrópu allt frá fimmtándu öld til okkar daga. Kórinn mun einnig syngja Afró-ameríska tónlist eftir Duke Ellington, Oskar Peterson og fleiri.

Stutt kynning
Heimkynni kórsins er Vindhemskirkjan í Uppsölum. Kórinn var stofnaður 1962, en Peter Melin hefur stjórnað honum frá 1996. Með frá Uppsölum eru einnig Anders Bromander, sem píanisti og Karin Parkman, sem þverflautuspilari, en bæði eru þau velkunnug kórnum sem undirleikarar og Anders einnig sem tónskáld.
Heima fyrir syngur kórinn reglulega við messur, en tekur einnig þátt í flutningi stærri verka fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Efnisskráin inniheldur kirkjutónlist, stærri kórverk, norræna kórlyrik, en einnig gospel og djass. Nýlega hefur kórinn flutt Orff: Carmina Burana, G. F. Händel: Messiah, J. S. Bach: The Passion of St John, Y. Pontvik: Mångfaldsmässa (messa með innblástur af suðuramerískum töktum) og Duke Ellington: Sacred Concert (í samvinnu við Uppsala University Jazz Orchestra).

Peter Melin, kórstjóri
Fyrir utan Vindhemskórinn stjórnar Peter tveimur öðrum kórum “Vokalensemblen Uppslaget” og “Enköpings Kammarkör”. Vindhemskórinn og þessir kórar hafa stundum fært upp stærri verk í samvinnu.

Karin Parkman, þverflauta
Sóloflautuleikari, tónmenntakennari og kórstjóri.

Anders Bromander, píanó
Organisti, píanóleikari og tónskáld.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/6 2016

Kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag í Dómkirkjunni. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í kvöld kl. 20.30 til 21.00. Verið öll hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/6 2016

Tinna Björk var fermd í Dómkirkjunni, hamingjuóskir til hennar og fjölskyldunnar.

    13445223_10209828162963182_691126583824642083_n

Laufey Böðvarsdóttir, 21/6 2016

Þeir voru fínir og þjóðlegir þessir ungu herramenn sem mættu til messu í Dómkirkjunni á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Albert, Bergþór og Bragi Bergþórsson, en hann söng einsöng við athöfnina og gerði það með miklum sóma.Óskum ykkur öllum gleðilegrar þjóðhátíðar.

IMG_4004

Laufey Böðvarsdóttir, 17/6 2016

Messa 19. júní kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/6 2016

Kyrrðarstund í hádeginu í dag 14. júní í Dómkirkjunni, hádegisverður og samvera í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Bach tónleikar í kvöld kl. 20;30 -21:00. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/6 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 12. júní, séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/6 2016

Karl Sigurbjörnsson, biskup tók á móti góðum gestum úr frímúrarareglunni Fjölni og fræddi um muni og sögu Dómkirkjunnar. Takk fyrir komuna.

IMG_3148IMG_3160

Laufey Böðvarsdóttir, 6/6 2016

Vindhemskórinn frá Uppsölum, Svíþjóð heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík 24. júní kl 15:00-15:45

Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis

Tónleikar kórsins spanna yfir bæði veraldlega og kirkjulega tónlist frá Norður-löndunum og Evrópu allt frá fimmtándu öld til okkar daga. Kórinn mun einnig syngja Afró-ameríska tónlist eftir Duke Ellington, Oskar Peterson og fleiri.

Stutt kynning
Heimkynni kórsins er Vindhemskirkjan í Uppsölum. Kórinn var stofnaður 1962, en Peter Melin hefur stjórnað honum frá 1996. Með frá Uppsölum eru einnig Anders Bromander, sem píanisti og Karin Parkman, sem þverflautuspilari, en bæði eru þau velkunnug kórnum sem undirleikarar og Anders einnig sem tónskáld.
Heima fyrir syngur kórinn reglulega við messur, en tekur einnig þátt í flutningi stærri verka fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Efnisskráin inniheldur kirkjutónlist, stærri kórverk, norræna kórlyrik, en einnig gospel og djass. Nýlega hefur kórinn flutt Orff: Carmina Burana, G. F. Händel: Messiah, J. S. Bach: The Passion of St John, Y. Pontvik: Mångfaldsmässa (messa með innblástur af suðuramerískum töktum) og Duke Ellington: Sacred Concert (í samvinnu við Uppsala University Jazz Orchestra).

Peter Melin, kórstjóri
Fyrir utan Vindhemskórinn stjórnar Peter tveimur öðrum kórum “Vokalensemblen Uppslaget” og “Enköpings Kammarkör”. Vindhemskórinn og þessir kórar hafa stundum fært upp stærri verk í samvinnu.

Karin Parkman, þverflauta
Sóloflautuleikari, tónmenntakennari og kórstjóri.

Anders Bromander, píanó
Organisti, píanóleikari og tónskáld.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/6 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS