Dómkirkjan

 

Tónleikar

Nýr Dómkór heldur tónleika

Fyrstu tónleikar nýs Dómkórs verða haldnir sunnudaginn 14. nóvember kl. 20 í Dómkirkjunni. Sérstakur gestur verður einn fremsti baritonsöngvari okkar Íslendinga og fyrrum Dómkórsfélagi, Hrólfur Sæmundsson. Hann hefur nýverið slegið í gegn í stórum hlutverkum í Þýskalandi, nú síðast í titilhlutverkinu í Évgení Onegin eftir Tjækovskí. Lesa áfram …

Ástbjörn Egilsson, 11/11 2010

Sunnudagur 7. nóvember-Allra heilagra messa

Helgistundir  sunnudagsins eru tvær sú fyrri, messa hefst  kl. 11. Þá mun sr. Hjálmar Jónsson predika og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar dómorganisti. Að lokinni messu er kaffi í safnaðarheimilinu.
Kl. 20 er minningarstund um látna ástvini. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Prestar dómkirkjunnar sr. Hjálmar og sr. Anna Sigríður eru með upplestur og fyrirbæn.

Ástbjörn Egilsson, 4/11 2010

Messa sunnudaginn 31. október

Í messunni næsta sunnudag sem er 22. sd. eftir þrenningarhátíð prédikar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Organisti er Kári Þormar og meðhjálpari Ástbjörn Egilsson. Í messuna er sérstaklega boðið fermingarbörnum og foreldrum þeirra og munu þau taka þátt í messunni . Barnastarfið er á kirkjuloftinu að venju.

Ástbjörn Egilsson, 28/10 2010

Heimsókn frá Færeyjum

Biskup Færeyja Jógvan Fríðriksson er í heimsókn hér á landi. Í kvöld verður hann með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Með honum í för verða sr. Heri Joensen, sóknarprestur í Vesturkirkjunni í Þórshöfn, og þrír fulltrúar í kirkjuráði færeysku Þjóðkirkjunnar.Að lokinn guðsþjónustinn er kaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í boði Færeyingafélagsins. Allir hjartanlega velkomnir.

Ástbjörn Egilsson, 25/10 2010

Messa sunnudaginn 24. október

Anna Sigríður Pálsdóttir

Anna Sigríður

Í messu sunnudagsins 24. október prédikar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Organisti er Kári Þormar,Sönghópur úr Dómkórnum syngur. Meðhjálpari er Ólöf Guðrún Helgadóttir. Barnastarfið á kirkjuloftinu verður í umsjá Móeiðar Júníusdóttur.

Ástbjörn Egilsson, 23/10 2010

Fundur með foreldrum fermingarbarna

Næsta sunnudag prédikar sr. Þorvaldur Víðisson í messu kl. 11. Að lokinni messu verður fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Rætt verður um fermingarfræðsluna og dagskrána eftir áramót. Að lokinni messu er stuttur fundur með fermingarbörnum

Ástbjörn Egilsson, 19/11 2009

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...