Dómkirkjan

 

Sunnudagur 13.febrúar

Sunnudagurinn 13.febrúar er 6.sd. eftir þrettánda. Í messu kl. 11 prédikar sr. Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari. Við fáum góða heimsókn,en kór Átthagafélags Strandamanna syngur í messunni. Lesarar eru Guðrún Steingrímsdóttir og Elva Rós Hrafnsdóttir. Stjórnandi kórsins er Krisztina Szklenár, Kári Þormar leikur á orgelið. Að lokinni messu er kaffi í safnaðarheimilinu.

Ástbjörn Egilsson, 9/2 2011

Sunnudagur 6.janúar

Næsti sunnudagur, 6.janúar er 5.sd. eftir þrettánda samkvæmt kirkjuárinu. Kl. 11 þann dag  messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Um leið og við bjóðum fólk velkomið til messunnar viljum við minna á bænastundir kl. 12.10 á þriðjudögum og svo kvöldkirkjuna kl. 20 á fimmtudögum.

Ástbjörn Egilsson, 4/2 2011

Sunnudagur 30.janúar

Á sunnudaginn 30.janúar er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 27/1 2011

Sunnudagur 23. janúar

Næsta sunnudag þann 23. janúar er messað kl. 11 í Dómkirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar leikur á orgelið. Við fáum góða heimsókn þar sem skólakór Kársnesskóla syngur undir stjórn okkar ástkæru Þórunnar Björnsdóttur. Að lokinni messu er kirkjugestum boðið í messukaffi í safnaðarheimilinu.

Ástbjörn Egilsson, 20/1 2011

Sunnudagur 16.janúar

Messur sunnudagsins eru tvær. Kl. 11 messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Kl. 20 er síðan fyrsta æðruleysismessa ársins. sr.Karl V. Matthíasson prédikar en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir  leiðir okkur í bæn. Þeir bræður Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina að venju.

Ástbjörn Egilsson, 12/1 2011

Sunnudagur 9.janúar

Sunnudaginn 9.janúar er messað kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Sú venja hefur skapast kjá félögum í Rebekkustúkunni Sigríði IOOF, að koma til kirkju þennan sunnudag kirkjuársins. Þær munu að venju flytja ritningartexta dagsins. Við fögnum komu þeirra.

Í messunni verður frumfluttur nýr sálmur. Páll Ragnar Pálsson tónskáld hefur samið lag við texta sr. Hjálmars Jónssonar. Tui Hirv eiginkona Páls Ragnars  mun syngja sálminn sem sr, Hjálmar hefur nefnt “Við skírnarfontinn” en Tui sem er frá Eistlandi var einmitt skírð í Dómkirkjunni sl. vor.

Ástbjörn Egilsson, 7/1 2011

Staða miðborgarprests lögð niður

Staða miðborgarprests var lögð niður nú um áramótin. Henni hefur gegnt séra Þorvaldur Víðisson frá því til hennar var stofnað sem samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Dómkirkjunnar. Það samkomulag var gert haustið 2006 og jafnan til árs í senn. Um þetta samstarf hefur ríkt góð samstaða og ánægja allra aðila.

Ástæða þess að ekki er nú lengur fært að halda stöðunni eru eingöngu fjárhagslegs eðlis.

Hlutverk miðborgarprests var ýmis kirkju- og félagsþjónusta við stofnanir og samtök í miðborginni að hálfu og að hinu leytinu barna- og æskulýðsstarf við Dómkirkjuna.

Séra Þorvaldur hefur sinnt hvoru tveggja af lipurð og trúmennsku. Honum eru þökkuð störfin og óskað góðs gengis í þeim störfum sem bíða hans.

Hjálmar Jónsson, 3/1 2011

Gamlársdagur/Nýársdagur

Á gamlársdag 31. desember  er aftansöngur kl. 18.00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Örn Magnússon.

Á nýársdag er hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Þar prédikar biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Allansson. Útvarpað verður frá guðsþjónustunni.

2. Janúar er síðan messa kl. 11 þar sem sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar.

Ástbjörn Egilsson, 28/12 2010

Gleðileg jól

Prestar Dómkirkjunnar sóknarnefnd og starfsfólk sendir  sóknarbörnum og landsmönnum öllum innilegar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Ástbjörn Egilsson, 24/12 2010

Messur um jólin

Messuhald í Dómkirkjunni er hefðbundið og í föstum skorðum um jól sem endranær.  Á aðfangadag er dönsk messa kl. 15. Þar prédikar Þórhallur Heimisson eins og hann hefur gert í mörg undanfarin ár. Bergþór Pálsson syngur einsöng og Kári Þormar leikur á orgelið. Kl. 18 er síðan aftansöngur. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Einleik á trompetta leika þeir Ásgeir H. Steingrímsson og Jóhann Stefánsson. Útvarpað verður frá aftansöngnum að venju. Kl. 23.30 er Náttsöngur eða miðnæturmessa. Biskupinn yfir Íslandi hr. Karl Sigurbjörnsson prédikar. Nær eitt hundrað manna kór úr Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttir syngur,organisti er Kári Þormar.

Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Annan dag jóla prédikar sr. Þorvaldur Víðisson í guðsþjónustu kl. 11. Kári Þormar leikur á orgelið,Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.

Ástbjörn Egilsson, 21/12 2010

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS