Dómkirkjan

 

Djáknavígsla sunnudaginn 29. september

Djáknavígsla fer fram í Dómkirkjunni  kl. 11. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir mun vígja Hólmfríði Ólafsdóttur til djáknaþjónustu í Bústaðasókn. Vígsluvottar verða: Séra Anna Sigríður Pálsdóttir Dómkirkjuprestur, sem jafnframt þjónar fyrir altari, Árni Sigurjónsson, formaður sóknarnefndar Bústaðasóknar, Rut G. Magnúsdóttir, formaður Djáknafélags Íslands og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Sunnudagskólinn er á sama tíma á kirkjuloftinu.

Kolaportsmessa kl. 14:00

Ástbjörn Egilsson, 26/9 2013

Sunnudagurinn 22. september

Næsta sunnudag 22. september predikar sr. Sveinn Valgeirsson og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Bjarni Jónatansson. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á sama tíma.

Ástbjörn Egilsson, 18/9 2013

Sunnudagurinn 15. september

Kl. 11 messa sr. Hjálmar Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu á sama tíma. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.

Kl. 20 æðruleysismessa sr. Karl V. Matthíasson, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna, Ástvaldur Traustason sér um tónlist.

 

Ástbjörn Egilsson, 9/9 2013

Sunnudagurinn 8. september

Næsta sunnudag 8. september messar sr. Hjálmar Jónsson kl. 11. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á messutíma. Dómkórinn syngur,organisti er Kári  Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 3/9 2013

Prests- og djáknavígsla

Sunnudaginn 1. september kl. 14 vígir biskup Íslands þær cand.theol. Sigríði Rún Tryggvadóttur til prestsstarfa í Egilsstaðaprestakalli og Margréti Gunnarsdóttur til djáknaþjónustu í Bessastaðasókn. Vígsluvottar verða Sr. Gísli Gunnarsson, Guðný Bjarnadóttir djákni, sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sr. Jóhanna Sigmarsdóttir, sr. Sigrún Óskarsdóttir og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir sem einnig þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 27/8 2013

Messa og sunnudagaskóli 1. sept.

Kl. 11 messa sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sr. Anna snýr nú aftur eftir eins árs þjónustu á Eyrarbakka. Við fögnum endurkomu hennar og bjóðum hana velkomna. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.

Þessi sunnudagur markar upphaf barnastarfsins eða Sunnudagskólans sem er að venju á messutíma. Börnin byrja í krkjunni en fara síðan á kirkjuloftið með sínum æskulýðsleiðtoga  sem verður sem fyrr Ólafur Jón Magnússon guðfræðinemi.

Ástbjörn Egilsson, 27/8 2013

Sunnudagurinn 24. ágúst

Næsta sunnudag 24. ágúst prédikar sr. Sveinn Valgeirsson og þjónar fyrir altari. Þetta verður síðasta messa sr. Sveins sem verið hefur starfandi við Dómkirkjuna frá 1. september 2012. Sr. Sveini eru þökkuð góð störf og viðkynning og honum og fjölskyldu hans óskað velfarnaðar. Dómkórinn syngur í messunni og organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 21/8 2013

Fermingarnámskeið hefst

Sunnudaginn 18. ágúst er messa kl. 11. Fermingarbörnum vetrarins og foreldrum er sérstaklega boðið til messunnar en hún markar upphaf fermingarstarfsins. Að lokinni messu verður haldinn fundur um starfið í vetur. Á mánudeginum mæta börnin síðan í safnaðarheimilið kl. 9 og eins á þriðjudag og miðvikudag og eru til kl. 12. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir messuna en sr. Sveinn Valgeirsson þjónar einnig. Dómkórinn syngur,organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

Ástbjörn Egilsson, 9/8 2013

Sunnudagur 11. ágúst

Næsta sunnudag 11. ágúst er messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur.

Kl. 20 er  “Regnbogamessa”. Sr. Hjálmar Jónsson sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Sigríður Guðmarsdóttir þjóna.

Ástbjörn Egilsson, 7/8 2013

4. ágúst

Næsta sunnudag 4. ágúst er messað kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur organisti er Kári þormar.

Ástbjörn Egilsson, 31/7 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Þriðjudagur

- 12:10 Hádegisbæn
- 20:20 Bach-tónleikar

Dagskrá ...