Dómkirkjan

 

Helgi Skúli, Ágústa og Dagbjört.

024

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2014

Kyrrðarbæn í dag, miðvikudag kl. 17:30

Kyrrðarbæn í dag, miðvikudag kl. 17:30 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2014

Opna húsið verður næst fimmtudaginn 8. maí

Opna húsið verður ekki á sumardaginn fyrsta né 1. maí. Sjáumst 8. maí og minni á sumarferðina sem  farin verður 22. maí

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2014

Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur verður gestur okkar á prjónakvöldinu, 22. apríl

Minni á prjónakvöldið í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 22 apríl. Við byrjum um kl. 19, góð súpa og kaffi. Við fáum góðan gest í heimsókn Helga Skúla Kjartansson, sagnfræðing. Helgi Skúli er hafsjór af fróðleik og skemmtilegur. Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir. Þess má geta að nokkrar kirkjukonur sjá um veitingarnar á þessum kvöldum og selja þær á vægu verði, en innkoman fer í viðhaldssjóð. Þannig í vor verðum þessum peningum varið í eitthvað gott fyrir kirkjuna okkar fallegu.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2014

Bænastundin í hádeginu á  morgun, þriðjudag 22. apríl verður í safnðarheimilinu ekki í kirkjunni ens og vanalega.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2014

Dómkórinn á páskadagsmorgni. Kórfélagar kampakátir með stjórnanda sínum Kára Þormar. Dómkórinn syngur líka í dag, 21. apríl við messuna kl 11. Sr. Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari.

IMG_0743

Í dag,  21. apríl er messa kl. 11 séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Dómkórinn í Reykjavík var stofnaður árið 1978 af Marteini H. Friðrikssyni sem stjórnaði honum þar til hann lést í ársbyrjun 2010. Þá um sumarið tók núverandi dómorganisti, Kári Þormar, við kórnum. Dómkórinn annast messusöng í Dómkirkjunni. Í kórnum syngja um fjörutíu manns og hefur hann gefið út nokkra hljómdiska og haldið fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Öll helstu tónskáld Íslands, auk nokkurra útlendra, hafa samið tónverk fyrir kórinn í tilefni af Tónlistardögum Dómkirkjunnar sem haldnir hafa verið á hverju hausti frá árinu 1982. Auk þess hefur kórinn tekist á við ýmis stórvirki tónbókmenntanna og má þar nefna Þýska sálumessu Jóhannesar Brahms, Jólaóratoríu Jóhanns Sebastians Bach og Requiem Wolfgangs Amadeusar Mozart.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2014

Gleðilega páska, fallegur og góður dagur.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biksup Íslands prédikaði árla morguns við hátíðarguðþjónustu, sr. Anna og Sr. Hjálmar þjónuðu. Messa var einnig kl. 11 og þá prédikaði séra Hjálmar og fermdi tvö börn. Fagur var söngur Dómkórins og sem söng við báðar messurnar og Kári var organisti. Dómkórinn var með sitt árlega veisluborð á kirkjuloftinu og þar ríkti gleði. Þökkum öllum fyrir góðan dag og óskum fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju.

Páskadagur 042

 

Páskadagur 067

 

 

Páskadagur 061 

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2014

Frændsystkinin, Konráð Kárason Þormar og Þula Guðrún Árnadóttir voru fermd í dag, hjartanlega til hamingju kæru fermingarsystkin.

Páskadagur 102Páskadagur 096

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2014

Gleðin ríkjandi hjá fermingarstúlkunum.

IMG_0923IMG_0908

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2014

Gleðilega páska

Páskadagur 20.apríl

Hátíðarmessa kl. 08 frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar, séra Hjálmar Jónsson og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti.

Hátíðarmessa kl. 11 Sr. Hjálmar jónsson prédikar og þjónar. Fermd verða þau Konráð Kárason Þormar og Þula Guðrún Árnadóttir. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. 

Annan dag páska  21. apríl er messa kl. 11 séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...