Sr. Hjálmar Jónsson, sóknarprestur er í veikindaleyfi til 1. mars. Hann er á góðum batavegi og biður fyrir góðar kveðjur. Hjálmar kemur tvíefldur til leiks með hækkandi sól og sendum við honum bestu óskir um áframhaldandi góðan bata.
Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2014
Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup leiðir bænastundina á morgun 21. janúar.
Að bænastund lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Stundin er öllum opin og er góður vettvangur til samfélags og fyrirbæna. Fyrirbænir má senda á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520-9700.
Góð samvera með góðu fólki, verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/1 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 20/1 2014
Nú er komið að því, prjónakaffi á nýju ári þriðjudagskvöldið 28. janúar kl. 19:00.
Súpa og kaffi á góðu verði.
Allir velkomnir, karlar, konur, ungir sem aldnir. Það þarf ekki að hafa neitt á prjónunum, bara mæta, því maður er manns gaman ;-)
Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/1 2014
Sunnudaginn, 19. janúar messa kl. 11 sr Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Sigurðar Jóns og Ólafs Jóns. Fermingarbörn og foreldrum/forráðamönnum þeirra sérstaklega boðin. Börnin munu taka virkan þátt í messunni, taka á móti kirkjugestum og lesa lestra dagsins. Eftir messu verður fundur með fermingarbörnunum og foreldrum í safnaðarheimilinu Þar verður rætt um væntanlegar fermingar og málefni unglinganna og séra Anna Sigríður Pálsdóttir, mun fjalla um meðvirkni.
Æðruleysismessa kl. 20 sr Anna Sigríður og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna. Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2014
Það er hægt að panta minningarkort Líknarsjóðs Dómkirkjunnar með því að hringja í síma 520-9700.
Laufey Böðvarsdóttir, 16/1 2014
Það verður kátt í safnaðarheimilinu á morgun fimmtudag þegar Opna húsið byrjar aftur eftir jólafrí, vinafundur á nýju ári.
Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup ætlar að segja okkur áhugaverðar og skemmtilegar sögur. Daddý verður með eitthvað gómsætt með kaffinu, allir hjartanlega velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/1 2014
Nú eru aftur fáanleg hálsmen með Dómkirkjukrossinum. Kross þessi tengir þann sem hann ber við eitt helgasta altari kristinnar kirkju á Íslandi, helgað bænum kynslóðanna sem hafa komið í Dómkirkjuna í áranna rás.
Allur ágóði af sölu þessa kross rennur í Hjálparsjóð Dómkirkjunnar.
Nánari upplýsingar gefur Laufey í síma 520-9702 eða 898-9703.
Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2014
Á morgun er bænastund kl. 12:10. Að bænastund lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Stundin er öllum opin og er góður vettvangur til samfélags og fyrirbæna. Fyrirbænir má senda á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520-9700. Góð samvera með góðu fólki, verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/1 2014
Á morgun, 13. janúar, hefst Ungdóm (Unglingastarf Dómkirkjunnar) að nýju eftir stutt jólafrí. Ungdóm-samverur eru einu sinni í viku í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a kl. 19:30-21:00 og eru skemmtileg blanda af leikjum og hressri dagskrá sem endar með stuttri helgistund. Allir krakkar í 8.-10. bekk eru velkomnir en á morgun verður actionarykvöld Dagskrá vorsins er að finna hér: http://ungdomkirkjan.wordpress.com/dagskra/
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2014