Mikið vorum við heppin með veðrið í haustferðinni okkar, dásamleg samvera með skemmtilegu fólki. Fengum frábærar móttökur í Hafnarfjarðarkirkju, séra Þórhildur fræddi okkur um kirkjuna og bauð til veislu. Byggðasafn Hafnarfjarðar er vandað, góðar móttökur þar og allt þar til fyrirmyndar. Loks áðum við í Hliði á Álftanesi. Kaffi, kökur, hlýjar móttökur og hafið fagra. Heiðurshjónin séra Jakob Ágúst og Auður fögnuðu 49 ára brúðkaupsafmæli i gær og heilla- og blessunaróskir fengu þau frá vinum þeirra í Dómkirkjunni. Þökkum ykkur öllum fyrir samveruna og gestgjöfunum höfðinglegar móttökur. Einnig Karli biskup fyrir skemmtilega og fræðandi fararstjórn.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/10 2017









