Dómkirkjan

 

Messa kl. 11 sunnudaginn 12. júní, séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/6 2016

Karl Sigurbjörnsson, biskup tók á móti góðum gestum úr frímúrarareglunni Fjölni og fræddi um muni og sögu Dómkirkjunnar. Takk fyrir komuna.

IMG_3148IMG_3160

Laufey Böðvarsdóttir, 6/6 2016

Vindhemskórinn frá Uppsölum, Svíþjóð heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík 24. júní kl 15:00-15:45

Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis

Tónleikar kórsins spanna yfir bæði veraldlega og kirkjulega tónlist frá Norður-löndunum og Evrópu allt frá fimmtándu öld til okkar daga. Kórinn mun einnig syngja Afró-ameríska tónlist eftir Duke Ellington, Oskar Peterson og fleiri.

Stutt kynning
Heimkynni kórsins er Vindhemskirkjan í Uppsölum. Kórinn var stofnaður 1962, en Peter Melin hefur stjórnað honum frá 1996. Með frá Uppsölum eru einnig Anders Bromander, sem píanisti og Karin Parkman, sem þverflautuspilari, en bæði eru þau velkunnug kórnum sem undirleikarar og Anders einnig sem tónskáld.
Heima fyrir syngur kórinn reglulega við messur, en tekur einnig þátt í flutningi stærri verka fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Efnisskráin inniheldur kirkjutónlist, stærri kórverk, norræna kórlyrik, en einnig gospel og djass. Nýlega hefur kórinn flutt Orff: Carmina Burana, G. F. Händel: Messiah, J. S. Bach: The Passion of St John, Y. Pontvik: Mångfaldsmässa (messa með innblástur af suðuramerískum töktum) og Duke Ellington: Sacred Concert (í samvinnu við Uppsala University Jazz Orchestra).

Peter Melin, kórstjóri
Fyrir utan Vindhemskórinn stjórnar Peter tveimur öðrum kórum “Vokalensemblen Uppslaget” og “Enköpings Kammarkör”. Vindhemskórinn og þessir kórar hafa stundum fært upp stærri verk í samvinnu.

Karin Parkman, þverflauta
Sóloflautuleikari, tónmenntakennari og kórstjóri.

Anders Bromander, píanó
Organisti, píanóleikari og tónskáld.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/6 2016

Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng við messuna á sjómannadaginn og Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar

Á Sjómannadaginn sem er annar sunnudagur eftir Þrenningarhátíð er messa kl. 11. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Hjálmar þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/5 2016

Það var skemmtileg vorferðin okkar, þó ekki kæmust við til Eyja vegna bilunar í Herjólfi. Fengum ljómandi góða kjötsúpu á veitningastað í gamla pósthúsinu á Hvolsvelli, þar er líka listagallerí sem gaman er að skoða. Fórum á Sögusetrið á Hvolsvelli og saumuðum nokkur spor í Njálurefilinn. Þetta er merkilegt verkefni, en þarna er verið að sauma Njáls sögu á 90 m langan refil. Fengum leiðsögn, fræðslu og góðar móttökur. Einnig fórum við í Odda, þar sem séra Elína Hrund tók á móti okkur, nutum þess að borða nesti, sem Jóna Matthildur bauð uppá úti í góða veðrinu Karl biskup var fararstjóri og þökkum við honum og ykkur öllum fyrir samveruna og öllu þessu góða fólki sem við hittum. Opna húsið byrjar svo aftur í haust, en kyrrðarstundirnar á þriðjudögum halda áfram í allt sumar. Á sunnudaginn prédikar og þjónar séra Hjálmar Jónsson í messu kl. 11. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

DSC04022DSC04014-2preview-2DSC04009

13227164_10206190834749151_5173386446271033864_n

DSC04040

DSC04055

>

DSC04041-1

preview-413240163_10206190857149711_1016919238537109080_n

Laufey Böðvarsdóttir, 25/5 2016

Dómkórinn með vortónleika í Landakotskirkju kl. 20 miðvikudagskvöldið 25. maí. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 25/5 2016

Til fermingarbarna vorið 2017 og forráðamanna þeirra.

Til fermingarbarna vorið 2017 og forráðamanna þeirra.

Hvað getur maður vitað um Guð?

Hvað er trú?

Hver er ég?

Er tilgangur með lífinu?

Hvernig get ég haft góð áhrif á samfélagið sem ég lifi í?

Þetta eru stórar spurningar og ekkert víst að við getum svarað þeim í eitt skipti fyrir öll. En það getur verið gott og gagnlegt að velta þeim fyrir sér og það ætlum við að gera í fermingarfræðslu Dómkirkjunnar næsta vetur, auk margs annars.

Þar ert þú velkomin(n).

Fermingarfræðsla vetrarins 2016-2017 hefst með messu þann 4. september kl. 11:00 og fundi með fermingarbörnum og forráðamönnum að messu lokinni. Athugið að ekkert námskeið verður haldið vikuna fyrir upphaf grunnskólans líkt og verið hefur undanfarin ár en hins vegar munum við hittast vikulega í vetur.
Að öllum líkindum fer kennslan fram eftir skóla á miðvikudögum, en það verður þó kannað á haustfundinum hvort sá tími hentar börnunum best.

Fermt verður á pálmasunnudag, skírdag og hvítasunnu en þeir hátíðisdagar falla á 9. apríl, 13. apríl og 4. júní.

Þau börn sem hyggjast taka þátt í fermingarfræðslunni eru vinsamlegast beðin að skrá þátttöku sína á netfanginu

domkirkjan@domkirkjan.is

Við hlökkum til að hitta ykkur í haust.

Með góðri kveðju

Hjálmar Jónsson
Karl Sigurbjörnsson
Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 23/5 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 22. maí Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/5 2016

Vorferðin verður til Vestmannaeyja, fimmtudaginn 19. maí farið af stað kl. 9:00. Karl Sigurbjörnsson, biskup verður fararstjóri. Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 898-9703 fyrir þriðjudagskvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2016

Á annan í hvítasunnu er messa kl. 11 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar er organisti og Dómkórinn syngur. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...