Dómkirkjan

 

Séra Sveinn prédikar og þjónar við messuna sunnudaginn 19. mars, sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.

Ágætu vinir, gaman væri að sjá ykkur

 
Þó allt breytist hratt í miðborginni og gamla Reykjavík gangi í endurnýjun lífdaga þá stendur hin 220 ára gamla Dómkirkja á sínum stað og djúpum rótum í þúsund ára órofa samhengi hér.
Kyrrð og fegurð helgidómsins umvefur hvern þann sem þar kemur inn til helgra stunda í einrúmi eða í samfélagi safnaðarins. Bænastundir alla þriðjudaga kl. 12 og messur alla sunnudaga kl. 11.
 
Á miðvikudagskvöldum alla föstuna eru námskeið í Safnaðarheimilinu kl. 18 – 21, sem nefnist Samtal um trú. Að þessu sinni verður rætt um Lúther og siðbótina. Næsta samvera er á morgun, miðvikudag kl. 18, þá mun Karl biskup ræða um Gissur Einarsson og siðbótina.  Boðið verður upp á léttan málsverð við vægu verði. Fyrirlesarar verða Karl biskup,sr Sveinn, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
 
Safnaðarheimilið á horni Vonarstrætis og Lækjargötu býður líka upp á opið hús á fimmtudögum kl.13.30. Þar er ríkulegt kaffiborð og fræðandi fyrirlestrar og skemmtilegt samfélag.
Fimmtudaginn 16. mars mun Elísabet Brekkan segja okkur kjaftasögur af kóngafólki.
23. mars Unnur Halldórsdóttir, skemmtisögur og vísur
30. mars Helgi Skúli Kjartansson
6. apríl Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins
27. apríl Karl biskup um Geir Vídalín
4. maí Þorvaldur Friðriksson Jón Indíafari
11. maí vorferð
 
Prjónakvöld mánudaginn 27. mars kl. 19
 
Laugardaginn, 25. mars, kl. 9 – 16, mun Karl biskup leiða kyrrðardag með íhugunum í Safnaðarheimilinu.  Dómkirkjan er á sínum stað, fastur punktur í iðuköstum umbreytinganna í miðborginni okkar. Þar ert þú alltaf velkomin(n)!.
Skráning á kyrrðardaginn laufey@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017

 Hittumst heil í Dómkirkjunni á morgun sunnudag kl. 11.
Mynd frá Karl Sigurbjörnsson.
Karl Sigurbjörnsson

Undirbý messu morgundagsins, þakklátur fyrir að fá enn einu sinni að hitta börn og fullorðna sem unna húsi Guðs – og njóta þess að horfa á heiminn gegnum kirkjuglugga!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2017

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar við messu sunnudaginn 12. mars kl. 11. Sunnudagaskólinn í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Bílastæði gengt Þórshamri. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2017

Á morgun, miðvikudag er Samtal um trú í safnaðarheimilinu frá kl. 18. Séra Sveinn Valgeirsson fjallar um Lúther og barnafræðsluna. Léttur kvöldverður verður og umræður. Á fimmtudaginn fáum við Björn Jón Bragason sem gest í Opna húsið kl. 13.30. Verið hjartanlega velkomin. Hér eru myndir frá Opna húsinu í síðustu viku. Þökkum þessum góðu gestum fyrir komuna.

IMG_1771 IMG_1777 IMG_1776

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2017

Í nóvember í fyrra kom út platan Epicycle með Gyðu Valtýsdóttur. Útgáfutónleikar hennar verða föstudaginn 3. mars nk. í Dómkirkjunni kl. 21:00. Flytjendur á tónleikum: Gyða Valtýsdóttir, selló – söngur Shahzad Ismaily, gítar Julian Sartorius, trommur Júlía Mogensen: kristalsglös Frank Aarnink: kristalsglös, zithar, slagverk o.fl. Óli Björn Ólafsson: kristalsglös, slagverk Kristín Anna og Ásthildur Valtýsdætur, söngur Kórus Á plötunni Epicycle má m.a. finna elsta skráða tónverk sögunnar, Grafskrift Seikilosar, en einnig nýrri verk eftir þekkt tónskáld á borð við Messiaen, Prokofiev, Crumb og Schumann. Gyða tekur fyrir hin ýmsu verk sem hafa sérstakt gildi fyrir hana og flytur þau eftir sinni eigin persónulegu túlkun.

Gyða útgáfutónleikargyda-selloAta

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2017

Opna húsið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, fimmtudag kl. 13.30. Verið hjartanlega velkomin Karl biskup les ljóð og gestur okkar er Halla Kjartansdóttir. Veislukaffi hjá Ástu okkar, en hún á afmæli. Dagskráin: 2. mars Halla Kjartansdóttir: Á slóðum hákerlinga – spjall um Hafbókina eftir Morten Ströksnes 9. mars Björn Jón Bragason, segir frá skátahreyfingunni 16. mars Elísabet Brekkan: kjaftasögur af kóngafólki 23. mars Unnur Halldórsdóttir, skemmtisögur og vísur 30. mars Helgi Skúli Kjartansson 6. apríl Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins 27. apr Karl Sigurbjörnsson um Geir Vídalín biskup 4. maí Þorvaldur Friðriksson: Jón Indíafari 11. maí Vorferð

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2017

Fjölskyldumessa kl. 11, sunnudaginn 5. mars. Fermingarbörnin taka þátt, sunnudagaskóli, söngur og séra Sveinn og séra Ólafur Jón slá undir á gítara. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum eftir messu með séra Sveini og Karli biskup. Messukaffi, minni á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2017

Á miðvikudagskvöldum alla föstuna eru námskeið í Safnaðarheimilinu kl. 18 – 21, sem nefnist Samtal um trú. Að þessu sinni verður rætt um Lúther og siðbótina. Fyrsta samveran er á öskudag, 1. mars. Boðið verður upp á léttan málsverð við vægu verði. Fyrirlesarar verða Karl biskup, sr Sveinn, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.

IMG_1756 IMG_1759

Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2017

Útgáfutónleikar Gyðu Valtýsdóttur

Gyða útgáfutónleikar gyda-selloAta

Í nóvember í fyrra kom út platan Epicycle með Gyðu Valtýsdóttur. Útgáfutónleikar hennar verða föstudaginn 3. mars nk. í Dómkirkjunni kl. 21:00.

Flytjendur á tónleikum:

Gyða Valtýsdóttir, selló – söngur

Shahzad Ismaily, gítar

Julian Sartorius, trommur

Júlía Mogensen: kristalsglös

Frank Aarnink: kristalsglös, zithar, slagverk o.fl.

Óli Björn Ólafsson: kristalsglös, slagverk

Kristín Anna og Ásthildur Valtýsdætur, söngur

Kórus

 

Á plötunni Epicycle má m.a. finna elsta skráða tónverk sögunnar, Grafskrift Seikilosar, en einnig nýrri verk eftir þekkt tónskáld á borð við Messiaen, Prokofiev, Crumb og Schumann. Gyða tekur fyrir hin ýmsu verk sem hafa sérstakt gildi fyrir hana og flytur þau eftir sinni eigin persónulegu túlkun.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/2 2017

Prjónakvöld Dómkirkjunnar fellur niður í kvöld 27. febrúar. Margir af okkar fastagestum hafa verið í sambandi og komast ekkert vegna ófærðar í íbúðagötum.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...