Dómkirkjan

 

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/gudsthjonusta-i-domkirkjunni/20160403

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2016

Messa sunnudaginn 3. apríkl kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Minni á bílastæðin í Ráðhúskjallaranum og gengt Þórshamri. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2016

Verið velkomin í Opna húsið í Safnaðarheimilinu á morgun, fimmtudag kl.13.30. Kaffihúsastemning við Tjörnina, notaleg samvera og veislukaffi hjá Ástu okkar.

12903800_10207178358431907_906306447_o
Þær Lára Björk Pétursdóttir og Þóra Erlingsdóttir frá Laugarvatni lásu ritningarlestrana í messunni á annan í páskum, en þær fermast í Skálholtskirkju í vor

Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2016

Næsta prjónakvöld verður mánudaginn 25. apríl kl. 19.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2016

Karl Sigurbjörnsson prédikar í dag, annan í páskum kl. 11. Ritningarlestrana lesa þær Lára Björk og Þóra Erlingsdóttir. Hér eru nokkrar myndir frá fermingu á skírdag. Óskum fermingarbörnunum hjartanlega til hamingju.

IMG_4597

IMG_4610

IMG_4606

IMG_4614

IMG_4611

IMG_4617

IMG_4619

IMG_4621KAR

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2016

Gleðilega páska kæru vinir! Það er gott að lofa Drottin að morgni páskadags og fagna sigri lífsins!

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr.Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari.
Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari.
6. apríl. Annar í páskum. Messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Lára Björk Pétursdóttir og Þóra Erlingsdóttir lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur, stjórnandi Dómkórsins og organisti er Kári Þormar.
Vertu velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2016

DOWLAND PROJECT Endurreisnarlög John Dowland í útsetningu pólsku tónlistarkonunnar Hönnu Raniszewsku Tónleikar laugardaginn 26. mars kl. 20:00 í Dómkirkjunni í Reykjavík Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran Fjölnir Ólafsson, baritón Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðla Hekla Finnsdóttir, fiðla Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló Hanna Raniszewska, píanó Aðgangseyrir kr. 1.500 – börn, öryrkjar og eldri borgarar, kr. 500

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2016

Dómkirkjan helgihald um bænadaga og páska

Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagar. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Páskarnir, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar.
24. mars. Skírdagur, Messa kl. 11. Ferming. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar.
Kl. 20. Messa á Skírdagskvöld. Sr Sveinn Valgeirsson prédikar. Að lokinni messu verður Getsemanestund, íhugun og bæn meðan altarið er afklætt.
25.mars. Föstudaginn langi. Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson.
27. mars Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr.Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari.
Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson.
6. apríl. Annar í páskum. Messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Vertu velkomin í Dómkirkjuna um bænadaga páska.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2016

Fermingarmessa kl. 11 á pálmasunnudag, séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Sunnudagaskólinn er kominn í páskafrí, hann byrjar aftur sunnudaginn eftir páska. Æðruleysismessa kl. 20. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/3 2016

Í dag, fimmtudaginn 17. mars verður Þorvaldur Friðriksson gestur okkar í Opna húsinu. Hann mun fjalla um kelnesk áhrif á íslenskuna. Veislukaffi að hætti Ástu okkar. Sjáumst klukkan 13:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...