Dómkirkjan

 

Dómkirkjukrossinn er fagur, kross þessi tengir þann sem hann ber við eitt helgasta altari kristinnar kirkju á Íslandi, helgað bænum kynslóðanna sem komið hafa til þessarar móðurkirkju allra kirkna á Ísla

IMG_4310

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2017

Messa 8. október kl. 11

Messa kl. 11. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgel og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Sunnudagaskólinn verður samtímis kirkjuloftinu eins og venjulega. Næg gjaldfrjáls bílastæði aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2017

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 8. október kl. 11.

IMG_4286

Laufey Böðvarsdóttir, 2/10 2017

Mikið vorum við heppin með veðrið í haustferðinni okkar, dásamleg samvera með skemmtilegu fólki. Fengum frábærar móttökur í Hafnarfjarðarkirkju, séra Þórhildur fræddi okkur um kirkjuna og bauð til veislu. Byggðasafn Hafnarfjarðar er vandað, góðar móttökur þar og allt þar til fyrirmyndar. Loks áðum við í Hliði á Álftanesi. Kaffi, kökur, hlýjar móttökur og hafið fagra. Heiðurshjónin séra Jakob Ágúst og Auður fögnuðu 49 ára brúðkaupsafmæli i gær og heilla- og blessunaróskir fengu þau frá vinum þeirra í Dómkirkjunni. Þökkum ykkur öllum fyrir samveruna og gestgjöfunum höfðinglegar móttökur. Einnig Karli biskup fyrir skemmtilega og fræðandi fararstjórn.

IMG_4237 IMG_4247 IMG_425522119509_10209977912943739_1540141684_oIMG_4217

Laufey Böðvarsdóttir, 2/10 2017

Bach tónleikar á morgun, þriðjudag kl. 20.30

IMG_4315

Laufey Böðvarsdóttir, 2/10 2017

Lagt verður af stað í haustferðina á morgun, fimmtudag kl.11 frá Umferðarmiðstöðinni.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2017

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 1. október kl.11. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Næg bílastæði gengt Þórshamri. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2017

Falleg stund í Dómkirkjunni í dag! Prests- og djáknavígsla, Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígði Sylvíu Magnúsdóttur til prestsþjónustu á Landspítalanum og djáknakandídat Elísabetu Gísladóttur til djáknaþjónustu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Hugheilar hamingjuóskir séra Sylvía og Elísabet djákni, megi Guðs blessun fylgja ykkur í leik og starfi.

_GV_2178+

Laufey Böðvarsdóttir, 24/9 2017

Það er alltaf gleðilegt þegar prests- og djáknavígslur eru og á morgun er vígsla kl. 11. Hér er mynd frá því þegar Grétar Halldór Gunnarsson var vígður til Grafarvogsprestakalls. Blessunar- og hamingjuóskir fylgi honum og þeim Sylvíu Magnúsdóttur og Elísabetu Gísladóttur sem vígðar verða á morgun. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir djáknakandídat Elísabetu Gísladóttur til djáknaþjónustu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Einnig verður cand. theol. Sylvía Magnúsdóttir vígð til prestsþjónustu á Landspítalanum. Vígsluvottar verða sr. Kristín Pálsdóttir, sr, Sveinn Valgeirsson, sr. Bragi Skúlason, Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Sunnudagaskóli milli kl. 11 og 12 á kirkjuloftinu. Öll börn velkomin í fylgd með fullorðnum. Messa kl. 14 í Kolaportinu. Sr. Sveinn þjónar ásamt Þorvaldi Halldórssyni og fleirum. Minnum á bílastæðin aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir!

_GV_9593+ net

Laufey Böðvarsdóttir, 24/9 2017

Opna húsið byrjar í dag.

Verið velkomin í opna húsið kl. 13:30 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14 a. Dagskráin ber yfirskriftina: Söngur, spjall og slúður. Ásta Kristjánsdóttir verður með veisluborð.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS