Dómkirkjan

 

Tíðasöngur og bæna-og kyrrðarstund í dag, þriðjudag.

Tíðasöngur með séra Sveini klukkan 9. 15 í dag, þriðjudag. Bæna-og kyrrðarstund klukkan 12.00. Súpa í safnaðarheimilinu. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2022

Ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar 27. nóvember er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis.

Aðventukvöld Dómkirkjunnar 27. nóvember kl. 20.00.

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar efndi til tónleikahalds á fyrsta sunnudegi í aðventu 1953. Þetta varð að föstum lið í kirkjustarfinu og 1961 fór þetta að þróast í þá hefð sem við þekkjum í dag. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmus og verðandi dómsmálaráðherra.
Dómkirkjuprestarnir séra Sveinn Valgeirrson og séra Elínborg Sturludóttir fara með falleg orð og bænir.
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti
Efnisskrá:

Forspil:
Nun komm der Heiden Heiland (Nú kemur heimsins hjálparráð)
Dietrich Buxtehude (1637-1707) BuxWV 211

Alm. söngur, sálmur 10: Þú, brúður Kristi kær

KÓRSÖNGUR syrpa I:
Nú kemur heimsins hjálparráð.
Lag frá miðöldum. Radds. Róbert Abraham Ottósson
Texti: Ambrosius úr Sb. 1598, 1. og 3. vers endurkveðið af Sigurbirni Einarssyni

Kom þú, kom, vor Immanúel
Lag í frönsku handriti frá 15. öld.  Róbert Abraham Ottósson raddsetti
Latn. andstef – John M. Neal um 1851, Sigurbjörn Einarsson 1962

Ljómar í myrkinu (Vögguvísa á jólum)
Lag: John Rutter (1945-)
Texti: John Rutter – Sigfinnur Þorleifsson

Guðrún Hafsteinsdóttir flytur hugvekju.

Matthildur Traustadóttir fiðluleikari og Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari flytja verkið Romance eftir ameríska tónskáldið Amy Beach (1867-1944)
KÓRSÖNGUR  syrpa II:
Jólafriður
Lag: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Texti: Kristján frá Djúpalæk
Hann sem oss jólin gaf (Psallite unigenito)
Lag úr Piae Cantiones
Höf. texta ókunnur
O Magnum Mysterium
Höf. William Byrd (1543-1623)
Latneskur bænatexti um fæðingu Jesúbarnsins
Alm. söngur, sálmur 53: Bjart er yfir Betlehem
Eftirspil:
Nun komm der Heiden Heiland (Nú kemur heimsins hjálparráð)
J.S. Bach (1685-1750). BWV 599
Að samkomunni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2022

Á morgun, fimmtudag er síðasta Opna húsið á þessu ári.

Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri kynnir fyrir okkur nýútkomna bók sína Á vori lífsins og fær til þess með sér þrjá ömmustráka sem fara á kostum með ömmu sinni. Guðfinna fæddist í Tobbukoti við Skólavörðustíg og fluttist síðar í Laugarneshverfið. Hún lýsir með lifandi hætti æskuárum sínum á Hofteigi, fjörmiklum ungdómsárum í menntaskóla og bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Hlökkum til að heyra. Heitt súkkulaði með rjóma, vöfflur og smákökur og gott samfélag. Verið velkomin fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 13.00 í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2022

Sunnudaginn 27. nóvember messa klukkan.11.00

Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2022

Ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar 27. nóvember er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis.

Aðventukvöld Dómkirkjunnar 27. nóvember kl. 20.00.
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar efndi til tónleikahalds á fyrsta sunnudegi í aðventu 1953. Þetta varð að föstum lið í kirkjustarfinu og 1961 fór þetta að þróast í þá hefð sem við þekkjum í dag. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmus og verðandi dómsmálaráðherra.
Matthildur Traustadottir fiðluleikari og Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari flytja verkið Romance eftir Amy Beach.
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja falleg tónverk.
Dómkirkjuprestarnir séra Sveinn Valgeirrson og séra Elínborg Sturludóttir fara með falleg orð og bænir.
Að samkomunni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/11 2022

Sunnudaginn 20. nóvember er messa klukkan 11.00. Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup þjónar fyrir altari og prédikar. Barn verður fært til skírnar. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2022

Líf og fjör í safnaðarheimilinu í dag! Hjördís Geirs, stuðgellurnar og séra Sveinn voru frábær. Hjartans þakkir fyrir okkur. Næsta fimmtudag er síðasta Opna húsið á þessu ári.
Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri kynnir fyrir okkur nýútkomna bók sína Á vori lífsins og fær til þess með sér þrjá ömmustráka sem fara á kostum með ömmu sinni. Guðfinna fæddist í Tobbukoti við Skólavörðustíg og fluttist síðar í Laugarneshverfið. Hún lýsir með lifandi hætti æskuárum sínum á Hofteigi, fjörmiklum ungdómsárum í menntaskóla og bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Hlökkum til að heyra. Heitt súkkulaði með rjóma, vöfflur og smákökur og gott samfélag. Verið velkomin fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 13.00 í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a.sveinn

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2022

Kæru vinir, það verður söngur og gleði í safnaðarheimilinu á morgun, fimmtudag. Hjördís Geirs skemmtir í Opna húsinu. Sjáumst klukkan 13.00 á morgun Lækjargötu 14a. Kaffi og kræsingar!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2022

Þökkum Glúmi Gylfasyni organista kærlega fyrir komuna og fræðsluna sl. fimmtudag. Næstkomandi fimmtudag verður gestur okkar Hjördís Geirsdóttir söngkona. Hlökkum til að sjá ykkur í Opna húsinu á fimmtudaginn klukkan 13.00. Kaffi, kræsingar og gott samfélag!

315549481_10160448919160396_963625199115204325_n

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2022

Örganga í dag, miðvikudag 16. nóvember klukkan 18.00 með séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS