Dómkirkjan

 

Á morgun, fimmtudag er síðasta Opna húsið á þessu ári.

Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri kynnir fyrir okkur nýútkomna bók sína Á vori lífsins og fær til þess með sér þrjá ömmustráka sem fara á kostum með ömmu sinni. Guðfinna fæddist í Tobbukoti við Skólavörðustíg og fluttist síðar í Laugarneshverfið. Hún lýsir með lifandi hætti æskuárum sínum á Hofteigi, fjörmiklum ungdómsárum í menntaskóla og bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Hlökkum til að heyra. Heitt súkkulaði með rjóma, vöfflur og smákökur og gott samfélag. Verið velkomin fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 13.00 í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2022 kl. 19.20

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS