Dómkirkjan

 

Þrettándinn! Þrettándinn er síðasti dagur jóla. Skv. þjóðtrúnni fóru þá ýmsar furðuverur á kreik. Þeim, sem brosa að slíku, skal bent á að rifja upp atburðina í Hvítashúsinu í Bandaríkjunum á þrettándanum fyrir sléttu ári. Þjóðtrú er samt eitt og kristin trú annað. Þrettándinn er merkileg hátíð innan kirkjunnar. Í vesturhelmingi hins kristna Rómarríkis, þ.e. þeim kirkjum sem höfðu latínu að opinberu máli, var þrettándinn tengdur komu vitringanna er þeir veita Jesúbarninu lotningu og bera fram gjafir sínar. Í Austurkirkjunni – hvar gríska var framan af hið opinbera tungumál kirkjunnar- var minnst skírnar Jesú í ánni Jórdan. Sér þessa stað í guðspjallsröð kirkjunnar okkar en skírn Krists er einmitt guðspjall næsta sunnudags. Á grískri tungu kallast þessi dagur Epifanía, dregið af so “fainein” sem merkir að „koma í ljós, birtast” Þeofanía er annað heiti, samslungið epifaníunni að merkingu til. Þótt kirkjurnar í austri og vestri hafi mismunandi áherslur hvenær jólum er fagnað þá er enginn vafi hverju er fagnað um jól og þrettánda/guðsbirtinguna: Guð gerir sig kunnan; opinberar sig í barninu smáa. Í sálmi sr. Sigurbjörns Einarssonar er þetta orðað svo: Hjarta Guðs sló í holdi manns, hér af kom lífgjöf syndarans. Þessi er kraftur og mikilfengleiki Kristsatburðarins, að Guð gerist maður; því hann á erindi við þig. Hann gengur inn í mannleg kjör til þess að gefa þér kost á hlutdeild í himninum. Í Tímóteusarbréfinu er þessi leyndardómur meitlaður í fáeinar setningar: „Og víst er leyndardómur trúarinnar mikill: Hann birtist í manni, sannaðist í anda, opinber englum, var boðaður þjóðum, trúað í heimi, hafinn upp í dýrð.” Hann er sá Guð sem lætur sér annt um sköpun sína og er Guð með oss – Immanúel. Fyrirn það megum við þakka.

271483201_10159843015020396_1533439104928627611_n

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2022

Það verður ekki messað sunnudaginn 9. janúar 2022 vegna hinnar hröðu útbreiðslu veirunnar og fjölda smitaðra.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2022

https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/7hi3gr

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2022

Guð gefi ykkur gleðilegt ár!

Hátíðarguðsþjónusta í beinni útsendingu á nýársdag klukkan 11.00.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, predikar. Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Organisti og kórstjóri: Kári Þormar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur. Fyrir predikun: Forspil: Jesú, mín morgunstjarna. Sálmforleikur eftir Jón Þórarinsson. Sálmur 102: Sem stormur hreki skörðótt ský: Lag: Sibelius. Texti: Sigurjón Guðjónsson. Sálmur 109: Jesús, mín morgunstjarna. Íslensk breyting (1619) á sálmalagi frá 16. öld. Texti: 1. vers: Ókunnur þýskur höfundur. 2. og 3. vers: Magnús Runólfsson. Sálmur 105: Í Jesú nafni áfram enn. Úr sálmabókinni 1886. Lag: Carl Christian Nikolaj Balle. Texti: Valdimar Briem. Eftir predikun: Sálmur 104: Hvað boðar nýárs blessuð sól. Lag: Weyse. Texti: Matthías Jochumsson. Sálmur 516. Ó, Guð vors land. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson. Eftirspil: Fuga í Es-dúr BWV 552 eftir Johann Sebastian Bach.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/12 2021

Allt helgihald fellur niður

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tekið þá ákvörðun að allt helgihald í kirkjum landsins um áramótin sem og öðrum stöðum, verði fellt niður í ljósi hinnar hröðu útbreiðslu veirunnar og vaxandi fjölda smitaðra.
Biskup bendir fólki að huga að streymi frá sóknarkirkjum sem og helgihaldi sem verður útvarpað á Rás 1.
Rás 1
Gamlársdagur kl. 18.00: Aftansöngur í Hallgrímskirkju í Reykjavík: Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Kórstjóri: Steinar Logi Helgason. Kór Hallgrímskirkju syngur.

Nýjársdagur kl. 11. 00 – Dómkirkjan í Reykjavík: Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Elínborg Sturludóttir og sr, Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.

Sunnudagurinn 2. janúar, kl. 11. 00 – Áskirkja: Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Kór Áskirkju syngur.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2021

Aftansöngur á aðfangadag í Dómkirkjunni verður fyrir luktum dyrum, en honum verður útvarpað beint klukkan 18.00 á rás 1 líkt og síðastliðin níutíu ár.

Athugið að vegna aðstæðna í samfélaginu eru ekki guðþjónustur 25. og 26. desember. Áður auglýst helgihald fellur því miður niður.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2021

Danska messan á aðfangadag verður ekki vegna samkomutakmarkana.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2021

Kæru vinir, þriðjudags tónleikar Ólafs Elíassonar falla niður næstu þriðjudagskvöld. Ólafur byrjar aftur þegar ástandið í kófinu er orðið betra.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2021

Æðruleysismessa fellur niður vegna kófsins

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2021

Kæru vinir, hlökkum til að sjá ykkur í bæna-og kyrrðarstundinni í hádeginu á morgun, þriðjudag. Klukkan 20.30-21.00 eru síðan Bach tónleikar Ólafs Elíassonar. Síðasta örpílagrímagangan með séra Elínborgu á þessu ári klukkan 18.00 á miðvikudaginn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...