Dómkirkjan

 

Ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar 27. nóvember er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis.

Aðventukvöld Dómkirkjunnar 27. nóvember kl. 20.00.
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar efndi til tónleikahalds á fyrsta sunnudegi í aðventu 1953. Þetta varð að föstum lið í kirkjustarfinu og 1961 fór þetta að þróast í þá hefð sem við þekkjum í dag. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmus og verðandi dómsmálaráðherra.
Matthildur Traustadottir fiðluleikari og Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari flytja verkið Romance eftir Amy Beach.
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja falleg tónverk.
Dómkirkjuprestarnir séra Sveinn Valgeirrson og séra Elínborg Sturludóttir fara með falleg orð og bænir.
Að samkomunni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/11 2022 kl. 19.38

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS