Dómkirkjan

 

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í kvöld 15. nóvember kl. 20.00-20.30. Verið velkomin!

246702009_10159693642205396_2088358543700182701_n

Laufey Böðvarsdóttir, 15/11 2022

Dásemdardagur við Tjörnina! Verið velkomin á bæna-og kyrrðarstund í hádeginu á morgun, þriðjudag. Það er gott að koma í fagra helgidóminn- njóta og hvíla hugann frá amstri hverdagsins. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu. Velkomin og takið með ykkur gesti!

Tjörnin

Laufey Böðvarsdóttir, 14/11 2022

Hátíðarguðþjónusta í Dómkirkjunni klukkan 11.00 á kristniboðsdaginn og á kirkjudegi Dómkirkjunnar, er var vígð 1796. Biskup íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir tekur á móti nýrri sálmabók Þjóðkirkjunnar.

312454413_10160359474585396_864638146384399512_n-1 Séra Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambands Íslands predikar. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar og biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir þjóna fyrir altari. Ástbjörn Egilsson leiðir signingu og upphafsbæn. Fulltrúar sálmabókanefndar lesa ritningarlestra við sérstaka helgun nýrrar sálmabókar til lofgjörðarþjónustu safnaðanna og Edda Möller framkvæmdastjóri Kirkjuhússins afhendir Biskupi Íslands hina Nýju Sálmabók.
Þátttakendur í almennri kirkjubæn: Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Elísabet Jónsdóttir kristniboði, Ástbjörn Egilsson , Sveinn Valgeirsson. sóknarprestur. Guðmundur Sigurðsson organisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2022

Í dag, fimmtudag er tíðasöngur með séra Sveini klukkan 9.15 og klukkan 17.00. Glúmur Gylfason organisti kemur í opna húsið í dag fimmtudag og mun fjalla um sálminn nr. 710 í gömlu sálmabókinni. Sálmurinn er eftir séra Sigurbjörn Einarsson biskup. Það verður fróðlegt að heyra. Opna húsið er frá 13.00-14.30. Kaffi og gott meðlæti. Kvöldkirkjan í kvöld kl. 20.00-22.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/11 2022

Hátíðarguðþjónusta í Dómkirkjunni á Kristniboðsdaginn 13. nóvember klukkan 11.00.

Biskup íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir tekur á móti nýrri sálmabók Þjóðkirkjunnar. Séra Ragnar Gunnarsson prédikar. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar og biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir þjóna fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Messukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2022

Örganga í dag, miðvikudag klukkan 18.00 með séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2022

Í dag, þriðjudag er bæna- og kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni. Góð stund til að hvíla hugann frá amstri hverdagsins og njóta fagrar tónlistar, biðja og þakka.

 Guðmundur Einarsson dómkirkjuvinur lætur sig ekki vanta. Trúfastur og skemmtilegur maður. Guðmundur man vel, þegar hann 6 ára gamall hlustaði á Sigfús Einarsson organista leika á orgelið í Dómkirkjunni. Síðan er liðin um 92 ár. Gaman að eldast svona vel og vera virkur í safnaðarstarfinu í marga áratugi!314965463_10160426784770396_7914835531023755051_n

Laufey Böðvarsdóttir, 8/11 2022

Sunnudaginn 6. nóvember er messa klukkan 11.00 séra Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup þjónar fyrir altari og prédikar. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2022

Kæru vinir! í dag 2. nóvember munu væntanleg fermingarbörn í Dómkirkjunni ganga í hús með söfnunarbauka. Þau eru að safna fyrir vatnsbrunnum í Afríku, en verkefnið er á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Það er gott að finna að þau geti lagt sitt að mörkum til hjálpar náunganum. Margt smátt gerir eitt stórt. Hjartans þakkir.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/11 2022

Verið velkomin til okkar í safnaðarstarf Dómkirkjunnar.

Góð vika framundan í safnaðarstarfinu.
Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Bach tónleikar Ólafs Ólafur Elíasson klukkan 20.00-20.30. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga með séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur klukkan 18.00.
Tíðasöngur mið-og fimmtudag kl. 9. 15 og klukkan 17.00 á fimmtudaginn.
Hólmfríður Jóhannesdóttir söngkona og Sveinn Hauksson gítarleikari flytja nokkur þekkt íslensk dægurlög sem tengjast ástinni. Lögin eru af nýrri plötu sem kemur út á næstu dögum.
Í opna húsinu á fimmtudaginn er söngur og gleði,kaffi og kræsingar.
Opna húsið í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a 3. nóvember klukkan 13.00- 14.30.
Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00, séra Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup þjónar fyrir altari og prédikar. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS