Dómkirkjan

 

Ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar 27. nóvember er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis.

Aðventukvöld Dómkirkjunnar 27. nóvember kl. 20.00.

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar efndi til tónleikahalds á fyrsta sunnudegi í aðventu 1953. Þetta varð að föstum lið í kirkjustarfinu og 1961 fór þetta að þróast í þá hefð sem við þekkjum í dag. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmus og verðandi dómsmálaráðherra.
Dómkirkjuprestarnir séra Sveinn Valgeirrson og séra Elínborg Sturludóttir fara með falleg orð og bænir.
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti
Efnisskrá:

Forspil:
Nun komm der Heiden Heiland (Nú kemur heimsins hjálparráð)
Dietrich Buxtehude (1637-1707) BuxWV 211

Alm. söngur, sálmur 10: Þú, brúður Kristi kær

KÓRSÖNGUR syrpa I:
Nú kemur heimsins hjálparráð.
Lag frá miðöldum. Radds. Róbert Abraham Ottósson
Texti: Ambrosius úr Sb. 1598, 1. og 3. vers endurkveðið af Sigurbirni Einarssyni

Kom þú, kom, vor Immanúel
Lag í frönsku handriti frá 15. öld.  Róbert Abraham Ottósson raddsetti
Latn. andstef – John M. Neal um 1851, Sigurbjörn Einarsson 1962

Ljómar í myrkinu (Vögguvísa á jólum)
Lag: John Rutter (1945-)
Texti: John Rutter – Sigfinnur Þorleifsson

Guðrún Hafsteinsdóttir flytur hugvekju.

Matthildur Traustadóttir fiðluleikari og Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari flytja verkið Romance eftir ameríska tónskáldið Amy Beach (1867-1944)
KÓRSÖNGUR  syrpa II:
Jólafriður
Lag: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Texti: Kristján frá Djúpalæk
Hann sem oss jólin gaf (Psallite unigenito)
Lag úr Piae Cantiones
Höf. texta ókunnur
O Magnum Mysterium
Höf. William Byrd (1543-1623)
Latneskur bænatexti um fæðingu Jesúbarnsins
Alm. söngur, sálmur 53: Bjart er yfir Betlehem
Eftirspil:
Nun komm der Heiden Heiland (Nú kemur heimsins hjálparráð)
J.S. Bach (1685-1750). BWV 599
Að samkomunni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2022 kl. 11.13

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS