Dómkirkjan

 

Kæru vinir, hlökkum til að sjá ykkur i dag, fimmtudag í Opna húsinu kl. 13.30. Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi verður gestur okkar. Ásta er búin að baka dýrindis tertur, veisluborð eins og alltaf hjá Ástu okkar. Skráning byrjar í dag í vorferðina sem farin verður næsta fimmtudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/4 2018

Kæru vinir, hlökkum til að sjá ykkur á morgun, sunnudag kl. 11.00 í Dómkirkjunni. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar, Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Þórður Hallgrímsson nemandi í MÍT spilar í messunni. Næst síðasti sunnudagaskólinn fyrir sumarfrí, Óli og Siggi taka vel á móti ykkur. Bílastæði við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2018

Lilja Valdimarsdóttir hornleikari, kennari og hannyrðakona verður sérstakur gestur á síðasta prjónakvöldi þessa vetrar. Hún mun sýna brot af því sem hún hefur unnið í höndum og það sem hún er að fást við núna. Við hlökkum til kvöldsins og líka að fá að njóta frásagnagleði Lilju. Súpa, kaffi og eitthvað sætt með kaffinu. Sjáumst kl. 19 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2018

Gleðilegt sumar, næsta Opna hús er fimmtudaginn 26. apríl!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2018

Nú styttist í að sunnudagaskólinn fari í sumarfrí, aðeins tvö skipti eftir. Fjölmennum á sunnudaginn á kirkjuloftið kl. 11.00, Óli og Siggi taka vel á móti ykkur. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar, Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Þórður Hallgrímsson nemandi í MÍT spilar í messunni. Bílastæði við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2018

Jón Benedikt Guðlaugsson verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Hann mun fjalla um skáldið Pál Ólafsson í gleði og sorg. Í liðinni viku var það Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur sem gladdi okkur með sinni einlægnu frásögn og ljóðum sínum. Kærar þakkir Sigurbjörn fyrir þín góðu orð. Í dag, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni í hádeginu. Alttaf gott að gefa sér frí frá amstri dagsins og njóta friðar og bænar í þessum fagra helgidómi.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2018

Á sunnudaginn eru messur kl. 11 og 20. Í morgunmessunni prédikar og þjónar sr. Sveinn Valgeirsson , Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Skemmtilegur sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Kl. 20 er æðruleysismessa þar sem sr. Sveinn, sr. Fritz og sr. Díana Ósk þjóna og Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Kyrrð, ró, Tólf sporin, hugleiðing, bæn, söngur, samvera. Njótum þess að koma saman, taka okkur úr amstri dagsins, leita inn á við, leita Æðri máttar, tengja okkur og endurnærast. Verið velkomin í Dómkirkjuna!

IMG_6053

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2018

Bach tónleikarnir falla niður í kvöld, 10. apríl.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/4 2018

Skemmtileg stund hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í kvöld. Fengum þessa fallegu herramenn í heimsókn, þar sem þeir fóru yfir ýmsa góða mannasiði. Albert og Bergþór hjartans þakkir fyrir skemmtunina.

received_10158234807456959-1 received_10158234807816959

Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2018

Messa og sunnudagaskóli á morgun sunnudag kl. 11. Séra Sveinn prédikar og þjónar. Dómkórinn og Kári Þormar. Aurora Erica Lucian nemandi í MÍT, leikur á básúnu í messunni. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

IMG_1967

Laufey Böðvarsdóttir, 7/4 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...