Dómkirkjan

 

Sönghópurinn Marteinn undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur í Dómkirkjunni í dag klukkan 18.00. Frítt inn, komið og njótið!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/12 2019

Örpílagrímaganga klukkan 18.00 í dag, miðvikudag með séra Elínborgu. Hefst með stuttri helgistund í kirkjunni. Á morgun er tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45-17.00. Orgeltónleikar Kára Þormar klukkan 18. Á föstudaginn er gott að koma í sálmastundina kl. 17 með Guðbjörgu og Kára, góður endir á vinnuvikunni og hvíla og njóta tónlistar í helgidómnum. Næstkomandi sunnudag, þriðja í aðventu er messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir prédikar, Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári á kirkjuloftinu á sama tíma. Klukkan 14.00 er norsk messa, séra Þorvaldur Víðisson prédikar. Æðruleysismessa kl. 20.00 séra Elínborg og séra Fritz Már og Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2019

Bach tónleikarnir falla niður í kvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2019

Sunnudaginn 15. desember, þriðji sunnudagur í aðventu. Messa klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári. Norsk messa kl. 14.00. Prestur séra Þorvaldur Víðisson. Kári Þormar leikur á orgelið. Æðruleysismessa kl. 20.00 prestar séra Elínborg Sturludóttir og séra Fritz Már Jörgensson. Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2019

Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis verður ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar 8. desember klukkan 20.00. Dómkórinn, dómorganisti og dómkirkjuprestar gleðja og auðga andann með söng og orðum.Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur einsöng. Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Hlökkum til að sjá ykkur! Messa sunnudaginn 8. desember kl. 11:00. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar dómorganisti. Ása Ólafsdóttir leikur forspil og eftirspil. Munið barnastarfið á kirkjuloftinu. Allir hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/12 2019

Laufey Böðvarsdóttir, 7/12 2019

Aðventukvöld í Dómkirkjunni Ræðumaður Ragna Árnadóttir Samkomuhald á aðventunni á sér ekki langa sögu hér á landi. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar mun hafa brotið ísinn í þeim efnum með tónleikahaldi á fyrsta sunnudegi í aðventu 1953. Þetta varð að föstum lið í kirkjustarfinu og 1961 fór þetta að þróast í þá hefð sem við þekkjum í dag, N.k. sunnudag verður því haldið 67. aðventukvöld Dómkirkjunnar. Það hefst kl. 20. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis flytur ræðu. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti flytja falleg tónverk, Dómkirkjuprestarnir halda svo utan um þetta að kirkjulegum hætti. Að samkomunni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er við skrúðhússdyr og hjólastólalyfta er við Safnaðarheimilið.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/12 2019

Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis verður ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar 8. desember klukkan 20.00. Dómkórinn, dómorganisti og dómkirkjuprestar gleðja og auðga andann með söng og orðum. Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/12 2019

Á sunnudaginn er messa og sunnudagaskóli klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur og organisti er Erla Rut Káradóttir. Barnastarfið á kirkjuloftinu með Jóel, Benna og Sturlu. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Sænsk messa klukkan 14.00. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2019

Sálmastund í dag föstudag kl. 17.00, Guðbjörg og Friðrik Vignir

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS