Dómkirkjan

 

– Þið skuluð ekki hafa áhyggjur af neinu, sagði Jesús við fólkið. Fuglar í leit að mat flögruðu allt um kring og sungu svo fallega og léku sér. – Sjáið þið fuglana, þeir hafa engar áhyggjur. Þeir fljúga syngjandi um og þá vantar ekki neitt. Guð sér þeim fyrir öllu sem þeir þurfa að borða. Þeir finna korn til að kroppa í og orma til að gæða sér á. Þið fáið að heyra meira um fuglana í sunnudagaskólanum

Laufey Böðvarsdóttir, 17/11 2019

Sunnudaginn 17. nóvember kl. 11:00 verða vígð til prests í Dómkirkjunni Bryndís Svavarsdóttir sem sett hefur verið prestur í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi Ingimar Helgason sem skipaður hefur verið prestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Suðurprófastsdæmi María Gunnarsdóttir sem sett hefur verið til afleysinga sem sóknarprestur í Laufásprestakalli í Eyjarfjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Vígsluvottar eru sr. Bragi Ingibergsson, sr. Sigurður Arnarson, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sr. Sigfús Kristjánsson og sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir sem lýsir vígslu. Séra Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur, Dómkórinn og Kári Þormar, dómorganisti. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Allir velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2019

Prestsvígsla á sunnudaginn klukkan 11.00. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/11 2019

Í dag, mánudag er fundur hjá Kirkjunefnd Kvenna Dómkirkjunnar kl. 18.00 í safnaðarheimilinu. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund klukkan 12.10 í Dómkirkjunni og máltíð. og gott samfélag í Safnaðarheimilinu. Á miðvikudagunn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu. Guðrún Eggertsdóttir er gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn kl. 13.00. Guðrún mun segja frá afa sínum Jónasi frá Hriflu. Gómsætar tertur og brauðmeti að hætti Ástu okkar. Tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45- 17.00. Klukkan 18.00 eru orgeltónleikar Kára Þormar. Sálmastundin ljúfa kl. 17.00 á föstudaginn með Guðbjörgu og Kári Þormar. Presta- og djáknavígsla og barnastarf á sunnudaginn klukkan 11.00. Æðruleysismessa kl. 20:00-21:00. Þá munum við koma saman, fara inn í kyrrð, róa huga og líkama, dvelja í nærveru og biðja, við munum hugleiða og taka á móti því sem Guð hefur fyrir okkur. Góður félagi mun koma og deila reynslu sinni styrk og von. Verið velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar og takið með ykkur gesti

Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2019

Sunnudaginn 10. nóvember kl. 11.00 er messa og sunnudagaskóli í Dómkirkjunni. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Kristín Ólafsdóttir frá Hjálparstofnun kirkjunnar kemur og segir frá. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/11 2019

Opna húsið á morgun fimmtudag í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Karl Sigurbjörnsson, biskup mun fjalla um konur og kristnitökuna. Einnig mun Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segja frá og lesa úr nýrri bók sinni Tónlist liðinna alda, sem fjallar um tónlist á Íslandi fyrr á öldum og þau merkilegu handrit, sem varðveist hafa með tónlist. Terturnar hennar Ástu á sínum stað, góð og skemmtilega samvera. Verið velkomin og takið með ykkur gesti. Í dag, miðvikudag er örpílagrímaganga með séra Elínborgu, hefst með stuttri helgistund kl.18.00 í Dómkirkjunni. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/11 2019

Bach tónleikarnir falla niður í kvöld, þriðjudag!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2019

Ný vika framundan og margt áhugavert í safnaðarstarfinu. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund klukkan 12.10 í Dómkirkjunni og máltíð. Á miðvikudagunn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu. Karl biskup verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn kl. 13.00. Hann mun fjalla um konur og kristnitökuna. Gómsætar tertur og brauðmeti að hætti Ástu okkar. Tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45- 17.00. Klukkan 18.00 eru tónleikar með Kammerkór Dómkirkjunnar undir stjórn Kára Þormar. Sálmastundin ljúfa kl. 17.00 á föstudaginn með Guðbjörgu og Kári Þormar. Messa og barnastarf á sunnudaginn klukkan 11.00. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2019

Messa og barnastarf sunnudaginn 3. nóvember kl.11.00. Messunni verður útvarpað. Kirkjudagur Dómkirkjunnar. 223 ár frá vígslu hennar 1796. Messudagurinn er jafnframt allra heilagra messa. Sr Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur predikar. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórnn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista sem jafnframt leikur á orgelið. Einsöngvarar eru Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran og Jón Svavar Jósefsson kontratenór; hann mun syngja Agnus Dei úr „Óttusöngvum “ eftir Jón Nordal en Dómkórinn mun flytja óttusöngvana alla þann 24. nóv næstkomandi í Hallgrímskirkju.; auk verka eftir barnabörn Jóns, þá Þorkel Nordal og Hjalta Nordal Gunnarsson Trompetleikur: Jóhann Yngvi Stefánsson og Sveinn Birgisson Lesarar ritningarlestra: Marinó Þorsteinsson og Helga Rut Guðmundsdóttir. Ástbjörn Egilsson meðhjálpari les upphafsbæn. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2019

Kristín Steinsdóttir, rithöfundur, kennari og leiðsögumaður verður gestur okkar á morgun, fimmtudag kl.13.00. Hún les úr óútkomnu handriti. Veislukaffið hennar Ástu okkar, prestarnir koma með góð orð inn í daginn og samveran er alltaf góð. Verið velkomin og takið með ykkur gesti! Minnum á örpílagrímagönguna í dag kl.18.00. Hefst með stuttri helgistund í Dómkirkjunni. Sjáumst í gönguskónum.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS