Dómkirkjan

 

Fallegur vetrardagur og líf og fjör við Tjörnina. Á morgun, þriðjudag er gott að koma í hádeginu og njóta kyrrðar, bæna og sálmasöngs í Dómkirkjunni. Létt máltíð og gott samfélag í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Bach tónleikar þriðjudagskvöld kl. 20.30-21.00. Miðvikudaginn 19. febrúar er örpílagrímaganga með séra Elínborgu. Byrjar með stuttri helgistund kl. 18.00 í Dómkirkjunni. 20. febrúar er Opna húsið kl. 13.00-14.30. Gestur okkkar að þessu sinni er Þorvaldur Víðisson biskupsritari. Gómsætar veitningar og góður félagsskapur. Klukkan 16.45-17.00 er tíðasöngur og kl. 18.00 eru orgeltónelikar Kára Þormar. Föstudaginn 21. febrúar klukkan 17.00 er sálmastundin með Guðbjörgu og Kára. Kvenfélagamessa á konudaginn í Dómkirkjunni. Á konudaginn sunnudaginn 23. febrúar verður messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Í þessarri messu fáum við góða gesti frá Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ), sem fagnar 90 ára afmæli í ár. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd, 154 kvenfélög sem telja um 5000 félaga. KÍ konur lesa lestra og leiða bænir, Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganoista. Afmælismessukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (Gamla Iðnskólahúsinu) á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða gegnum skrúðhús kirkjunnar og lyfta er í safnaðarheimilinu. Fyrsta prjónakvöldið á þessu ári verður 24. febrúar í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Gestur okkar að þessu sinni verður Guðrún Austmar Sigurgeirsdóttir. Létt máltíð, og eitthvað sætt með kaffinu á vægu verði. Hlökkum til að sjá ykkur og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2020 kl. 14.41

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS