Dómkirkjan

 

Skemmtileg dagskrá í Dómkirkjunni á Menningarnótt!

Tónlist og gleði á Menningarnótt í Dómkirkjunni.
Tónleikar klukkan 16.00, 17.30 og klukkan 19.00
Kímni og kenjar kl. 16:00
Flytjendur eru Júlía Traustadóttir, sópran og Sólborg Valdimarsdóttir, píanóleikari.
Stundarómur klukkan 17.30.
Stundarómur samanstendur af fjórum ungum tónlistarmönnum. Píanistanum Ólínu Ákadóttur, víóluleikaranum Hafrúnu Birnu Björnsdóttur, tónsmiðnum og euphoniumleikaranum Daniel Haugen og sellistanum og söngkonunni Steinunni Maríu Þormar. Daniel og Ólína eru búsett í Osló þar sem þau stunda nám við Norska tónlistarháskólann og Steinunn og Hafrún búa í Reykjavík og stunda nám við Listaháskóla Íslands.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/8 2022

Kynningarfundur er sun. 15. ágúst kl. 20:30 í Dómkirkjunni.

SKRÁNING Í FERMINGARFRÆÐSLUNA 2022-2023 ER Á HLEKKNUM HÉR AÐ NEÐAN
Til barna sem fædd eru 2009 og foreldra/forráðamanna þeirra.
Í ágúst hefst fermingarfræðsla í Dómkirkjunni, ætluð börnum í 8. bekk sem eru að velta því fyrir sér eða hafa ákveðið að fermast vorið 2023.
Fermingarbarnanámskeið verður í ágúst og er það samstarfsverkefni prestanna og safnaðanna í Dóm-og Neskirkju.
Kynningarfundur er sun. 15. ágúst kl. 20:30 í Dómkirkjunni.
Námskeið fer svo fram 15.-18. ágúst.
Námskeiðið hefst í Neskirkju mán. 14. ágúst kl. 10:00
Mæting á námskeiðið er alla dagana í Neskirkju og fer fram
eftirfarandi daga:
mán.15. ágúst kl. 10-15
þri. 16. ágúst kl. 10-15
mið. 17. ágúst kl. 10-15
fim. 18. ágúst kl. 10-15.
fim. 18. ágúst kl. 19:30 Grillveisla
Dagskráin er afar fjölbreytt en markmiðið er að veita börnunum fræðslu um kristna trú, siðferði og menningu. Þar má nefna:
- Sögur Biblíunnar
- Helgihaldið, saga, tákn og tónlistin.
- Lífsleikni
- Mannréttindi
- Umhverfisvernd
- Þróunar-og hjálparstarf.
Sunnudaginn 21. ágúst kl. 11 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðin velkomin.
Auk námskeiðsins verða samverustundir og fræðsla reglulega yfir veturinn.
Það verður auglýst með sérstöku bréfi að skráningu lokinni.
Helgina 9.-11. sept. verður farið í Vatnaskóg í Svínadal, en þar hafa sumarbúðir KFUM verið reknar í næstum heila öld. Þar mun fara fram fræðsla, útivist og skemmtun í bland og við munum án efa njótum dvalar á undurfögrum stað sem er sérsniðinn að þörfum barna og ungmenna.
Fyrirhugaðir fermingardagar vorið 2023 eru:
pálmasunnudagur 2. apríl kl. 11:00
skírdagur 6. apríl kl. 11:00
hvítasunnuudagur 28. maí kl. 11:00
Ef þið viljið skrá börnin ykkar til þátttöku í fermingarstarfinu eða fá ítarlegri upplýsingar um fermingarstarfið biðjum við ykkur um að skrá börnin hér á fésbókarsíðu Dómkirkjunnar.
Ef ykkur vantar frekari upplýsingar um fermingarstarfið getið þið sent tölvupóst á : sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is eða hringt í síma 5209709.
Verð fyrir fræðsluna er kr. 35. 000,- og er þar innfalið: Kennsla, fæði, námsgögn og helgarferð í Vatnaskóg.
Við hlökkum til fermingarstarfsins og vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Elínborg Sturludóttir
Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 11/8 2022

Söngkonan Steinunn María Þormar og píanistinn Ólína Ákadóttir munu spila og syngja við messuna á sunnudaginn 14. ágúst. Þær eru báðar í tónlistarhópnum Stundarómi sem mun halda tónleika í Dómkirkjunni á Menningarnótt.

Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og prédikar. Pétur Nói leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Á sunnudagskvöldið er kynningarfundur fyrir fermingarbörn og forráðamenn þeirra klukkan 20.30. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/8 2022

Bænastund í hádeginu alla þriðjudaga!

Kæru vinir í dag, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Á sunnudaginn er kynningarfundur fyrir fermingarbörn og forráðamenn þeirra í Dómkirkjunni klukkan 20.30. Já og ekki má gleyma tíðasöngnum með séra Sveini klukkan 9.15 þriðju-miðviku- og fimmtudaga. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 9/8 2022

Sunnudaginn 7. ágúst er messa klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson. Verið hjartanlega velkomin!

Kári Þormar organisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/8 2022

Kæru vinir, bænastundin á morgun, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a klukkan 12.10.

Sunnudaginn 7. ágúst er messa klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/8 2022

SKRÁNING Í FERMINGARFRÆÐSLUNA 2022-2023 ER Á HLEKKNUM HÉR AÐ NEÐAN

SKRÁNING Í FERMINGARFRÆÐSLUNA 2022-2023 ER Á HLEKKNUM HÉR AÐ NEÐAN
Til barna sem fædd eru 2009 og foreldra/forráðamanna þeirra.
Í ágúst hefst fermingarfræðsla í Dómkirkjunni, ætluð börnum í 8. bekk sem eru að velta því fyrir sér eða hafa ákveðið að fermast vorið 2023.
Fermingarbarnanámskeið verður í ágúst og er það samstarfsverkefni prestanna og safnaðanna í Dóm-og Neskirkju.
Kynningarfundur er sun. 14. ágúst kl. 20:30 í Dómkirkjunni.
Námskeið fer svo fram 15.-18. ágúst.
Námskeiðið hefst í Neskirkju mán. 15. ágúst kl. 10:00
Mæting á námskeiðið er alla dagana í Neskirkju og fer fram
eftirfarandi daga:
mán.15. ágúst kl. 10-15
þri. 16. ágúst kl. 10-15
mið. 17. ágúst kl. 10-15
fim. 18. ágúst kl. 10-15.
fim. 18. ágúst kl. 19:30 Grillveisla
Dagskráin er afar fjölbreytt en markmiðið er að veita börnunum fræðslu um kristna trú, siðferði og menningu. Þar má nefna:
- Sögur Biblíunnar
- Helgihaldið, saga, tákn og tónlistin.
- Lífsleikni
- Mannréttindi
- Umhverfisvernd
- Þróunar-og hjálparstarf.
Sunnudaginn 21. ágúst kl. 11 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðin velkomin.
Auk námskeiðsins verða samverustundir og fræðsla reglulega yfir veturinn.
Það verður auglýst með sérstöku bréfi að skráningu lokinni.
Helgina 9.-11. sept. verður farið í Vatnaskóg í Svínadal, en þar hafa sumarbúðir KFUM verið reknar í næstum heila öld. Þar mun fara fram fræðsla, útivist og skemmtun í bland og við munum án efa njótum dvalar á undurfögrum stað sem er sérsniðinn að þörfum barna og ungmenna.
Fyrirhugaðir fermingardagar vorið 2023 eru:
pálmasunnudagur 2. apríl kl. 11:00
skírdagur 6. apríl kl. 11:00
hvítasunnuudagur 28. maí kl. 11:00
Ef þið viljið skrá börnin ykkar til þátttöku í fermingarstarfinu eða fá ítarlegri upplýsingar um fermingarstarfið biðjum við ykkur um að skrá börnin hér á fésbókarsíðu Dómkirkjunnar.
Ef ykkur vantar frekari upplýsingar um fermingarstarfið getið þið sent tölvupóst á : sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is eða hringt í síma 5209709.
Verð fyrir fræðsluna er kr. 35. 000,- og er þar innfalið: Kennsla, fæði, námsgögn og helgarferð í Vatnaskóg.
Við hlökkum til fermingarstarfsins og vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Elínborg Sturludóttir
Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 27/7 2022

Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 sem er 7. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð

Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Kollekta:
Eilífi Guð, þú sem aldrei bregst í ráðum forsjónar þinnar, vér biðjum þig: Tak frá okkur allt, sem okkur má að meini verða og gef okkur það, sem farsælir okkur til lífs og sálar. Fyrir son þinn Drottin Jesú Krist sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur Guð um aldir alda.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 27/7 2022

Bænastund í hádeginu á morgun, þriðjudag. Á sunnudaginn prédikar séra Sveinn við messu klukkan 11.00

7C976C6E-C301-40AA-8BAF-F366D3E27AD6

Laufey Böðvarsdóttir, 25/7 2022

Sunnudaginn 24. júlí er messa klukkan 11.00.

Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og prédikar. Pétur Nói leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/7 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS