Dómkirkjan

 

Kæru vinir verið velkomin í safnaðarstarfið í Dómkirkjunni. Í dag, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Í kvöld kl. 20.00-20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar. Örpílagrímaganga með Elínborgu á miðvikudögum kl. 18.00. Hlökkum til að sjá ykkur!

22339596_10155666920039178_1795185480481095220_o-1

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2024

Góð orð inn í daginn hjá séra Sveini

https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2024-04-22/5344589

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2024

Messa sunnudaginn 21. apríl séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn. Verið hjartanlega velkomin! Aðalfundur Dómkirkjusafnaðar er kl. 13.30 í safnaðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/4 2024

Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur verður gestur okkar í opna húsinu 18. apríl klukkan 13.00

Kæru vinir síðasta Opna húsið okkar á þessum vetri verður fimmtudaginn 18. apríl klukkan 13.00-14.30. Guðfinna Ragnarsdóttir verður gestur okkar. Gott með kaffinu og skemmtilegt samfélag.  Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Vorferðin verður farin í maí og auglýst nánar á næstunni.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2024

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar sunnudaginn 14. apríl klukkan 11.00

Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn leiðir söng. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2024

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur
Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn sunnudaginn 21.apríl 2024 kl.13.30
í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf:
Önnur mál.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2024

Kæru vinir, athugið að við mætum í kirkjuna kl. 13.00 í dag 11. apríl í Opna húsinu. Séra Sveinn mun segja frá helgi táknum og siðum í kirkjunni og aldrei að vita nema hann taki lagið með okkur. Veitingar – verið velkomin!

IMG_6695

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2024

Athugið! Bach tónleikarnir falla niður í kvöld 9. apríl vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2024

Börkur okkar Karlsson flutti lista vel uppáhalds ljóðin sín í Opna húsinu í liðinni viku. Þökkum honum kærlega fyrir. Næsta fimmtudag hittumst við í kirkjunni kl. 13.00 og séra Sveinn segir okkur frá siðum og táknum í kirkjunni. Sjáumst þá!

börkur

Laufey Böðvarsdóttir, 8/4 2024

Góð vika framundan.

Í kvöld klukkan 18.00 er fundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Þri-mið-og fimmtudag er tíðasöngur kl. 9.15 og einnig kl. 17.00 á fimmtudaginn. Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 á morgun, þriðjudag og létt máltíð eftir hana. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar falla niður þessa vikuna vegna veikinda. Á fimmtudaginn kl. 13.00-14.30 er Opna húsið og nú verðum við í kirkjunni. Séra Sveinn segir frá helgitáknum og siðum í kirkjunni. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarstarfinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/4 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...