Dómkirkjan

 

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar er með fund í safnaðarheimilinu mánudaginn 11. mars klukkan 18.00. Velkomnar!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2024

Tíðasöngur í dag, miðvikudag með séra Sveini og örganga með séra Elinborgu kl. 18.00.

Á morgun er tíðasöngur kl. 9.15 og kl. 17.00. Opna húsið í safnaðarheimilinu kl. 13.00-14.30 Valdimar Tómasson skáld verður gestur okkar, kaffiveitingar. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn leiðir söng og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2024

Messa fimmtudaginn 14. mars kl. 18.00

Messa fimmtudaginn 14. mars klukkan 18.00. Messan verður tekin upp og flutt í útvarpinu sunnudaginn 17. mars. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2024

Á morgun 3. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar þá er messa klukkan 11.00.

Séra Sveinn  Valgeirsson og sr. Elínborg  Sturludóttir. Sól Björnsdóttir leikur forspil og eftirspil í messunni og fermingrbörn aðstoða við helgihaldið.  Sól hóf píanónám hjá Lydiu Kolosowska fimm ára gömul á Akureyri. Hún flutti til Reykjavíkur fyrir þremur árum og stundar nú nám í Allegro hjá Kristni Erni Kristinssyni. Sól mun hefja píanónám á framhaldsstigi við MÍT, Menntaskólann í tónlist næsta haust, 13 ára gömul. Messukaffi í safnaðarheimilinu.  Verið velkomin og takið með ykkur gesti

kajasigvalda

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2024

Áhrif kristinnar trúar á sjálfsmynd íslenskra kvenna. Séra Elínborg Sturludóttir mun halda þetta áhugaverða erindi í Opna húsinu, Lækjargötu 14a á fimmtudaginn. Opna húsið er frá kl. 13.00-14.30. Kaffiveitingar og gott samfélag. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/2 2024

Sól Björnsdóttir leikur forspil og eftirspil í messunni á sunnudaginn klukkan 11.00 og fermingrbörn aðstoða við helgihaldið. Séra Sveinn og sr. Elínborg. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/2 2024

Vikan framundan!

Þri-mið-og fimmtudaga er tíðasöngur með sr. Sveini kl. 9.15 einnig er tíðasöngur kl. 17.00 á fimmtudögum.

Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og létt máltíð eftir stundina.  Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30.

Örganga með séra Elínborgu klukkan 18.00 á miðvikudaginn.

Opna húsið í safnaðarheimilinu á fimmtudaginn kl. 13.00-14.30. Séra Elínborg verður með erindi, kaffiveitingar og gott samfélag.

Verið hjartanlega velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2024

Við þökkum Sigurrósu, Brynjari og Björgu sem hafa komið til okkar í Opna húsið og glatt gestina okkar. Fimmtudaginn 29. febrúar mun sr. Elínborg Sturludóttir verða með skemmtilegt erindi. Opna húsið er frá 13.00-14.30.

download-1 download

Laufey Böðvarsdóttir, 25/2 2024

Messa sunnudaginn 25. febrúar klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/2 2024

Björg Brjánsdóttir verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag. Opna húsið er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, það er frá kl. 13.00-14.30. Björg útskrifaðist af einleikarabraut frá Tónlistarháskóla Noregs vorið 2017 og hefur auk þess stundað nám í þverflautuleik við Tónlistarháskólann í Hannover, Tónlistarháskólann í München og Konunglega danska Tónlistarháskólann. Björg er stofnandi kammersveitarinnar Elju sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin misseri. Verið hjartanlega velkomin og tekið með ykkur gesti.

björg

Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS