Dómkirkjan

 

Upphaf fermingarfræðslunnar í messunni sunnudaginn 2. september kl.11.00. Fundur með fermingarbörnum og forráðamönnum eftir messu.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/8 2018

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígði mag. theol. Arnór Bjarka Blomsterberg til prestsþjónustu í Tjarnaprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi og cand. theol. Sveinbjörgu Katrínu Pálsdóttur til prestsþjónustu á landspítala háskólasjúkrahúsi. Vígsluvottar voru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Hjálmar Jónsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Sigurður Arnarson, sr. Sigurður Jónsson og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sem jafnframt lýsti vígslu. Dómorganistinn Kári Þormar og Dómkórinn. Óskum sr. Arnóri Bjarka og sr. Sveinbjörgu Katrínu innilega til hamingju og Guðs blessunar í starfi.

_GV_5726+

Laufey Böðvarsdóttir, 27/8 2018

Kæru vinir, við bjóðum séra Elínborgu Elínborg Sturludóttir hjartanlega velkomna í Dómkirkjuna. Sunnudaginn 2. september verður æsulýðsmessa kl. 11.00 þar sem þau sr. Sveinn og sr. Elínborg þjóna og eftir messu verður fundur með fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra. Seinna í september verður sr. Elínborg sett inn í embætti dómkirkjuprests. Opna húsið hefst fimmtudaginn 20. september með vinafundi. Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar kl. 20.30. Verið velkomin!

IMG_3314

Laufey Böðvarsdóttir, 27/8 2018

Á sunnudaginn verður prestsvígsla kl.11.00 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir mag. theol. Arnór Bjarka Blomsterberg til prestsþjónustu í Tjarnaprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi og cand. theol. Sveinbjörgu Katrínu Pálsdóttur til prestsþjónustu á landspítala háskólasjúkrahúsi. Vígsluvottar eru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Hjálmar Jónsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Sigurður Arnarson, sr. Sigurður Jónsson og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sem jafnframt lýsir vígslu. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er dómorganisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/8 2018

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar sunnudaginn 19. ágúst kl. 11

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2018

KVÖLDTÓNAR Í DÓMKIRKJUNNI Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja að nýju skemmtileg sönglög og óperuaríur á tónleikum á Menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 20:00. Að auki mun baritónsöngvarinn Ágúst Ólafsson koma fram á tónleikunum. Álfheiður Erla og Eva Þyri hafa tekið þátt í dagskrá Menningarnætur síðastliðin þrjú ár. Vorið 2018 fluttu þær norræn vorlög á Tíbrár tónleikum í Salnum og í Hofi á Akureyri. Verið hjartanlega velkomin á kvöldtóna í Dómkirkjunni! Aðgangur er ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2018

GUÐRÚN ÁRNÝ, DÓMKIRKJAN Guðrún Árný verður á sínum stað á Menningarnótt. Syngur og leikur á píanó hughljúf dægurlög fyrir gesti og gangandi. Allir ættu að fá lag við sitt hæfi. Tónleikarnir eru ekki langir, frá kl: 19.00 – 19:50. Notaleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík. Fólk getur litið inn í eitt lag eða setið allan tíman, allt eftir því hvað hentar.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2018

HELGISTUND KSS á Menningarnótt í Dómkirkjunni kl. 22.00-22.40. Kristileg skólasamtök eru fyrir unglinga 15-20 ára, en opna nú dyr sínar á Menningarnótt fyrir fyrir gestum og gangandi á hvaða aldri sem er. Pétur Ragnhildarson guðfræðinemi flytur stutta hugvekju. Önnur dagskrá er í höndum ungmenna úr KSS. Mikil tónlist og almennur söngur. Samtökin hafa verið starfandi í yfir 70 ár. Þeim er stjórnað af unglingunum sjálfum en eru nátengd KFUM og KFUK.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2018

KVÖLDTÓNAR Í DÓMKIRKJUNNI Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja að nýju skemmtileg sönglög og óperuaríur á tónleikum á Menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 20:00. Að auki mun baritónsöngvarinn Ágúst Ólafsson koma fram á tónleikunum. Álfheiður Erla og Eva Þyri hafa tekið þátt í dagskrá Menningarnætur síðastliðin þrjú ár. Vorið 2018 fluttu þær norræn vorlög á Tíbrár tónleikum í Salnum og í Hofi á Akureyri. Verið hjartanlega velkomin á kvöldtóna í Dómkirkjunni! Aðgangur er ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/8 2018

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest við messuna á sunnudaginn kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum syngja undir stjóran Kára Þormar, dómorganista. Minnum á bílastæðin við Alþingishúsið.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/8 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00

Dagskrá ...