Dómkirkjan

 

Opið hús í Safnaðarheimilinu hefst þann 21. september. Þar verður sem fyrr fjölbreytt dagskrá, fræðandi og skemmtileg samvera. Byrjað er með veislukaffi kl. 13.30 og í framhaldi af því fyrirlestur til fræðslu og skemmtunar, og svo samræður á eftir. Að venju mun efnt til haustferðar opna hússins og verður hún fimmtudaginn 28. september

Laufey Böðvarsdóttir, 2/8 2017

Fermingarstarf Dómkirkjunnar hefst með fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 3. september kl. 11.þar sem væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra eru boðin velkomin til fermingarstarfa vetrarins.

Hvað getur maður vitað um Guð?

Hvað er trú?

Hver er ég?

Er tilgangur með lífinu?

Hvernig get ég haft góð áhrif á samfélagið sem ég lifi í?

Þetta eru stórar spurningar og ekkert víst að við getum svarað þeim í eitt skipti fyrir öll. En það getur verið gott og gagnlegt að velta þeim fyrir sér og það ætlum við að gera í fermingarfræðslu Dómkirkjunnar næsta vetur. Þar ert þú velkomin(n). Fermingarfræðsla vetrarins 2017-2018 hefst með messu þann 3. september kl. 11:00 og fundi með fermingarbörnum og forráðamönnum að messu lokinni.  Athugið að ekkert námskeið verður haldið vikuna fyrir upphaf grunnskólans líkt og verið hefur undanfarin ár en hins vegar munum við hittast vikulega í vetur. Þau börn sem hyggjast taka þátt í fermingarfræðslunni eru vinsamlegast beðin að skrá þátttöku sína á netfanginu kirkjan@domkirkjan.is Við hlökkum til að hitta ykkur í haust. Með góðri kveðju, prestarnir​

Laufey Böðvarsdóttir, 2/8 2017

Kvöldtónar í Dómkirkjunni á menningarnótt Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari leiða áheyrendur í gegnum ljúfa tóna á tónleikum á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst kl. 20:00 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni verða íslensk og þýsk sönglög en einnig ýmsar aríur og samsöngvar óperubókmenntanna. Auk Álfheiðar og Evu koma meðal annars fram Eyrún Unnarsdóttir sópran og Fjölnir Ólafsson baritón. Aðgangur er ókeypis. Verið hjartanlega velkomin á kvöldtóna í Dómkirkjunni

ÍS-póster

Laufey Böðvarsdóttir, 2/8 2017

Alltaf gaman að koma í miðborgina, blessuð blíðan í dag. Á sunnudaginn er messa kl. 11 í Dómirkjunni. Þá mun Karl Sigurbjörnsson, biskup prédika og þjóna fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri.

IMG_3278 IMG_3272

Laufey Böðvarsdóttir, 27/7 2017

Alta Capella & orgel – Siðbótartónleikar.

Pressebild-print-2-1
Sunnudaginn 23. júlí kl. 20-21.
Löngu gleymd hljóðfæri fá að hljóma í Dómkirkjunni á sérlegum siðbótartónleikum! Það er blásaratríóið Aelos frá Þýskalandi/Danmörku, ásamt orgelleikaranum Láru Bryndísi Eggertsdóttur (búsett í Danmörku), sem bjóða tónleikagestum í ferðalag allt aftur til 13. aldar og fram yfir siðaskipti. Aelos-hópurinn sérhæfir sig í flutningi tónlistar á upprunaleg hljóðfæri, og hann skipa Jens Bauer (Sackbut og sleðatrompet), Regine Häußler (sópran- og alt-shawm) og Ingo Voelkner (sópran- og alt-shawm). Blásturshljóðfærin sem leikið er á eru frá endurreisnartímabilinu: sleðatrompet er einn elsti forveri básúnunnar, sackbut mætti kalla endurreisnarbásúnu en shawm endurreisnaróbó. Milli verka verða hljóðfærin og tónlistin kynnt nánar. Á efnisskránni eru verk eftir tónskáld á borð við Walter, Frescobaldi, Sweelinck og Kleber. Aðgangseyrir 1500 krónur, ekki er tekið við kortum.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/7 2017

Sunnudaginn 23. júlí er messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Félagar úr Dómkórnum syngja og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/7 2017

Frábærir tónleikar í gær í Dómkirkjunni.

IMG_2909

Laufey Böðvarsdóttir, 19/7 2017

Dúóið Ýr og Agga boðar til lokatónleika í Dómkirkjunni kl. 13 þriðjudaginn 18. júlí.

Flautuleikarinn Kristín Ýr og fiðluleikarinn Ragnheiður Ingunn hafa starfað sem listhópur Hins
hússins í sumar og leikið vítt og breitt um borgina, jafnt í miðbænum sem og á leikskólum og
hjúkrunar- og elliheimilum.
Á dagskrá hádegistónleikanna eru ýmis fjölbreytt verk sem eiga það þó flest sameiginlegt að hafa
verið samin á 20. öld. Verkin eru jafn ólík og þau eru mörg, en flutt verða klassísk verk, nútímaverk,
jazzverk og sönglög, útsett fyrir fiðlu og flautu. Meðal tónskálda sem flutt verða verk eftir eru
Shostakovich, Richard Rodney Bennett, Ian Clarke, Bítlarnir, Claude Bolling og Jóhann G.
Jóhannsson.
Dúóið hefur fengið góða gesti til liðs við sig en píanóleikararnir Herdís Ágústa Linnet og Ingibjörg
Ragnheiður Linnet munu leika með dúóinu í tveimur verkum.
Við vonumst eftir því að sjá sem flesta á þessum léttu og skemmtilegu lokatónleikum. Tónleikarnir
standa í um 45 mínútur og aðgangur er ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/7 2017

Embætti prests í Dómkirkjunni auglýst laust til umsóknar Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík. Skipað er í embættið til fimm ára frá 1. október nk. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst nk. Við kveðjum séra Hjálmar Jónsson með þakklæti og eftirsjá. Hér er hann með Ragga Bjarna í skrúðhúsinu – tveir góðir saman.

IMG_3214

Laufey Böðvarsdóttir, 15/7 2017

D-IS – Deutscher Gottesdienst – Þýsk messa – 16.07.2017 Am Sonntag, den 16. Juli 2017, findet in der Dómkirkja (Kirkjustræti, 101 Reykjavík) um 11 Uhr ein deutschsprachiger Gottesdienst mit Pfarrerin Silke Schrom aus Frankfurt statt.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/7 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS