Dómkirkjan

 

Æðruleysismessa kl. 20 í kvöld, 19. mars.
Æðruleysismessur snúast um að dvelja hér og nú, að vera í nærveru hvers annars, við fætur Æðri máttar. Þar sem messurnar eru í anda tólf sporanna kemur félagi og deilir reynslu sinni.
Díana Ósk leiðir stundina og fer með okkur í sameiginlega bæn, Ástvaldur verður við pianóið, Bjarni Ara tekur lagið og Sr. Fritz Már fer með hugleiðingu.
Stundin er búin kl. 21:00 en við bjóðum upp á fyrirbæn fyrir þau sem það vilja eftir stundina.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/3 2017

Fermingarstúlkurnar Freyja og Ilmur lesa ritningarlestrana í messunni á morgun kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og sunnudagskóli á kirkjuloftinu. Dómkórinn og Kári Þormar. Minni á æðruleysismessuna kl. 20, séra Fritz og Díana leiða þessa fallegu stund. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2017

Opið hús á fimmtudögum kl.13.30 í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Þar er ríkulegt kaffiborð og fræðandi fyrirlestrar og skemmtilegt samfélag. Fimmtudaginn 16. mars mun Elísabet Brekkan segja okkur kjaftasögur af kóngafólki. 23. mars Unnur Halldórsdóttir, skemmtisögur og vísur 30. mars Helgi Skúli Kjartansson 6. apríl Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins 27. apríl Karl biskup um Geir Vídalín 4. maí Þorvaldur Friðriksson Jón Indíafari 11. maí vorferð

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017

Samtal um trú í kvöld, 15. mars kl. 18 í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017

Æðruleysismessa sunnudaginn 19. mars kl. 20, verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017

Jóhannesarpassían 1. og 2. apríl

Jóhannesarpassían eftir J.S. Bach er ómissandi þáttur í aðdraganda páskanna.

Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum mun flytja þetta magnaða verk í tvígang í Langholtskirkju dagana 1. og 2. apríl næstkomandi.

Einsöngvarar verða Kristinn Sigmundsson bassi í hlutverki Jesú, Þorbjörn Rúnarsson tenór í hlutverki guðspjallamannsins, Fjölnir Ólafsson baritón í hlutverki Pílatusar, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hildigunnur Einarsdóttir alt. Stjórnandi er Kári Þormar.

Jóhannesarpassían sem er eitt af viðameiri verkum sem varðveist hafa eftir Jóhann Sebastían Bach, túlkar á áhrifaríkan hátt frásögn Jóhannesarguðspjallsins af handtöku og krossfestingu Jesú Krists. Í verkinu er texti guðspjallsins fluttur með sönglesi og mögnuðum kórköflum þar sem kórinn túlkar meðal annars ofsa og reiði múgsins eins og Jóhannes lýsir því. Inn á milli hljóma fagrar aríur og sálmar þar sem hin hryggilega atburðarás frásagnarinnar er hugleidd.

Þetta er í fyrsta skipti sem Dómkórinn flytur Jóhannesarpassíuna en áður hefur kórinn staðið fyrir flutningi á ýmsum stórum kórverkum svo sem Sálumessu Mozarts og Messíasi eftir Händel.

Aðgangseyrir er 4.900 kr. Miðar eru seldir á midi.is

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017

Séra Sveinn prédikar og þjónar við messuna sunnudaginn 19. mars, sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.

Ágætu vinir, gaman væri að sjá ykkur

 
Þó allt breytist hratt í miðborginni og gamla Reykjavík gangi í endurnýjun lífdaga þá stendur hin 220 ára gamla Dómkirkja á sínum stað og djúpum rótum í þúsund ára órofa samhengi hér.
Kyrrð og fegurð helgidómsins umvefur hvern þann sem þar kemur inn til helgra stunda í einrúmi eða í samfélagi safnaðarins. Bænastundir alla þriðjudaga kl. 12 og messur alla sunnudaga kl. 11.
 
Á miðvikudagskvöldum alla föstuna eru námskeið í Safnaðarheimilinu kl. 18 – 21, sem nefnist Samtal um trú. Að þessu sinni verður rætt um Lúther og siðbótina. Næsta samvera er á morgun, miðvikudag kl. 18, þá mun Karl biskup ræða um Gissur Einarsson og siðbótina.  Boðið verður upp á léttan málsverð við vægu verði. Fyrirlesarar verða Karl biskup,sr Sveinn, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
 
Safnaðarheimilið á horni Vonarstrætis og Lækjargötu býður líka upp á opið hús á fimmtudögum kl.13.30. Þar er ríkulegt kaffiborð og fræðandi fyrirlestrar og skemmtilegt samfélag.
Fimmtudaginn 16. mars mun Elísabet Brekkan segja okkur kjaftasögur af kóngafólki.
23. mars Unnur Halldórsdóttir, skemmtisögur og vísur
30. mars Helgi Skúli Kjartansson
6. apríl Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins
27. apríl Karl biskup um Geir Vídalín
4. maí Þorvaldur Friðriksson Jón Indíafari
11. maí vorferð
 
Prjónakvöld mánudaginn 27. mars kl. 19
 
Laugardaginn, 25. mars, kl. 9 – 16, mun Karl biskup leiða kyrrðardag með íhugunum í Safnaðarheimilinu.  Dómkirkjan er á sínum stað, fastur punktur í iðuköstum umbreytinganna í miðborginni okkar. Þar ert þú alltaf velkomin(n)!.
Skráning á kyrrðardaginn laufey@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017

 Hittumst heil í Dómkirkjunni á morgun sunnudag kl. 11.
Mynd frá Karl Sigurbjörnsson.
Karl Sigurbjörnsson

Undirbý messu morgundagsins, þakklátur fyrir að fá enn einu sinni að hitta börn og fullorðna sem unna húsi Guðs – og njóta þess að horfa á heiminn gegnum kirkjuglugga!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2017

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar við messu sunnudaginn 12. mars kl. 11. Sunnudagaskólinn í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Bílastæði gengt Þórshamri. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2017

Á morgun, miðvikudag er Samtal um trú í safnaðarheimilinu frá kl. 18. Séra Sveinn Valgeirsson fjallar um Lúther og barnafræðsluna. Léttur kvöldverður verður og umræður. Á fimmtudaginn fáum við Björn Jón Bragason sem gest í Opna húsið kl. 13.30. Verið hjartanlega velkomin. Hér eru myndir frá Opna húsinu í síðustu viku. Þökkum þessum góðu gestum fyrir komuna.

IMG_1771 IMG_1777 IMG_1776

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Tenglar:
ungdom.me

Trú.is

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 17:30, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar.
Prjónakvöld 4 mánudag í mánuði kl. 19:00

Dagskrá ...