Dómkirkjan

 

Kæru vinir. Í samræmi við reglugerð sóttvarnaryfirvalda um takmörkun á samkomum, sem tók gildi 25. mars 2021 og gildir til og með 15. apríl 2021, liggur allt helgihald í Dómkirkjunni niðri á meðan. Á páskadag verður hátíðamessu klukkan 11.00 útvarpað, en því miður verður kirkjan lokuð kirkjugestum.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2021

Hugvekja á tímum Covid. Í meira en ár hefur líf okkar flestra snúist um kófið sem herjar á alla heimsbyggðina. Fréttatímar hafa verið undirlagðir af ýmiss konar fréttum tengdum pestinni, líf okkar hefur farið verulega úr skorðum og við höfum þurft að tileinka okkur nýjar venjur og aðferðir til að takast á við hversdagslífið. Mörg okkar hafa unnið heima, önnur hafa orðið að mæta til vinnu með stórauknum sóttvörnum og svo eru öll hin sem hafa misst atvinnu sína. Fyrir þau hafa umliðnir mánuðir verið „erfiðir tímar og atvinnuþref“. Þessi pest er svo sannarlega prófraun á þrautseigju þessarar kynslóðar. Ef litið er um öxl til sögu þjóðarinnar má margt af henni læra. Ég hygg að við þekkjum flest sögur úr okkar eigin fjölskyldu sem fjalla um seiglu og aðlögunarhæfileika genginna kynslóða. Sennilega skiljum við betur nú en áður hvað það merkir að „þreyja“ og „þrauka“ , sýna „æðruleysi“ og „yfirvegun“. Í kristnum trúararfi er líka að finna djúpa visku sem byggir á reynslu kynslóðanna. Þegar á móti blæs er gagnlegt að lesa Davíðssálma og spádómsbók Jesaja sem og guðspjöllin, því þar er að finna tjáningu á margs konar tilfinningum og heilnæman vonarboðskap og það er einmitt það sem við þurfum á að halda um þessar mundir. Von sem styður okkur í því að takast á við dagana, einn í einu. Hjá Jesaja segir: „Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.“ (Jes. 41.10) Þegar ég gekk Tjarnargötuna á leið til vinnu á dögunum rak ég augun í krókusa sem hafði tekist að þrýsta sér upp úr moldinni og knúparnir áttu ekki langt í það að opnast! Þessir fjólubláu vorboðar glöddu mig og mér fannst þetta táknrænt fyrirheiti um það að þetta væri nú allt að koma og dagarnir yrðu sífellt bjartari, fólkið glaðara og fleiri fengju bólusetningu. Sannleikurinn er sá að við höfum til svo margs að hlakka! Gleðilega páska. Séra Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur.

IMG_9421

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2021

Nafnið Dymbilvika mun dregið af trékólfinum sem settur var í klukkurnar til að hljómur þeirra verði mattur og dimmur. Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagarnir. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Í helgihaldi dymbilviku og páska fáum við tækifæri að ganga inn á sögusvið guðspjallanna. En það er ekki bara innlifun í liðna atburði. Á páskum í Jerúsalem árið 33 urðu atburðir sem valda vatnaskilum í gjörvallri sögu manns og heims, vatnaskil í sögu tímans. Í helgri iðkun kirkjunnar verða þessir atburðir samtíð. Í helgihaldinu er minning þeirra gjörð, við verðum þátttakendur í þeim í trú. Við rifjum upp þessa atburði í birtu páskasólar, upprisutrúar. Páskar, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar. Hinn krossfesti reis af gröf og lifir. Hann mun hafa síðasta orðið, hann hefur sigrað dauðann.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2021

Það viðrar vel til örpílagrímagöngu í dag, 31.mars. Sjáumst klukkan 18.00 í Dómkirkjunni. Séra Elínborg Sturludóttir leiðir gönguna.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2021

Kæru vinir. Í samræmi við reglugerð sóttvarnaryfirvalda um takmörkun á samkomum, sem tók gildi 25. mars 2021 og gildir til og með 15. apríl 2021, liggur allt helgihald í Dómkirkjunni niðri á meðan. Á páskadag verður hátíðamessu klukkan 11.00 útvarpað.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2021

Vegna sóttvarnareglna verðu við að hætta við tónleikana sem áttu að vera í dag, 25. mars.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2021

Bæna-og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag klukkan 12.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2021

Gleðidagur í Dómkirkjunni í gær! Þá var séra Jón Ásgeir Sigurvinsson settur inn í embætti héraðsprests Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Séra Jón Ásgeir prédikaði í messunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónaði fyrir altari. Gaman að þau hjónin þjónunuðu saman við þessa hátíðlegu stund. Hér eru þau hjónin með prófastinum séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Megi Guðs blessun fylgja séra Jóni Ásgeiri í lífi og starfi.

163571866_10159240523965396_2753776012829817415_n

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2021

Hálftíma orgeltónleikar í Dómkirkjunni 18. mars kl. 18.30. Kári Þormar leikur verk eftir Bach, Böhm og Gigout Aðgangur er ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2021

Æðruleysismessa á sunnudaginn 21.mars kl. 20:00-21:00. Yndisleg stund, þar sem við munum taka okkur frá amstri dagsins, setjast niður í ró og njóta kyrrðarinnar og tónlistarinnar. Við munum biðja saman og hugleiða saman og hlusta á góðan félaga deila með okkur reynslu, styrk og von ❤ Takið kvöldið frá og látið fólk vita af stundinni svo það fái tækifæri til að mæta.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Sunnudagur

- 11.00 Messa
Æðruleysismessa er þriðja sunnudag hvers mánaðar kl. 20.00 yfir vetrartímann
-

Dagskrá ...