Dómkirkjan

 

Messa kl.11 sunnudaginn 14.janúar. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs og Sigurðar. Dómkórinn og orgnanisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi · FJÖRUGT, FRÆÐANDI OG SKEMMTILEGT BARNASTARF ALLA SUNNUDAGA.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2018

Opna húsið byrjar eftir viku, fimmtudaginn 18. janúar kl. 13.30. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/1 2018

Kæru vinir! Mikið verður gaman að sjá ykkur í bæna-og kyrrðarstundinni á þriðjudaginn kl.12.10 í Dómkirkjunni. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/1 2018

Athugið, sunnudagaskólinn hefst eftir viku, þann 14. janúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2018

Gunnar Kvaran sellóleikari fjallar um andleg mál og leikur tónlist eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni organleikara í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 21. janúar kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

_GV_3780+

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2018

Fermingarfræðslan hefst að nýju miðvikudaginn 7. febrúar kl. 16 í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2018

Messa sunnudaginn 7. janúar kl.11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Safnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu,
Lækjargötu 14a eftir messu, kl. 12.15.
Dagskrá: Kosning kjörnefndar.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2018

Þriðjudags bæna-og kyrrðarstundirnar byrja aftur 9. janúar kl. 12.10 og Opna húsið byrjar fimmtudaginn 18. januar.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2018

Það var yndislegt að hlusta að þá Gunnar Kvaran og Hauk Guðlaugsson í kvöld. Gunnar Vigfússon ljósmyndarinn góði kom og tók myndir af þessum frábæru listamönnum. Sunnudaginn 21. janúar kl. 16 verða þeir í Dómkirkjunni með stund í tali og tónum. Takið daginn frá!

IMG_0806+ (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 28/12 2017

Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar.Dómkórinn og Kári Þormar. Nýársdagur 1. janúar 2018 Hátíðarmessa kl. 11:00, Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 17:30, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar.

Dagskrá ...