Dómkirkjan

 

Prestvígsla klukkan 11.00 sunnudaginn 22. október

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir Daníel Ágúst Gautason. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur lýsir vígslu og vígsluvottar er sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson, sr. Guðný Hallgrímsdóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Matthías Harðarson. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2023

Kæru vinir á fimmtudaginn er okkur boðið í Áskirkju, hittumst þar klukkan 13.00. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni og létt máltíð í safnaðarheimilinu eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar klukkan 20.00 öll þriðjudagskvöld. Tíðasöngur með séra Sveini, miðviku- og fimmtudag klukkan 9.15 og einnig klukkan 17.00 á fimmtudag. Örpílagrímaganga klukkan 18.00 á miðvikudaginn með séra Elínborgu. Á sunnudaginn er prestvígsla klukkan 11.00. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2023

Björg Brjánsdóttir frumflytur sex ný einleiksverk fyrir flautu í Dómkirkjunni sunnudagskvöldið 15. október kl. 20. Tónskáldin eru eftirfarandi: Berglind María Tómasdóttir Haukur Þór Harðarson Ingibjörg Elsa Turchi Nanna Søgaard Páll Ragnar Pálsson Tumi Árnason Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd og aðgangur ókeypis.

Björg-22

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2023

Dásamleg messa í dag, þar sem Tónskóli Þjóðkirkjunnar og Dómkirkjan minnumst þess að 130 ár eru liðin frá fæðingu Páls Ísólfssonar tónskálds og dómorganista. Tveir nemendur Tónskólans þeir Hrankell Karlsson og Pétur Nói Stefánsson léku forspil og eftirspi l á orgelið. Séra Elínborg Sturludóttir prédikaði, Guðmundur Sigurðsson lék á orgelið og Dómkórinn söng. Eftir messuna flutti Bjarki Sveinbjörnsson fyrirlestur um ævi og störf Páls. Hjartans þakkir til ykkar allra sem komuð að messunni og góðra kirkjugesta.

387877528_736690275167789_5061012254460476515_n 387875881_736690285167788_4529469444112826960_n 387875401_736690348501115_7141326702821442046_n 387877560_736690398501110_4696698924233667132_n

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2023

Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 þar sem Páls Ísólfssonar er minnst.

Þann 12. október nk. eru 130 ár liðin frá fæðingu Páls Ísólfssonar orgel- og píanóleikara, hljómsveitar- og söngstjóra og tónskálds. Páll gegndi mörgum störfum en m.a. var hann dómorganisti við Dómkirkjuna í Reykjavík um árabil. Tónskóli Þjóðkirkjunnar og Dómkirkjan minnast þessara tímamóta með messu í Dómkirkjunni þann 15. október nk. kl. 11 þar sem nemendur Tónskólans leika forspil og eftirspil eftir Pál Ísólfsson og Max Reger.
Víst ertu Jesús, kóngur klár. Höf. Páll Ísólfsson. Hrafnkell Karlsson leikur.
Eftirspil: Introduktion und Passacaglia. Höf. Max Reger, kennari Páls Ísólfssonar. Pétur Nói Stefánsson leikur.
Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Kl. 12:30 flytur Bjarki Sveinbjörnsson fyrirlestur í safnaðarheimili Dómkirkjunnar um ævi og störf Páls. Kirkjukaffi.
Verið öll hjartanlega velkomin!:

Laufey Böðvarsdóttir, 12/10 2023

Kæru vinir, því miður fellur haustferðin sem átti að vera á morgun niður. Spáin er mjög slæm, jafnvel lokanir á vegum.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2023

Opna húsið á fimmtudögum kl. 13.00-14.30 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a.

12. okt Haustferðin í Grímsnesið góða. Fellur nið’ur vegna veðurs.

19. okt   Heimsókn í  Áskirkju. Hittumst þar klukkan 13.00.

26. okt Ástbjörn Egilsson les úr bók Jóhannesar heitins Bergsveinssonar geðlæknis. Bókin heitir Hæsnakofi minninganna og er efni hennar hugljúfar minningar úr Breiðafirðinum.

Þriðjudaginn 31. október. Athugið við þiggjum heimboð í Seltjarnarneskirkju á þriðjudegi. Hittumst þar klukkan 13.00

9. nóv Sr. Elínborg Sturludóttir

16. nóv  Séra Skúli Ólafsson fjallar um Gerði Helgadóttur listakonu.

23. nóv Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður.

30. nóv Séra Sveinn Valgeirsson.

Bæna-og kyrrðarstundir alla þriðjudaga kl. 12.00

Bach tónleikar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30

Tíðasöngur þri, mið og fim klukkan 9. 15 og fim kl. 17.00

Örgöngur kl. 18 á miðvikudögum.

Kvöldkirkjan 13. október, 9. nóvember, 7. desember kl. 20-22.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2023

Kvöldkirkjan föstudagskvöldið 13. október klukkan 20.00-22.00

Kvöldkirkjan er óhefðbundin stund að formi og innihaldi. Andrúmsloftið er óformlegt og afslappað. Lýsing, tónlist og stuttar íhuganir blandast við alltumliggjandi kyrrð og ró rýmisins. Við bjóðum þér að hugleiða, biðja, kveikja á kertum, fara á milli mismunandi stöðva í kirkjunni, skrifa niður hugsanir þínar eða bænir eða bara sitja í bekkjunum eða hvílast á dýnum í kirkjunni.
Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Hallgrímskirkju og Dómkirkjunnar í Reykjavík. Í boði eru tvær stundir í mánuði, ein í hvorri kirkju, frá lokum september til loka apríl.
Af hverju kvöldkirkja og hvert er markmiðið?
Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi dagkirkjunnar. Kvöldkirkjan er öðru vísi en hefðbundið helgihald. Fólk er ekki bundið við kirkjubekkina, heldur getur hreyft sig um kirkjurýmið setst niður eða lagst.
Hvað einkennir kvöldkirkjuna?
Kyrrð, ró og íhugun ásamt óhefðbundinni tónlist fyrir kirkju, eru helstu einkenni kvöldkirkjunnar. Í kvöldkirkjunni er slökkt á símanum og samtölin eru látin bíða þar til út er komið. Lesinn texti er á hálfímta fresti og tónlistarflutningur stiður við íhugun og slökun. Öllum er frjálst að ganga hljóðlega um kirkjuna, setjast eða liggja í kirkjubekkjunum eða á dýnum á gólfinu, kveikja á kertum, færa sig á milli stöðva og skrifa það sem þeim liggur á hjarta á miða og setja í körfur.

Kvöldkirkjur á næstunni
Dómkirkjan í Reykjavík:
13. október
9. nóvember
7. desember
Hallgrímskirkja:
26. október
30. nóvember
28. desember

Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2023

Haustferðin verður farin fimmtudaginn 12. október í Grímsnesið góða. Fararstjóri verður Börkur vinur okkar Karlsson

.

Lagt af stað klukkan 10.00 frá Perlunni, keyrum Þingvallaleiðina austur.
Farið verður í Búrfellskirkju sem var reist 1845 og er elsta timburkikrja í Skálholtsstifti. Eftir stund í kirkjunni munum við þiggja hressingu heima í bæ hjá Lísu.
Við munum síðan skoða Sveitasetrið Brú og borða þar.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 8989703 eða á laufey@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2023

Tíðaöngur í dag miðvikudag kl. 9. 15 og örganga klukkan 18.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...