Dómkirkjan

 

Lífleg vika framundan í safnaðarstarfinu í Dómkirkjunni. Prjónakvöld kl. 19 í dag, súpa og skemmtilegur félagsskapur. Á morgun þriðjudag er kyrrðar-og bænastund kl. 12 og létt máltíð á eftir. Þessar stundir eru ómetanlegar, gott að næra andann í amstri hversdagsins. Öll þriðjudagskvöld kl. 20.30 leikur Ólafur Elíasson prelódíur og fúgur Bach í Dómkirkjunni. Það eru dásamlegar stundir. Á miðvikudaginn kl. 18 er Samtal um trú, en þá mun séra Sveinn Valgeirsson fjalla um Filippus Melankton. Máltíð og kaffi. Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur verður gestur okkar í Opna húsinu, fimmtudaginn 30. mars kl. 13.30. Hann mun fjalla um bók Guðna Th. Jóhannessonar forseta, sem Guðni skrifaði um forsetana Svein, Ásgeir, Kristján og Vigdísi. Karl biskup les ljóð og Ásta gleður okkur með ljúffengum veitingum. Messa og sunnudagskóli á sunnudaginn kl. 11 og aðalfundur eftir messu. Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum flytur Jóhannesarpassíuna 1 og 2. apríl í Langholtskirkju. Það verða glæsilegir tónleikar, hægt er að kaupa miða á midi.is. Hlökkum til að sjá ykkur, það er margs að njóta.

IMG_0812

Laufey Böðvarsdóttir, 27/3 2017

Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur verður gestur okkar í Opna húsinu, fimmtudaginn 30. mars kl. 13.30. Hann mun fjalla um bók Guðna Th. Jóhannesson forseta sem Guðni skrifaði um forsetana Svein, Ásgeir, Kristján og Vigdísi. Karl biskup les ljóð og Ásta gleður okkur með ljúffengum veitingum. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/3 2017

Prjónakvöld á morgun,mánudag kl. 19 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Súpa, kaffi og eitthvað sætt með kaffinu. Hlökkum til að sjá ykkur og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2017

Karl biskup prédikar og þjónar í dag kl. 11, mæðgurnar Þórhildur og Helena Hjörvar lesa ritningarlestrana. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu. Dómkórinn og Kári Þormar organisti. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri. Hlökkum til að sjá ykkur í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2017

Aðalsafnaðarfundur Dómkirkjusóknar verður haldinn að lokinni messu á kirkjulofti Dómkirkjunnar, sunnudaginn 2. apríl kl. 12:15. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2017

Prjónakvöld mánudaginn 27. mars kl. 19. Létt máltíð og góður félagsskapur.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2017

Hlökkum til að sjá sem flesta í Opna húsinu í dag, kl. 13.30. Unnur Halldórsdóttir kemur ekki í dag eins og auglýst var, en Karl biskup, les ljóð og segir sögur. Ásta er í óða önn að útbúa veitingar á veisluborðið. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/3 2017

Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 26. mars kl.11. Fræðandi og skemmtilegur sunnudagaskóli á kirkjuloftinu hjá Ólafi Jóni og Sigga Jóni. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Minnum á bílastæðin, gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2017

Á laugardaginn, 25. mars, sem er Boðunardagur Maríu, er boðið til Kyrrðardags í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Dagskráin hefst kl. 9 og lýkur fyrir kl. 16. Kyrrðardagur, retreat, er dagur hvíldar, friðar og endurnæringar. Safnaðarheimilið býður upp á góða aðstöðu til að lesa, hugleiða, slaka á í næði. Í Baðstofunni er útbúin kapella, bænastaður og þar mun Karl Sigurbjörnsson biskup leiða íhuganir um Maríu guðsmóður og fræða um notkun bænabandsins í trúarlífi. Að lokinni íhugun og fararblessun í Dómkirkjunni um kl. 15 verður þögnin rofin og boðið upp á kaffi í Safnaðarheimilinu. Gjald kr. 5000, fyrir mat og kaffi og bænabandið. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig í síma 520-9700, eða með tölvupósti á domkirkjan@domkirkjan.is.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2017

Sjáumst í hádeginu í dag í Dómkirkjunni. Bæna-og kyrrðarstund, léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar í kvöld kl. 20.30-21.00. Það er ljúft samfélagið í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Tenglar:
ungdom.me

Trú.is

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 17:30, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar.
Prjónakvöld 4 mánudag í mánuði kl. 19:00

Dagskrá ...