Dómkirkjan

 

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 1. október kl.11. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Næg bílastæði gengt Þórshamri. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2017

Falleg stund í Dómkirkjunni í dag! Prests- og djáknavígsla, Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígði Sylvíu Magnúsdóttur til prestsþjónustu á Landspítalanum og djáknakandídat Elísabetu Gísladóttur til djáknaþjónustu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Hugheilar hamingjuóskir séra Sylvía og Elísabet djákni, megi Guðs blessun fylgja ykkur í leik og starfi.

_GV_2178+

Laufey Böðvarsdóttir, 24/9 2017

Það er alltaf gleðilegt þegar prests- og djáknavígslur eru og á morgun er vígsla kl. 11. Hér er mynd frá því þegar Grétar Halldór Gunnarsson var vígður til Grafarvogsprestakalls. Blessunar- og hamingjuóskir fylgi honum og þeim Sylvíu Magnúsdóttur og Elísabetu Gísladóttur sem vígðar verða á morgun. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir djáknakandídat Elísabetu Gísladóttur til djáknaþjónustu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Einnig verður cand. theol. Sylvía Magnúsdóttir vígð til prestsþjónustu á Landspítalanum. Vígsluvottar verða sr. Kristín Pálsdóttir, sr, Sveinn Valgeirsson, sr. Bragi Skúlason, Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Sunnudagaskóli milli kl. 11 og 12 á kirkjuloftinu. Öll börn velkomin í fylgd með fullorðnum. Messa kl. 14 í Kolaportinu. Sr. Sveinn þjónar ásamt Þorvaldi Halldórssyni og fleirum. Minnum á bílastæðin aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir!

_GV_9593+ net

Laufey Böðvarsdóttir, 24/9 2017

Opna húsið byrjar í dag.

Verið velkomin í opna húsið kl. 13:30 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14 a. Dagskráin ber yfirskriftina: Söngur, spjall og slúður. Ásta Kristjánsdóttir verður með veisluborð.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2017

Prestvígsla, sunnudagaskóli og Kolaportsmessa á sunnudaginn kemur

Prests- og djáknavígsla kl. 11. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir djáknakandídat Elísabetu Gísladóttur til djáknaþjónustu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Einnig verður cand. theol. Sylvía Magnúsdóttir vígð til prestsþjónustu á Landspítalanum. Vígsluvottar verða sr. Kristín Pálsdóttir, sr, Sveinn Valgeirsson, sr. Bragi Skúlason, Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.

Sunnudagaskóli milli kl. 11 og 12 á kirkjuloftinu. Öll börn velkomin í fylgd með fullorðnum.

Messa kl. 14 í Kolaportinu. Sr. Sveinn þjónar ásamt Þorvaldi Halldórssyni og fleirum.

Minnum á bílastæðin aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2017

Kæru vinir, hún Ásta okkar verður með veisluborð á fimmtudaginn, þegar Opna húsið byrjar aftur eftir sumarfrí. Opna húsið byrjar fimmtudaginn 21. september kl. 13.30 í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Dagskrá: 21. sept. Söngur, spjall og slúður. Vinafundur. 28. september Haustferð. Farið í Hafnarfjörð og Álftanes. 5. október Nýi dómkirkjupresturinn 12. október Unnur Halldórsdóttir fer með gamanmál og kvæði. 19. október Lísbet Guðmundsdóttir, Skálinn við Lækjargötu 26. október Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda syngja og leika 2. nóvember Kaffihúsastemning við Tjörnina. 9. nóvember Ármann Reynisson skáld 16. nóvember Hrólfur Jónsson spilar og syngur eigin lög. 23. nóvember Karl Sigurbjörnsson, biskup. Myndin af Jesú 30. nóvember Aðventustund, heitt súkkulaði og kræsingar. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og samvera og léttur hádegisverður. Þriðjudags Bachtónleikar Ólafs Elíassonar eru kl. 20.30 annað kvöld. Allir hjartanlega velkomnir

IMG_1772

Laufey Böðvarsdóttir, 18/9 2017

Þessi bráðskemmtilegu ungu menn verða með sunnudagaskólann á kirkjuloftinu á sunnudaginn kl. 11. Fræðandi og skemmtilegt starf. Velkomin til messu þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar, Dómkórinn og Kári leikur á orgelið. Ólöf Sesselja verður meðhjálpari. Bílastæði við Alþingishúsið. Hlökkum til að sjá ykkur. Nú byrja æðruleysismessuurnar aftur eftir sumarfrí, 17. september kl. 20 Kæru fjölskylda, vinir og félagar nú hefjast Æðruleysismessurnar aftur. Merkið kvöldið á dagatalið og setjið áminningu í símann ;) Gefum okkur tækifæri á að nærast í dagsins önn, kyrrum hugann, róum taugarnar, hvílum lúin bein, dveljum í nærveru heilags anda og njótum samfélags. Hlustum á félaga deila reynslu sinni, heyrum hugleiðingu, syngjum og biðjum saman á sunnudaginn 17. Sept kl. 20:00 í Dómkirkjunni :D Díana Ósk mun leiða stundina, Sr. Fritz Már mun flytja hugleiðingu, Sr. Sveinn mun leiða bænina og Ástvaldur mun stýra tónlistinni. Deilið þessu til sem flestra svo fleiri fái tækifæri til þess að njóta stundarinnar.

 

 

 

IMG_4549

Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2017

Messa 17. september kl. 11

Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgel og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Næg bílastæði aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/9 2017

Kæru vinir, nú er komið að því! Næstkomandi sunnudag 17.sept. kl.20.00 verður æðruleysismessa í Dómkirkjunni. Njótum þess að kyrra hugann og eiga saman frábært samfélag. Félagi deilir reynslu sinni. Díana Ósk leiðir stundina, sr.Fritz Már flytur hugvekju, sr.Sveinn leiðir okkur í bæn og Ástvaldur nærir okkur með dásamlegri tónlist. Sjáumst á sunnudag

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2017

Í gær var haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi, en 10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga.

IMG_3343

Laufey Böðvarsdóttir, 11/9 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS