Dómkirkjan

 

Athugið! Bach tónleikarnir falla niður í kvöld 9. apríl vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2024

Börkur okkar Karlsson flutti lista vel uppáhalds ljóðin sín í Opna húsinu í liðinni viku. Þökkum honum kærlega fyrir. Næsta fimmtudag hittumst við í kirkjunni kl. 13.00 og séra Sveinn segir okkur frá siðum og táknum í kirkjunni. Sjáumst þá!

börkur

Laufey Böðvarsdóttir, 8/4 2024

Góð vika framundan.

Í kvöld klukkan 18.00 er fundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Þri-mið-og fimmtudag er tíðasöngur kl. 9.15 og einnig kl. 17.00 á fimmtudaginn. Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 á morgun, þriðjudag og létt máltíð eftir hana. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar falla niður þessa vikuna vegna veikinda. Á fimmtudaginn kl. 13.00-14.30 er Opna húsið og nú verðum við í kirkjunni. Séra Sveinn segir frá helgitáknum og siðum í kirkjunni. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarstarfinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/4 2024

Messa klukkan 11.00 sunnudaginn 7.apríl. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/4 2024

Börkur Karlsson leiðsögumaður og kennari verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag klukkan 13.00-14.30.

Tilvalið fyrir vinahópa að skella sér í miðbæinn, fá sér kaffi og meðlæti,  hlusta og njóta samfélagsins.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2024

Gleðilega páska! Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn!

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2024

Páskadagur. Hátíðarmessa kl 8:00 Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson flytur hugvekju Dómkirkjuprestarnir þjóna. Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson.

Hátíðarmessa kl 11:00 Sr. Sveinn Valgeirssson prédikar sr Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur; dómorganisti er Guðmundur Sigurðsson.

páskar-375x500

Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2024

Helgistund á föstudaginn langa kl. 11.00. Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2024

Löng er leiðin, frá áfalli og sorg, yfir í einhvers konar sátt. Hún er löng en hún er fær. Guðspjall páskanna fjallar einmitt um slíkt ferðalag. Upp að gröf Jesú koma konurnar þrjár árla dags. Ekki er ósennilegt að þær hafi upplifað reiðina, þessa æpandi spurningu til Guðs, af hverju? Af hverju var vinur þeirra og meistari tekinn höndum eins og glæpamaður, kvalinn og hæddur og loks tekinn af lífi á eins grimmilegan hátt og hugsast gat? Sannarlega hafði hann ekkert til saka unnið en samt tekinn af lífi. Daginn næsta geta þær ekkert annað gert en að syrgja og bíða. Reyna að átta sig á því sem hefur gerst. Horft framan í blákaldan veruleikann sem þó virðist vera allt annað en veruleikinn. Áður en sabbatinn er liðinn, fyrir dagrenningu, leggja þær af stað að gröfinni til að búa um líkama Jesú, og veita honum þann umbúnað sem þeim var meinað að gera tveimur dögum áður. Þar verða þær vitni að þessum einstæða atburði mannkynssögunnar. Gröfin er tóm en ungur maður, engill, situr á steininum og segir við þær. Þið leitið að Jesú frá Nazaret hinum krossfesta. Hann er ekki hér, hann er upprisinn. Upp risinn. Í þessum orðum engilsins – í þessum atburði – hvílir öll von mannkyns, þarna er sú von, sem allir syrgjendur, allir þeir sem þreyttir eru og mæddir hafa. Hann er upp risinn. Ekki hvarflar þó að mér að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem við mennirnir þurfum svo oft og einatt að takast á við; þeir verða að sjálfsögðu ekki að engu við upprisuna; glíman er eftir. Upprisa Jesú Krists segir okkur hins vegar að við eigum sigurinn vísan. Kristur er einmitt sá sem býður mér fylgd sína og stuðning; hann sýnir mér með upprisunni á páskadagsmorgni að hann hefur sigrað dauðann og mér standi til boða að taka þátt í þessum sigri. Guð gefi þér uppbyggilega bænadaga og gleðilega páskahátíð. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar

IMG_1764

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2024

Á þessum fallega skírdegi er fermingarmessa kl. 11.00 Dómkirkjunni. Guð blessi fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra.

Karl Sigurbjörnsson skrifaði þessi góðu orð um ferminguna.
Fermingin hefur um aldir verið mikilvægur þáttur í trúarlífi og samfélagi okkar. Fyrrum fylgdu ýmis borgaraleg réttindi fermingunni en það er löngu liðin tíð. Flestum finnst samt sem áður að fermingin sé ómissandi hátíð sem marki skil bernsku og unglingsára. Fermingin er reyndar eina hátíðin í okkar samfélagi sem snýst um unglinginn sérstaklega. Fjölskyldan og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Þakklætið og kærleikurinn sem umvefur barnið á sér dýpri vídd og skýrskotun, vegna þess að það er þökk og gleði yfir Lífinu, sem við þiggjum úr hendi Guðs. Í þeirri hendi erum við aldrei ein. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, samfélag kristninnar sem umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Orðið ferming merkir staðfesting. Fermingin er staðfesting þess að viðkomandi er skírður og vill játast því og staðfesting kirkjunnar á því að hinn skírði hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum.
Gæti verið mynd af white lily

 

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS