Dómkirkjan

 

Fyrsta örpílagrímagangan með séra Elínborgu á nýju ári er í dag, miðvikudag klukkan 18.00.

Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni og göngunni lýkur við kirkjuna kl. 19.00. Góð æfing fyrir bæði líkama og sál. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2024

Bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu 16. janúar verður í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/1 2024

Frá biskupi Íslands Agnesi M. Sigurðardóttur.

Hugur minn og okkar allra er hjá Grindvíkingum sem horfa nú upp á meiri ógn en fyrri jarðskjálftar og eldgos hafa valdið. Þegar slík vá steðjar að er gott að vita að búið er að rýma bæinn og lífi stafar ekki hætta af eldgosinu. Skelfilegt er að horfa upp á hraunstrauminn nálgast byggðina óðfluga og tjónið er þegar orðið mikið.
Ég bið Guð að blessa Grindvíkinga sem og aðstandendur þeirra sem látist hafa í Grindavík og á Grindavíkurvegi á þessu nýbyrjaða ári.
Guð blessi minningu þeirra og gefi þeim styrk sem eiga um sárt að binda.
Ég bið Guð líka að blessa Grindvíkinga og allt sem þeim er kært á þessum örlagadegi í sögu bæjarins. Á stundum sem þessari þegar mannlegur máttur getur ekki stjórnað för er fátt um svör. Hvar eigum við athvarf og hvar fáum við styrk í slíkum raunum? Hvar er haldreipi að finna og hvar er frið í sál að finna?
Í 16. Davíðssálmi stendur: „Varðveit mig, Guð, því hjá þér leita ég hælis.“ Bæn stígur til Guðs almáttugs um vernd og styrk.
Þegar Móse sem leiddi lýðinn frá Egyptalandi forðum var orðinn aldurhniginn og gat ekki lengur verið leiðtogi fólksins blés hann þjóð sinni kjark í brjóst. Hann fól félaga sínum Jósúa að leiða fólkið síðast spölinn inn í landið fyrirheitna. Hann sagði við hann: „Drottinn fer sjálfur fyrir þér, hann verður með þér. Hann mun hvorki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast.“ Þess sama bið ég Grindvíkingum til handa.
Drottinn Guð. Þú sem hést því að vera með okkur alla daga allt til enda veraldar.
Við biðjum þig að líta í náð þinni til Grindavíkur. Við biðjum fyrir vísindamönnum og viðbraðsaðilum.
Við biðjum fyrir hverjum og einum íbúa Grindavíkur og öllum þeim sem þeim eru kærir.
Við biðjum þig gefa þeim sem ákvarðanir taka vit og styrk til að taka réttar ákvarðanir.
Við biðjum þig afstýra slysum. Við biðjum þig gefa styrk og frið í hjarta. Já, Drottinn Guð.
Við mennirnir erum smáir og vanmáttugir frammi fyrir ógnum náttúrunnar. Lát okkur gera það sem við erum megnug til að bjarga því sem bjargað verður og sætta okkur við það sem við getum ekki ráðið við. Við treystum náð þinni og miskunn. Við treystum því að þú leiðir hlutaðeigandi í gegnum þessar hörmungar.
Drottinn blessi þig og varðveiti þig.
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur.
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
Í Jesú nafni. Amen.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2024

Messa á sunnudaginn klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2024

Kæru vinir, bænastundin verður í safnaðarheimilinu í hádeginu á morgun. Súpa og kaffi eftir stundina. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/1 2024

AF HIMNUM OFAN Apparat Organ Quartet og Dómkórinn koma saman þegar vika er liðin af Þorra með flutningi klassískra ópusa, nýrra verka og rafmagnaðra sálma.

Á tónleikunum kallast rafmögnuð tónlist Apparatsins á við ómþíðan sálmasöng Dómkórins. Fluttir verða nýir og sígildir sálmar í bland við ný og gömul Apparatslög og að lokum sameina kórinn og orgelkvartettinn krafta sína í eftirminnilegum hápunkti.

Meðlimir Apparat Organ Quartet leika á rafmögnuð afkvæmi meira en tvöþúsund ára þróunar orgela, sem knúin hafa verið af vatni, vindi, rafmagni og stafrænum straumum. Á tónleikunum sameinast þeir sögunni í húsinu sem hýsti fyrsta pípuorgel landsins. Dómkórinn fullkomnar svo hljóðmyndina, ýmist í forgrunni, bakgrunni eða í sameiginlegri hljómkviðu.
Apparat Organ Quartet skipa þeir Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson og Úlfur Eldjárn sem leika á mis-rafmögnuð orgel og hljóðgerfla, og Arnar Geir Ómarsson sem leikur á trommur.
Organisti og stjórnandi Dómkórsins er Guðmundur Sigurðsson.
FROM HEAV´N ABOVE
Apparat Organ Quartet and the Reykjavík Cathedral Choir celebrate the second wee of the old Icelandic month of Þorri by performing classic opuses, new compositions and electrified psalms.
The elecronic melodies of Apparat resonate with the harmonious psalms of the Cathedral Choir In this unique concert. Classic and contemporary psalms will be performed along with new and older Apparat songs, completed with a praise and glory in unison.
The members of Apparat play instruments that are the pinnacle of more than two thousand years of development of the organ. Through that time, sounds have been created with water, wind, electricity and digital currents. In this concert the Quartet goes back to the roots in the building that housed the first pipe-organ in Iceland. The Cathedral Choir completes the acoustic image, sometims in front and sometimes back, and lastly in a joint performance of voices and currents.
Apparat Organ Quartet‘s members are Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson and Úlfur Eldjárn who finger variously electrified keyboards and synths and Arnar Geir Ómarsson on drums. Organist and director of the Cathedral is Guðmundur Sigurðsson

Laufey Böðvarsdóttir, 7/1 2024

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 7. janúar klukkan 11.00. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2024

Við minnumst Úlfars Bjarka góðs Dómkirkjuvinar sem lést á liðnu ári. Guð blessi minningu Úlfars Bjarka.

325290388_1360949584674310_5711452596571890088_n úlfar

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2024

Fyrsta hádegis bæna-og kyrrðarstundin á nýju ári verður þriðjudaginn 9. janúar kl. 12.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2024

Kæru vinir, við óskum ykkur gleði, gæfu og friðar á nýju ári þökkum ykkur liðin ár. Hátíðarmessa klukkan 11.00 í dag nýársdag.

81030080_10157844970915396_6338805055205933056_nBiskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn.
Barrokksveit: Rannveig Marta Sarc og Ísak Ríkharsson leika á fiðlur, Guðbjartur Hákonarson á víólu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir á selló, Aron Jakob Jónasson á kontrabassa og Halldór Bjarni Arnarson á sembal.
Fluttir eru Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar.
Fyrir predikun:
Forspil: Das alte Jahr vergangen ist BWV 614 eftir Johann Sebastian Bach.
Sálmur 77: Aftur að sólunni. Lag: Stralsund 1665 – Halle – PG 1861 1741. Texti: Matthías Jochumsson.
Sálmur 787: Faðir andanna. Lag frá Sikiley, Herder 1807. Texti: Matthías Jochumsson.
Sálmur 74: Hvað boðar nýárs blessuð sól. Lag: Weyse. Texti: Matthías Jochumsson.
Eftir predikun:
Concerto grosso í G-dúr RV 151, Presto – Adagio – Allegro eftir Antonio Vivaldi.
Ó, Guð vors lands. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson.
Eftirspil: Arcangelo Corelli: Concerto grosso op. 6 nr. 8, Largo í G-dúr eftir Antonio Vivaldi.
Guð blessi ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...