Dómkirkjan

 

Samtal um trú á morgun, þriðjudag kl. 18.00. Vilhjálmur Bjarnason fjallar um trú og viðhorf til peninga. Létt máltíð. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2020

Bach tónleikarnir falla niður 10. mars vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2020

Kæru vinir, Opna húsið fellur niður á fimmtudaginn vegna Kórónu veirunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2020

Æskulýðsmessa sunnudaginn 8. mars klukkan 11.00!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/3 2020

Í dag 4. mars kl. 18:00 verður örpílagrímaganga frá Dómkirkjunni. Hefst með helgistund. Pax et Bonum!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/3 2020

Ættfræðigrúsk á tölvuöld! Á fimmtudaginn klukkan 13.00 verður Stefán Halldórsson gestur okkar í Opna húsinu Lækjargötu 14a. Veislukaffið hennar Ástu okkar og skemmtilegt samfélag. Stefán Halldórsson er félagsfræðingur og rekstrarhagfræðingur að mennt. Hann hefur starfað sem blaðamaður, kennari, í flugrekstri, í stjórnunarráðgjöf og á fjármálamarkaði. Stefán hefur kennt á námskeiðum hjá Endurmenntun HÍ, m.a. um ættfræðigrúsk, og í innlendum og erlendum háskólum. Mikið af gögnum sem nýtast við ættfræðigrúsk er nú aðgengilegt á netinu, Stefán gefur innsýn í þessa möguleika. Verið velkomin og takið með ykkur gesti. Fínt að mæta í Opna húsið og fá sér síðan göngutúr meðfram Tjörninni og skoða styttur bæjararins!

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2020

Gleðidagur í Dómkirkjunni! Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir vígði tvo guðfræðinga og tvo djáknakandidata. Megi Guðs blessun fylgja þeim í lífi og starfi. Dómkórinn söng og Kári Þormar dómorganisti lék á orgelið. Pétur Ragnhildarson, mag. theol., var vígður sem æskulýðsprestur í Guðríðarkirkju og Fella-og Hólakirkju, í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Þóra Björg Sigurðardóttir mag. theol., var vígð til prestsþjónustu í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi. Vígsluvottar: sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, sr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Karl Valgarður Matthíasson, sem lýsti vígslu, og sr. Þráinn Haraldsson. Djáknakandidat Anna Hulda Júlíusdóttir var vígð til þjónustu við orlof aldraðra á Löngumýri í Skagafirði, en hún var kölluð til þeirrar þjónustu af Eldriborgararáði Reykjavíkurprófastsdæmanna og Ellimálanefndar þjóðkirkjunnar, og djáknakandidat Jóhanna María Eyjólfsdóttir var vígð sem djákni til þjónustu í Áskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Vígsluvottar: Djáknarnir Þórey Dögg Jónsdóttir og Rósa Kristjánsdóttir, og sr. Sigurður Jónsson og sr. Henning Emil Magnússon.

_GV_9084+

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2020

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígir sunnudaginn 1. mars tvo guðfræðinga og tvo djáknakandidata, í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hefst athöfnin kl. 11.00. Pétur Ragnhildarson, mag. theol., verður vígður sem æskulýðsprestur í Guðríðarkirkju og Fella-og Hólakirkju, í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Þóra Björg Sigurðardóttir mag. theol., verður vígð til prestsþjónustu í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi. Vígsluvottar: sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, sr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Karl Valgarður Matthíasson, sem lýsir vígslu, og sr. Þráinn Haraldsson. Djáknakandidat Anna Hulda Júlíusdóttir vígist til þjónustu við orlof aldraðra á Löngumýri, Glaumbæjarprestakalli, Skagafirði, en hún hefur verið kölluð til þeirrar þjónustu af próföstum Reykjavíkurprófastsdæmanna beggja, og djáknakandidat Jóhanna María Eyjólfsdóttir vígist sem djákni til þjónustu í Áskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Vígsluvottar: Djáknarnir Þórey Dögg Jónsdóttir og Rósa Kristjánsdóttir, og sr. Sigurður Jónsson og sr. Henning Emil Magnússon.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2020

Örpílagrímaganga í dag, miðvikudag klukkan 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Hefst með stuttri helgistund í kirkjunni.

Opna húsið í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 13.00. Jón Hálfdánarson. Er leiði Páls og Ragnhildar týnt? Af Páli Ólafssyni skáldi og skákhæfileikum sonar þeirra Björns Kalmans. Veislukaffi og skemmtilegt samfélag.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2020

Fyrsta prjónakvöldið á þessu ári verður 24. febrúar kl. 19.00 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Gestur okkar að þessu sinni verður Guðrún Austmar Sigurgeirsdóttir. Létt máltíð, og eitthvað sætt með kaffinu á vægu verði. Hlökkum til að sjá ykkur og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/2 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Byrjar aftur um miðjan september.
Tíðasöngur kl. 16.45-17.00 yfir vetrarmánuðina. Tónleikar kl. 18.30, ýmist Kammerkór Dómkirkjunnar eða orgeltónleikar Kára Þormar.

- 21.00 AA fundur

Dagskrá ...