Dómkirkjan

 

Fermingarfræðslan byrjar aftur miðvikudaginn 7. febrúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/1 2018

Kæru vinir, sjáumst í Opna húsinu á morgun, fimmtudag kl. 13.30. Séra Sveinn ætlar að segja frá og ef við þekkjum hann rétt þá spilar hann nokkur góð lög á píanóið. Dásamlega gott með kaffinu hjá Ástu. Á sunnudaginn er messa og sunnudagaskóli kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Verið velkomin!

IMG_5163

Laufey Böðvarsdóttir, 24/1 2018

Fyrsta prjónakvöldið á nýju ári verður í febrúar. Nánar auglýst síðar!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2018

Viðtal við Gunnar Kvaran í Fréttablaðinu í gær.

Við köllum þetta stund með tali og tónum,“ segir Gunnar Kvaran um viðburð í Dómkirkjunni á morgun, sunnudag, klukkan fjögur. Þar ætlar hann, ásamt Hauki Guðlaugssyni organista, að leika ljúfa tónlist milli þess sem hann talar um það sem hann kallar andleg málefni. Hvað skyldi felast í því?

„Þetta eru hugleiðingar um mál sem ég hugsa mikið um dags daglega,“ svarar hann og nefnir fyrsta umræðuefnið sem verður um hinn tæknivædda heim, kosti hans og galla. Annað fjallar um samskipti manna og varðveislu mennskunnar. „Svo tala ég um mátt manneskjunnar til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ segir hann og heldur áfram. „Mér finnst alltof fáir gera sér grein fyrir hvað þeir eru miklir áhrifavaldar. Með því er ég í raun að undirstrika hvað manneskjur eru dýrmætar og því er svo mikilvægt að þeim takist að nýta líf sitt á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“

Máttur bænarinnar er Gunnari líka ofarlega í huga. „Bænir sem beinast að einni manneskju, fjölskyldu eða heilli þjóð eru andlegt afl því þegar fólk biður frá hjartanu þá er það orka sem heldur áfram að vera til,“ segir Gunnar og bætir við að þeir Haukur organisti muni brjóta upp þessar hugleiðingar með fallegri tónlist sem allir geti skilið. „Við spilum verk eftir Bach, Pablo Casals og Schubert,“ lýsir Gunnar og segir um klukkustundar langa dagskrá að ræða í heildina.

Með stundinni í Dómkirkjunni kveðst Gunnar í raun vera að fara inn á nýjar brautir. „Ég hef auðvitað oft haldið tónleika þar sem ég segi frá tónlistinni og höfundum hennar en þarna er ég að blanda saman tónlist og öðrum hugðarefnum. Þetta er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Dómkirkjan tók vel á móti mér þegar ég bar þessa hugmynd undir forráðamenn þar og ef vel gengur á morgun er aldrei að vita nema framhald verði á.“gun@frettabladid.is

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2018

„Stund í tali og tónum“ sunnudag kl. 16. Messa kl.11 og æðruleysismessa kl. 20.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 á sunnudaginn, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar.  Kl. 16 mun Gunnar Kvaran sellóleikari fjalla um andleg mál og leika tónlist eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni organleikara. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi  í safnaðarheimilinu.  Æðruleysismessa kl.20. IMG_5466 2 26173890_10155966747495396_5029576750907846934_o

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2018

Það verða vina- og fagnaðarfundir á morgun fimmtudag, þegar Opna húsið hefst að nýju. Séra Þórir Stephensen verður gestur okkar og Ásta verður með sitt frábæra veislukaffi. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2018

Vinirnir og listamennirnir Gunnar og Haukur komu í Dómkirkjuna í dag og æfðu fyrir „Stundina í tali og tónum“ sem verður á sunnudaginn kemur kl. 16. Það var unun á að hlýða, þið getið hlakkað til! Gunnar á afmæli í dag og fögnuðum við því með kaffi og vínarbrauði. Hjartans hamingjuóskir Gunnar!

26941334_1337786699700782_1907595940_oIMG_5468

Laufey Böðvarsdóttir, 16/1 2018

Æðruleysismessa sunnudaginn 21. janúar kl. 20 Við komum saman í anda tólf sporanna, dveljum í kyrrð og ró frá dagsins amstri. Iðkum 10, 11 og 12 með því að hlusta á félaga deila reynslu sinni, hlýða á hugleiðingu, rýna inn á við, leita Guðs, biðja saman og syngja hvert með sínu nefi. Látum orðið berast og gefum þar með öðrum tækifæri á að mæta :) Við hlökkum til að sjá þig ❤️

Laufey Böðvarsdóttir, 16/1 2018

Góð vika framundan! Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Matur og samvera í Safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Frítt inn. Á fimmtudaginn byrjar Opna húsið aftur, byrjum kl. 13.30 með veislukaffi Ástu okkar. Messa og sunnudagaskóli kl. 11 á sunnudaginn, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Á sunnudaginn kl. 16 mun Gunnar Kvaran sellóleikari fjalla um andleg mál og leika tónlist eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni organleikara. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og ástarpungar í safnaðarheimilinu. Hlökkum til að sjá ykkur.

_GV_3780+

Laufey Böðvarsdóttir, 15/1 2018

Minningarkort Dómkirkjunnar, panta má kort í síma 5209700 virka daga eða senda póst á kirkjan@domkirkjan.is

21150405_10155602222905396_8169710075181364076_n

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Fermingarfræðslan kl. 16-16.50.

Dagskrá ...