Dómkirkjan

 

Kvenfélagamessa á konudaginn í Dómkirkjunni. Á konudaginn sunnudaginn 23. febrúar verður messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Í þessarri messu fáum við góða gesti frá Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ), sem fagnar 90 ára afmæli í ár. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd, 154 kvenfélög sem telja um 5000 félaga. KÍ konur lesa lestra og leiða bænir, Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganoista. Afmælismessukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (Gamla Iðnskólahúsinu) á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða gegnum skrúðhús kirkjunnar og lyfta er í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2020

Vetrarhátíð í Dómkirkjunni 7. febrúar klukkan 18.00-21.00

Í annað sinn tekur Dómkirkjan þátt í Vetrarhátíð. Hún hefst með fjölskyldustund í kirkjunni kl. 18:00 Fjölskyldustundin er helgi-og fræðslustund sem samanstendur af söng, bænum, sögu og fræðslu. Eftir stundina er boðið upp á sameiginlegan kvöldverð sem prestar kirkjunnar hafa undirbúið. Boðið er upp á kvöldverð sem hentar bæði fólki sem er VEGAN og ekki!

Um kvöldið verður fyrsta „Kvöldkirkjan“ í Dómkirkjunni. En í haust hófst samstarf Dómkirkju og Hallgrímskirkju um þetta samstarfsverkefni. Í Kvöldkirkjunni er lögð áhersla á kyrrð og íhugun og óhefðbundinn tónlistarflutning. Prestar kirkjunnar sjá um bænir og íhugun og Bryndís Jakobsdóttir ( Dísa) sér um tónlistarflutning.

Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna kirkjurnar fyrir fólki, sem vill dýpka trúarlega upplifun sína efla kyrrð, frið og æðruleysi í lífi sínu eða finnur sig ekki í venjulegu og hefðubundnu helgihaldi kirkjunnar. Tónlist, þögn, íhugun og kyrrð eru flétta kvöldkirkjunnar. Sumir staldra við í nokkrar mínútur og aðrir lengi. Kvöldkirkjan er öllum opin. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2020

Ný vika framundan og spáð er fremur rólegu vetrarveðri næstu daga. Á morgun er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30 öll þriðjudagskvöld. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga klukkan 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Á fimmtudaginn er Opna húsið klukkan 13.00- 14.30. Stella K. Víðisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eir hjúkrunarheimili og fyrrum sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir frá lífi sínu og starfi. Veilsukaffi og gott samfélag. Tíðasöngur kl. 16.45-17.00 með séra Sveini. Klukkan 18.00 Kammerkór Dómkirkjunnar flytur íslensk og erlend lög á stuttum tónleikum í Dómkirkjunni. Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 prestur séra Elínborg Sturludóttir. Verið velkomin í safnaðarstarfið!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/1 2020

Opna húsið fellur niður í dag, vegna veðurs.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/1 2020

Vestfirsku sjávarþorpin! Séra Jakob Ágúst okkar fyrrverandi dómkirkjuprestur ætlar að segja sögur af vestan á morgun, fimmtudagí Opna húsinu. Sjáumst klukkan eitt í safnaðarheimilinu. Ásta tekur á móti öllum með sinn kærleiksríka faðm og hlaðið veisluborð. Dómkirkjuprestarnir fara með ljóð dagsins og félagsskapurinn er skemmtilegur. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2020

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari við messu klukkan 11.00 á sunnudaginn. Sunnudagaskólinn á þessu vormisseri verður ekki með því sniði að hann sé á sama tíma og messurnar. Nánara fyrirkomulag verður auglýst fljótlega. Dómkórinn og Kári Þormar er dómorganisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2020

Fyrsta örpílagrímagangan á nýju ári verður á morgun 22. janúar klukkan 18.00. Örpílagrímagöngur verða frá Dómkirkjunni á miðvikudögum kl.18.00 í vetur. Göngurnar hefjast með með stuttu helgihaldi í kirkjunni síðan verður lagt af stað í stutta gönguferð um nágrenni miðborgarinnar þar sem stef pílagrímsins verða í brennidepli. Sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur mun leiða göngurnar, en hún hefur staðið fyrir pílagrímagöngum í Borgarfirði og leitt pílagrímagöngur á Skálholtshátíð síðustu ár. Jafnframt hefu hún verið einn af leiðsögumönnum Mundo í kvennaferðum um Jakobsveginn á Spáni. Verið velkomin í góðum skjólflíkum og gönguskóm.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2020

Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari við messu klukkan 11.00 á sunnudaginn. Sunnudagaskólinn á þessu vormisseri verður ekki með því sniði að hann sé á sama tíma og messurnar, hvern sunnudag. Nánara fyrirkomulag verður auglýst fljótlega. Kammerkór Dómirkjunnar syngur og Kári Þormar leikur á orgelið.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/1 2020

Næstkomandi sunnudag er messa klukkan 11.00 og æðruleysismessa klukkan 20.00. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2020

Sálmastundin á föstudögum byrjar aftur á nýju ári 7. febrúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Þriðjudagur

- 12:10 Hádegisbæn
- 20:20 Bach-tónleikar

Dagskrá ...