Dómkirkjan

 

Aðalsafnaðarfundur
Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn
þriðjudaginn 25.apríl 2023 kl. 17.15
í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf:
Önnur mál.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2023

Kvöldkirkjan frestast um viku, verður fimmtudaginn 20. apríl. klukkan 20-22

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2023

Vikan framundan.

10. apríl  annar í páskum.Messa klukkan 11.00. Séra Elínborg, Guðmundur organisti og Dómkórinn.

11. apríl er tíðasöngur kl. 9.15. Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00.

12. apríl tíðasöngur kl. 9. 15 og örganga kl. 18.00

13. apríl tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 Opna húsið klukkan 13.00-14.30. Gestur okkar er Sigurður Þorvaldsson læknir hann mun fjalla um Bertel Thorvaldsen.

Heimabakað með kaffinu.

16. apríl messa klukkan 11.00. Séra Sveinn, Guðmundur organisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/4 2023

10. apríl, sem er 2. dagur páska verður messa í Dómkirkjunni kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir. Félagar úr Dómkórnum leiða söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 10/4 2023

Gleðilega páska kæru vinir. Kristur er upprisinn.

páskarPáskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8.00. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og Séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti.
Annar í páskum: Messa kl. 11.00, Séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2023

Góð orð hjá Karli Sigurbjörnssyni um ferminguna. Fermingin hefur um aldir verið mikilvægur þáttur í trúarlífi og samfélagi okkar. Fyrrum fylgdu ýmis borgaraleg réttindi fermingunni en það er löngu liðin tíð. Flestum finnst samt sem áður að fermingin sé ómissandi hátíð sem marki skil bernsku og unglingsára. Fermingin er reyndar eina hátíðin í okkar samfélagi sem snýst um unglinginn sérstaklega. Fjölskyldan og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Þakklætið og kærleikurinn sem umvefur barnið á sér dýpri vídd og skýrskotun, vegna þess að það er þökk og gleði yfir Lífinu, sem við þiggjum úr hendi Guðs. Í þeirri hendi erum við aldrei ein. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, samfélag kristninnar sem umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Orðið ferming merkir staðfesting. Fermingin er staðfesting þess að viðkomandi er skírður og vill játast því og staðfesting kirkjunnar á því að hinn skírði hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum.

189153272_10159392124760396_5362349666505853388_n

Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2023

Á sunnudaginn, pálmasunnudag klukkan 11.00 fermist fríður hópur fermingarbarna í Dómkirkjunni. Öll fermingarbörnin fá Biblíur að gjöf frá Dómkirkjunni. Þegar Ágústa K. Johnson heitin fagnaði áttræðisafmæli sínu 2019 þá stofnuðu vinir hennar Ágústusjóð. Sjóðurinn er m.a. til þess að kaupa Biblíur fyrir fermingarbörn Dómkirkjunnar. Þetta gladdi Ágústu mikið, en hún lést síðla árs 2020. Ágústa þekkti vel orð frels­ar­ans að sælla er að gefa en þiggja, og lifði sam­kvæmt því. Drottinn blessi minningu Ágústu.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2023

Gott og gefandi í helgihald í dymbilviku og á páskum. Pálmasunnudagur Fermingarmessa klukkan 11.00 Séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson. Skírdagur Fermingarmessa klukkan 11.00 Séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson Messa kl. 20.00 Séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti. Getsemanestund, andakt meðan altari er afskrýtt. Föstudagurinn langi Guðþjónusta kl. 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti. Páskadagur Hátíðarmessa kl. 8.00. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti. Hátíðarmessa kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti. Annar í páskum Messa kl. 11.00, Séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2023

Frábær fyrirlestur hjá Janusi í dag um heilsutengdar forvarnir. Hvatning að lifa lífinu vel með hollu mataræði og styrktarþjálfun. Þökkum Janusi kærlega fyrir. Næsti gestur okkar í Opna húsinu er Sigurður Þorvaldsson læknir, hann kemur 13. apríl og mun fjalla um Bertel Thorvaldsen.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2023

Örgangan fellur niður í dag, 29. mars vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/3 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 17:30, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...