Dómkirkjan

 

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni klukkan 20.00-20.30. Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag í kirkjunni. Létt máltíð og samfélag í safnaðarheimilinu eftir stundina. Verið velkomin.

ólafur elíasson

Laufey Böðvarsdóttir, 20/2 2024

Messa sunnudaginn 18. febrúar klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson. Verið hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2024

Bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni í hádeginu í dag, þriðjudag. Létt máltíð og samfélag í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2024

Með miklum söknuði og trega kveðjum við Dómkirkjufólkið góðan vin okkar og félaga Karl Sigurbjörnsson. Fljótlega eftir að hann lét af embætti biskups kom hann hingað til starfa í tímabundnum veikindum sr. Hjálmars og framlengdist svo þjónusta hans eftir að sr. Hjálmar kom aftur til starfa. Var það ótvírætt happ okkar og lán að fá að starfa með Karli og njóta alls þess sem hann deildi með okkur. Hann var óþrjótandi brunnur reynslu og visku, gríðarlega starfsamur og hugmyndaríkur og aldrei fyrir það að sitja á höndum sér: Hugmyndirnar hans urðu að veruleika; miklisverðum veruleika. Gott þótti okkur því hans dýrmæta starf; en miklu mest um vert var þó að eiga vináttu hans. Var hann hlýr, ráðhollur og hinn traustasti vinur. Kristínu, börnunum og ástvinum öllum biðjum við styrks í sorginni og þeirrar huggunar sem Guð einn getur gefið en heimurinn megnar ekki frá okkur að taka. Guð blessi minningu Karls Sigurbjörnssonar. Vinir hans í Dómkirkjunni

416576364_1502428357272663_5429107684380975249_n

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2024

Fimmtudaginn 15. febrúar verður Sigurrós Þorgrímsdóttir gestur okkar í Opna húsinu í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.

Sigurrós er nýbúin að skrifa bók um ömmu sína Katrínu Pálsdóttur, sem missti eiginmann sinn árið 1925 frá níu börnum og vilji yfirvalda stóð til þess að koma börnunum fyrir sem hreppsómögum austur í Landsveit. Eftir að hafa unnið þá orrustu að halda fjölskyldunni varð Katrín einörð baráttukona fyrir réttindum og kjörum mæðra sem stóðu í svipuðum sporum.
Sigurrós Þorgrímsdóttir er fyrrverandi bæjarfulltrúi og alþingismaður hefur um árabil unnið úr gögnum Katrínar ömmu sinnar. Sjáumst í Opna húsinu á fimmtudaginn klukkan 13.00-14.30. Kaffiveitingar og gott samfélag.
Rósa

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2024

Sunnudaginn 11. febrúar messa klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg, Guðmundur og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 10/2 2024

Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 í safnaðarheimilinu. Létt máltíð eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar klukkan 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga klukkan 18.00 með séra Elínborgu og á fimmtudaginn er opið hús í Safnaðarheimilinu klukkan. 13.00 Verið hjartanlega velkomin í
safnaðarstarfið.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/2 2024

Brynjar Níelsson verður gestur okkar í fyrsta opna húsinu á nýju ári. Sjáumst í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a á fimmtudaginn klukkan 13.00. Kaffi og fínar veitingar, fróðlegt erindi og gott samfélag. Verið hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti!

Fimmtudaginn 8. febrúar klukkan 13.00-14.30. Gott samfélag og góðar veitingar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/2 2024

Kyndilmessa – Ljósganga frá Hallgrímskirkju í Dómkirkjuna í Reykjavík. Laugardaginn 3. febrúar kl. 17.30.

 

Stundin hefst á bænastund í Hallgrímskirkju kl. 17:30 og svo fer ljósaganga niður Skólavörðustíg leggur af stað um 17.45.
Stundinni lýkur með helgistund í Dómkirkjunni.
Borin verða lifandi ljós milli kirknanna í luktum.
Ljósin tendruð í Hallgrímskirkju og göngunni lýkur í Dómkirkjunni.
Á leiðinni niður Skólavörðustíginn verða skoðuð ljóslistaverk á vetrarhátíð.
Ljósagangan tengist Kyndilmessudegi sem er föstudaginn 2. febrúar). Á kyndilmessu er fagnað að 40 dagar eru frá fæðingu Jesú en þá voru kertin blessuð í kirkjunum sem nota átti næsta árið.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/2 2024

„Þá gengur þú í Guðshús inn“

Þegar maður kemur inn í Dómkirkjuna, þá blasir við augum fagurlega skrifað 9. versið í 24. Passíusálminum sem hefst á orðunum „Þá gengur þú í Guðshús inn“ Það er í ramma úr rósaviði, sem Ríkharður Jónsson skar út 1918. Efst á rammanum er Kristsmynd, en neðst fyrir miðju er opin Biblía, þar sem vitnað er í 20 vers 18. kapítula Mattheusarguðspjalls. Þar segir:„ Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra“ Séra Lárus Halldórsson skrautritaði sálmaversið. Árni Árnason tók myndina.

AAZ_5195-Enhanced-NR

Laufey Böðvarsdóttir, 31/1 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS