Aðalsafnaðarfundur Dómkirkjusafnaðar fer fram þriðjudaginn 12. apríl nk. Fundurinn fer fram í safnaðarheimilinu og hefst kl. 20.00. Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn er opinn öllum sóknarbörnum.
Ástbjörn Egilsson, 7/4 2011
Sunnudagurinn 10. apríl er boðunardagur Maríu samkvæmt kirkjuárinu. Kl.11 verur fjölskyldumessa í Dómkirkljunni. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir messuna en henni til aðstoðar er Eva Björk Valdimarsdóttir .
Skólakór Vesturbæjarskóla ásamt félögum úr stúlknakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Undirleikari og organisti er Kári Þormar. Ung söngkona nýútskrifuð, Ingibjörg Friðriksdóttir syngur einsöng í messunni. Við eigum von á því að fermingarbörnin fjölmenni í messuna en sunnudaginn 17. apríl,pálmasunnudag er fyrsta ferming vorsins.
Ástbjörn Egilsson, 7/4 2011
Sunnudaginn 3. apríl sem er fjórði sunnudagur í föstu er messað kl. 11 í Dómkirkjunni.Messunni er útvarpað.
Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar ásamt sr. Hjálmari.
Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.
Ástbjörn Egilsson, 31/3 2011
Næsta sunnudag 25. mars er messað kl. 11. Þar prédikar og þjónar fyrir altari sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.
Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Eftir messu er boðið upp á kaffi og kleinur á kirkjuloftinu.
Ástbjörn Egilsson, 25/3 2011
Á sunnudaginn kemur eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 messar sr. Hjálmar Jónsson . Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Að lokinnu messu er messukaffi á kirkjuloftinu.
Kl. 20 er Æðruleysismessa og þar prédikar sr. Hjálmar einnig, en sr. Karl V. Matthiasson leiðir stundina.
Bræðurnir Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina.
Ástbjörn Egilsson, 18/3 2011
Næsti sunnudagur, 13. mars er fyrsti sunnudagur í föstu. Kl. 11 messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur, organisti er Kári Þormar.
Ástbjörn Egilsson, 10/3 2011
Æskulýðsdagurinn 6. mars
Messa í Dómkirkjunni kl. 11.00
Kór Vesturbæjarskóla syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur. Undirleikari er Antonía Hevesi.
Fermingarbörnin taka á móti kirkjugestum. Þau lesa ritningarorð og flytja bænir. Ein úr hópi fermingarbarna vorsins, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, flytur hugleiðingu.
Verið velkomin.
Prestarnir
Hjálmar Jónsson, 2/3 2011
Sunnudaginn 27. febrúar messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir kl. 11. Samkvæmt kirkjuárinu er þetta annar sd. í níuviknaföstu. Organisti er Kári Þormar. Dómkórinn syngur.
Ástbjörn Egilsson, 23/2 2011
24. febrúar 1951 var minningarathöfn í Dómkirkjunni um þá sem fórust með flugvélinni Glitfaxa. Nú, réttum 60 árum síðar, verður bænastund í Dómkirkjunni, þar sem við tendrum ljós til minningar um þau sem fórust, biðjum, syngjum og hlýðum á tónlist. Bænastundin er fimmtudaginn, 24. febrúar og byrjar kl. 20.30
Verið velkomin
Hjálmar Jónsson, 21/2 2011
Sunnudagurinn 20.febrúar er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu. Messað verður kl. 11 og prédikar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari.Kári Þormar leikur á orgelið og sönghópur úr Dómkórnum syngur. Fermingarbörn og foreldrar er sérstaklega boðin í þessa messu og eftir messuna verður stuttur fundur þar sem farið er yfir fermingarstörfin.Fermingarbörnin fara síðan á mánudag í Skálholt og dvelja þar mánudaginn.
Ástbjörn Egilsson, 16/2 2011