Messur sunnudagsins eru tvær. Kl. 11 messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Kl. 20 er síðan fyrsta æðruleysismessa ársins. sr.Karl V. Matthíasson prédikar en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir okkur í bæn. Þeir bræður Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina að venju.
Ástbjörn Egilsson, 12/1 2011
Sunnudaginn 9.janúar er messað kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Sú venja hefur skapast kjá félögum í Rebekkustúkunni Sigríði IOOF, að koma til kirkju þennan sunnudag kirkjuársins. Þær munu að venju flytja ritningartexta dagsins. Við fögnum komu þeirra.
Í messunni verður frumfluttur nýr sálmur. Páll Ragnar Pálsson tónskáld hefur samið lag við texta sr. Hjálmars Jónssonar. Tui Hirv eiginkona Páls Ragnars mun syngja sálminn sem sr, Hjálmar hefur nefnt “Við skírnarfontinn” en Tui sem er frá Eistlandi var einmitt skírð í Dómkirkjunni sl. vor.
Ástbjörn Egilsson, 7/1 2011
Staða miðborgarprests var lögð niður nú um áramótin. Henni hefur gegnt séra Þorvaldur Víðisson frá því til hennar var stofnað sem samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Dómkirkjunnar. Það samkomulag var gert haustið 2006 og jafnan til árs í senn. Um þetta samstarf hefur ríkt góð samstaða og ánægja allra aðila.
Ástæða þess að ekki er nú lengur fært að halda stöðunni eru eingöngu fjárhagslegs eðlis.
Hlutverk miðborgarprests var ýmis kirkju- og félagsþjónusta við stofnanir og samtök í miðborginni að hálfu og að hinu leytinu barna- og æskulýðsstarf við Dómkirkjuna.
Séra Þorvaldur hefur sinnt hvoru tveggja af lipurð og trúmennsku. Honum eru þökkuð störfin og óskað góðs gengis í þeim störfum sem bíða hans.
Hjálmar Jónsson, 3/1 2011
Á gamlársdag 31. desember er aftansöngur kl. 18.00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Örn Magnússon.
Á nýársdag er hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Þar prédikar biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Allansson. Útvarpað verður frá guðsþjónustunni.
2. Janúar er síðan messa kl. 11 þar sem sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar.
Ástbjörn Egilsson, 28/12 2010
Prestar Dómkirkjunnar sóknarnefnd og starfsfólk sendir sóknarbörnum og landsmönnum öllum innilegar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Ástbjörn Egilsson, 24/12 2010
Messuhald í Dómkirkjunni er hefðbundið og í föstum skorðum um jól sem endranær. Á aðfangadag er dönsk messa kl. 15. Þar prédikar Þórhallur Heimisson eins og hann hefur gert í mörg undanfarin ár. Bergþór Pálsson syngur einsöng og Kári Þormar leikur á orgelið. Kl. 18 er síðan aftansöngur. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Einleik á trompetta leika þeir Ásgeir H. Steingrímsson og Jóhann Stefánsson. Útvarpað verður frá aftansöngnum að venju. Kl. 23.30 er Náttsöngur eða miðnæturmessa. Biskupinn yfir Íslandi hr. Karl Sigurbjörnsson prédikar. Nær eitt hundrað manna kór úr Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttir syngur,organisti er Kári Þormar.
Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Annan dag jóla prédikar sr. Þorvaldur Víðisson í guðsþjónustu kl. 11. Kári Þormar leikur á orgelið,Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.
Ástbjörn Egilsson, 21/12 2010
Sunnudagskvöldið 19.12. kl. 21 mun nýstofnaður Kammerkór Dómkirkjunnar halda jólatónleika í Dómkirkjunni. Tilvalið að setjast niður eftir jólainnkaup dagsins í miðbænum og hlýða á hugljúfan kórsöng. Á efnisskrá eru m.a. verkin Jesu, meine Freude eftir Bach og O magnum mysterium eftir Morten Lauridsen ásamt öðrum jólalögum eftir íslensk og erlend tónskáld.
Stjórnandi kórsins er Kári Þormar.
Aðgangur ókeypis.
Ástbjörn Egilsson, 17/12 2010
19. desember er fjórði sunnudagur í aðventu. Tvær messur verða í Dómkirkjunni. Kl. 11 er norsk messa og mun sr. Hjálmar Jónsson prédika. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Kl. 13.30 er síðan þýsk messa. Þar prédikar sr. Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalnesinga, en sr. Jakob Roland prestur kaþólskra mun þjóna ásamt sr. Gunnari. Kári Þormar leikur á orgel en Vox populi undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar syngur.
Kl. 21 eru síðan jólatónleikar Kammerkórs Dómkirkjunnar,en kórinn syngur undir stjórn Kára Þormars ýmis jólalög.
Ástbjörn Egilsson, 15/12 2010
Orgeltónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík
Sunnudaginn 12.desember kl.17.00
Haukur Guðlaugsson fyrrum söngmálastjóri leikur orgelverk tengd aðventunni og eigin umritanir á verkum eftir Chopin og fleiri.
Haukur Guðlaugsson fæddist árið 1931. Hann lærði orgelleik í Þýskalandi hjá Försteman og á Ítalíu þar sem kennari hans var Fernando Germani. Haukur starfaði sem söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar árin 1974-2001. Í tíð Hauks jókst námskeiðahald á vegum söngmálastjóra til muna. Hann lagið sig einnig mikið fram við að styrkja kórastarf á landsbyggðinni. Þá var útgáfustarfsemi mjög öflug í hans tíð.
Tónleikarnir eru hluti af 25 ára afmæli orgels Dómkirkjunnar.
Aðgangur er ókeypis.
Ástbjörn Egilsson, 11/12 2010
Sunnudaginn 12. desember sem er þriðji sunnudagur í aðventu, eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 messar sr. Þorvaldur Víðisson, Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Í messunni mun Haraldur Þrastarson nemandi í tónlistarskólanum leika einleik á básúnu. Að lokinni messu er messukaffi í safnaðarheimilinu. Kl. 20 er síðan Æðruleysismessa en þar mun sr. Hjálmar Jónsson prédika en þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Karl V. Matthíasson þjóna einnig.
Að venju sér Bræðrabandið um tónlistina en Helga Möller syngur. Kl. 17 heldur Haukur Guðlaugsson orgeltónleika í kirkjunni.
Ástbjörn Egilsson, 8/12 2010