Dómkirkjan

 

Sunnudagur 4. nóvember

Næsti sunnudagur 4. nóvember er samkvæmt kirkjuárinu  22. sd. eftir þrenningarhátíð en jafnframt allra heilagra messa en þann dag minnist kirkjan sérstaklega þeirra sem fallnir eru frá . Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Í lok athafnar gefst kirkjugestum kostur á að tendra ljós  til minningar um látna ástvini. Sunnudagskólinn er á kirkjuloftinu að venju

Ástbjörn Egilsson, 1/11 2012 kl. 13.16

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS