Dómkirkjan

 

Fermingarnámskeið hefst

Sunnudaginn 18. ágúst er messa kl. 11. Fermingarbörnum vetrarins og foreldrum er sérstaklega boðið til messunnar en hún markar upphaf fermingarstarfsins. Að lokinni messu verður haldinn fundur um starfið í vetur. Á mánudeginum mæta börnin síðan í safnaðarheimilið kl. 9 og eins á þriðjudag og miðvikudag og eru til kl. 12. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir messuna en sr. Sveinn Valgeirsson þjónar einnig. Dómkórinn syngur,organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

Ástbjörn Egilsson, 9/8 2013 kl. 13.11

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS