Dómkirkjan

 

Séra Hjálmar prédikar og þjónar fyrir altari 16. mars kl. 11, æðruleysismessa kl. 20

16. mars annar sunnudagur í föstu – Gvendardagur. Messudagur Guðmundar góða Hólabiskups.

Messa kl. 11. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Feðginin Veronika Sesselju Lárusdóttir og Lárus Valgarðsson lesa ritningarlestra dagsins en Veronika fermist nú í vor í Dómkirkjunni,

Hjálmar er hjartanlega boðinn velkominn aftur eftir veikindaleyfið.

Æðruleysismessa kl. 20, séra Karl Matthíasson prédikar, séra Anna Sigríður Pálsdóttir og séra Bryndís Valbjarnardóttir þjóna. Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/3 2014 kl. 9.01

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS