Dómkirkjan

 

Ásta Valdimarsdóttir verður gestur okkar á fimmtudaginn í opna húsinu

Ásta Valdimarsdóttir hláturjógaleiðbeinandi, verður gestur okkar á fimmtudaginn í opna húsinu.  Ásta var búsett í Noregi um nokkurra ára skeið og þar lærði hún hláturjóga 2001 hjá Francisku Munch Johansen. Síðan hefur hún verið hláturjógaleiðbeinandi bæði í Noregi og Íslandi. Hún hefur sótt námskeið í hláturjóga hjá Dr. Madan Kataria. Skemmtilegur og hláturríkur fimmtudagur framundan hjá okkur. Hlökkum til að sjá ykkur, Dagbjört verður með gómsætt meðlæti með kaffinu. Opna húsið er frá 13:30-15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2014 kl. 16.46

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS