Dómkirkjan

 

Messa, sunnudagaskóli og Kolaportsmessa sunnudaginn 24. nóvember

Messa kl. 11, sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar.
Ung stúlka, Erla Hafrún Guðjónsdóttir leikur á fiðlu. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.
Kolaportsmessa kl. 14, sr. Hjálmar Jónsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Þorvaldur Halldórsson og Margrét sjá um tónlistina.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/11 2013

Leikur að ættfræði

Guðfinna Ragnarsdóttir kemur í dag og kynnir okkur fyrir ættfræðinni. Forfaðir Guðfinnu var Brandur Bjarnhéðinsson lögsagnari, sem gaf tvo altarisstjaka úr messing til Víkurkirkju fyrir 1915. Það er elstu gripirnir sem Dómkirkjan á. Einnig var langömmubróðir Guðfinnu, Eiríkur hringjari við Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/11 2013

Guðfinna Ragnarsdóttir kemur til okkar fimmtudaginn 21. nóvember

Það verður án efa kátt á hjalla á fimmtudaginn þegar Guðfinna Ragnarsdóttir  kemur í heimsókn. Guðfinna er fyrrverandi kennari við Menntaskólann í Reykjavík og mikil áhugamanneskja um ættfræði.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2013

Fyrirbænastundir alltaf í hádeginu á þriðjudögum

Minni á fyrirbænastundir í hádeginu alla þriðjudaga kl. 12:10 -12:30. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2013

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar með prjónakaffi 26. nóvember kl. 19:00

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar ætlar að hafa prjónakaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar þriðjudagskvöldið 26. nóvember kl. 19:00.  Tilvalið tækifæri til að eiga góða stund saman. Nánar auglýst síðar.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2013

Æðruleysismessa í kvöld kl. 20, verið hjartanlega velkomin.

Æðruleysismessa í kvöld 17. nóvember kl. 20, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Karl V. Matthíason þjónar. Berglind Björk Jónasdóttir syngur og Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/11 2013

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 17. nóvember. Æðruleysismessa kl. 20.

Messa kl.11, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar. Dómkórinn syngur, organisti Kári Þormar. Æðruleysismessa  á sunnudagskvöldið kl. 20,  Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar, sr. Karl V. Matthíasson þjónar, Berglind Björk Jónasdóttir syngur og Ástvaldur Traustason sér um tónlistina. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/11 2013

Fáum góðan gest á fimmtudaginn, sr. Þóri Stephensen, fyrrverandi Dómkirkjuprest

Séra Þórir Stephensen verður gestur okkar í opna húsinu  fimmtudaginn 14. nóvember. Opna húsið er frá 13:30-15:30 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Hvetjum alla til að koma og eiga notalega stund saman, góðar veitingar á vægu verði. Fimmtudaginn 21. nóvember kemur Guðfinna Ragnarsdóttir, fyrrverandi menntaskólakennari og 28. nóvember verður bingó sem Ástbjörn okkar stjórnar.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 12/11 2013

Stuðkvöld Ungdóm kl. 19:30 í kvöld 11. nóvember

Í kvöld 11. nóvember verður stuðkvöld UNGDÓM. Farið verður í fyndna og skemmtilega nýja leiki þar sem allir eru með. Endað verður á stuttri helgistund. Afmælisterta fyrir alla.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2013

Sígildir og seyðandi tónleikar sunnudagskvöldið 10. nóvember kl. 20:00.

Tónleikarnir eru hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks og er frítt inn. Tónleikakvöld með margslungnum meistarverkum fortíðarinnar. Nemendur frá tónlistarskólum höfuðborgarinnar leiða þig inn í leyndardóma sígildrar tónlistar.

Tónlistarskólinn í Reykjavík

F. Mendelssohn: Píanótríó Op.49 í d-moll Fyrsti þáttur: Molto allegro ed agitato

Lilja Cardew, píanó, Júnía Lín Jónsdóttir, fiðla,

 Laufey Lín Jónsdóttir, selló

 Nýi Tónlistarskólinn

 B. Britten: Foggy foggy dew

P. Tchaikovsky: Sred’ shumnogo bala

Ívar Hannes Pétursson, söngur, Bjarni Jónatansson, píanó

 B. Bartok: Dans nr.6, Six Dances in Bulgarian Rhythm

Herdís Hergeirsdóttir, píanó

Tónskóli Sigursveins

 S. Scheidt: Galliard Battaglia

Óþekktur: Song of the Rebels of Zebrzydowski

Sóley Björk Einarsdóttir, Hulda Lilja Hannesdóttir,

Bianca Rosa Roloff, trompet, Guðmundur Andri Ólafsson, horn,

Sif Þórisdóttir, básúna, Böðvar Pétur Þorgrímsson, túba

Söngskólinn í Reykjavík

 C. Schumann: Lorelei

Ljóð e. H. Heine

Kristín Einarsdóttir Mäntylä, sópran

Hólmfríður Sigurðardóttir, undirleikari

W.A. Mozart: É amore un ladroncello

aría Dorabellu úr óperunni Cosi fan tutte

Kristín Sveinsdóttir, mezzó-sópran,

Hólmfríður Sigurðardóttir, undirleikari

 Tónlistarskólinn í Grafarvogi

 G. Hermosa: Fragilissimo

Flemming Viðar Valmundsson, harmónikka.

Söngskólinn í Reykjavík

 L. Delibes: Blómadúettinn úr óperunni Lakmé

Kristín Einarsdóttir Mäntylä, sópran,

Kristín Sveinsdóttir, mezzó-sópran, Hólmfríður Sigurðardóttir, undirleikari

  Nýi Tónlistarskólinn

 F. Chopin: Polonaise op.26 nr.1

Erla Rut Árnadóttir, píanó

Söngskóli Sigurðar Dementz

 H. Sjöholm: Gabriellas sång

úr kvikmyndinni Så som i himmelen.

Íris Björk Gunnarsdóttir söngur, ásamt kvennakór

Helgi Már Hannesson, undirleikari

J. Kander og F. Ebb: Cell block tango

úr kvikmyndinni Chicago

María Björg Kristjánsdóttir, Hildur Eva Ásmunardóttir,

Íris Björk Gunnarsdóttir, söngur

Helgi Már Hannesson, undirleikari

Umsjón viðburðar:  Áslaug Einarsdóttir

Kynnir:  Sóley Anna Benónýsdóttir

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...