Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2014
Barnastarf kirkjunnar er útrétt hönd til þeirra foreldra og uppalenda sem vilja að börn þeirra fræðist um Jesú, um bæn og um okkar kristna trúararf. Í Dómkirkjunni er barnastarf á hverjum sunnudagsmorgni og hefst kl. 11 árdegis. Börnin koma í kirkjuna og taka þátt í upphafi messu en fara síðan í fylgd fræðara upp á kirkjuloftið þar sem þau eiga sína samveru, sögur, söng og leiki. Tveir ungir menn, Ólafur Jón Magnússon og Sigurður Jón Sveinsson annast barnastarfið af mikilli prýði. Það er ljóst að þeim tækifærum fækkar þar sem börn fá til að kynnast trú og kirkju. Barnastarf kirkjunnar er mikilvægt svar við því.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2014
Messa kl. 11 sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns, skemmtilegt starf, leikir og fræðsla fyrir börn á öllum aldri.
Messukaffi í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2014
Á morgun, fimmtudag fáum við góðan gest í opna húsið í safnaðarheimilinu, en það er Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður. Þór ætlar að segja okkur frá einhverju skemmtilegu og áhugaverðu. Kaffi og ljúffengt meðlæti að hætti Dagbjartar. Opna húsið er frá 13:30-15:30.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2014
Prjónakaffi í kvöld, þriðjudagskvöld 28. janúar kl. 19:00 Lækjargötu 14a.
Súpa, brauð og kaffi á góðu verði.
Listakonan Arndís Sigurbjörnsdóttir sýnir okkur margt fallegt sem hún hefur gert.
Allir velkomnir, karlar, konur, ungir sem aldnir. Það þarf ekki að hafa neitt á prjónunum, bara mæta, því maður er manns gaman
Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2014
Sr. Karl Sigurbjörnsson leiðir bænastundina í dag. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir bænastundina. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2014
Í kvöld verður spilakvöld á efstu hæð safnaðarheimilisins. Allir eru hvattir til að koma með 1 spil sem gaman væri að spila með öðrum. Fjörið byrjar kl. 19:30 og er búið kl. 21:00 að venju.
Hægt er að skrá sig á Febrúarmótið (14.-16. feb) með því að skila leyfisbréfi.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR ER 5. FEBRÚAR.
Nánari Upplýsingar um fjáröflun koma í vikunni.
Sjáumst hress
Ólafur Jón og Sigurður Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 27/1 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 24/1 2014
Messa kl. 11 sr.Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Átthagafélags Standamanna syngur stjórnandi Ágota. Organisti Kári Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Kolaportsmessa kl. 14 sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjóna. Margrét og Þorvaldur Halldórsson sjá um tónlistina.
Laufey Böðvarsdóttir, 24/1 2014
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi