Dómkirkjan

 

Æskulýðsdagurinn

Sunnudagurinn 3. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Messað er kl. 11 og prédikar sr. Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari. MR kórinn syngur undir stjórn Kára Þormar sem jafnframt leikur á orgelið. Við fáum í heimsókn góðan kór frá Langholtskirkju, Graduale Futuri sem syngur undir stjórn Rósu Jóhannsdóttur

Ástbjörn Egilsson, 26/2 2013

Messa og prestsvígsla

Næsta sunnudag 27. febrúar  er messa kl. 11 þar sem sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á messutíma.

Kl. 14 er prestsvígsla. Biskup Íslands sr. Agnes M. Sigurðardóttir vígir Harald Örn Gunnarsson guðfræðing til þjónustu  í Noregi. Vígsluvottar verða Gerd Anne Aarset prófastur, sr. Sigfús Kristjánsson, sr. Þorvaldur Víðisson sem lýsir vígslu og sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur sem þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 21/2 2013

Fermingarbörn vorsins

Fermingardagar í Dómkirkjunni eru: pálmasunnudagur, 24. mars, skírdagur, 28. mars og hvítasunnudagur sem að þessu sinni er 19. maí.

Nöfn fermingarbarnanna fara hér á eftir en þau birtast einnig í Morgunblaðinu 8. mars í sérstöku fermingarblaði og verða þar svo áfram á mbl.is.

Lesa áfram …

Ástbjörn Egilsson, 19/2 2013

Fyrsti sunnudagur í föstu

Sunnudagurinn 17. febrúar er fyrsti sunnudagur í föstu, Kl. 11 er messa þar sem sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagskólinn er á kirkjuloftinu á messutíma. Í messunni verður barn borið til skírnar. Kl. 20 er æðruleysismessa. Sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthíasson þjóna. Bræðrabandið sér um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 13/2 2013

Sunnudagur 10. febrúar

Næsta sunnudag 10. febrúar er messa kl. 11 að venju. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari en Dómkórinn syngur við undirleik Kára Þormar. Sunnudagskólinn er á sínum stað á kirkjuloftinu. Fermingarbörn vorsins og forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðin velkomin til messunnar en að henni lokinni  er fundur þar sem rætt verður um fermingarnar.

Ástbjörn Egilsson, 6/2 2013

Biblíudagurinn

Næsta sunnudag 3. febrúar er messa kl. 11. Dögg Harðardóttir  prédikar en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Messunni er útvarpað í tilefni af Bíblíudeginum.

Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu meðan á messu stendur.

Ástbjörn Egilsson, 29/1 2013

Sunnudagur 27. janúar

Næsta sunnudag 27. janúar er messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólin er byrjaður aftur og þeir Árni Gunnar og Ólafur Jón bjóða  börn og foreldra velkomin.

Ástbjörn Egilsson, 22/1 2013

Samkirkjuleg guðsþjónusta og æðruleysismessa

Næsta sunnudag er guðsþjónusta í umsjá  samstarfsnefndar kristinna trúfélaga. Prestar eru sr. Sveinn Valgeirsson og sr. María Ágústsdóttir. Prédikari er Helgi Guðnason, aðstoðarforstöðumaður Fíladelfíu. Organisti er Kári Þormar og félagar úr Dómkórnum leiða söng. Lesarar koma frá Samstarfnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi, sem annast undirbúning alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar hér á landi. Efni vikunnar kemur að þessu sinni frá Indlandi og sérstaklega er fjallað um kjör Dalíta. Yfirskriftin er: Hvers væntir Guð af okkur? (sbr. Míka 6.6-8)

Lesarar: Guðrún Halla Benjamínsdóttir, Sigurður Ingimarsson, Högni Valsson, Friðrik Schram, Eric Guðmundsson ,Christine Attensperger og  Guðrún Anastsía Finnbogadóttir.

Kl. 20 er æðruleysismessa, sr. Karl V. Mattthíasson prédikar en ásamt honum þjóna sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Bryndís Valbjarnardóttir. Bræðrabandið sér um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 15/1 2013

Messa og sunnudagaskóli

Sunnudaginn 13. janúar er messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn byrjar aftur eftir jólafríið og þeir Árni Gunnar og Ólafur Jón eru tilbúnir að taka á móti börnum og foreldrum. Verið öll hjartanlega velkomin.

Ástbjörn Egilsson, 8/1 2013

Sunnudagur 6. janúar

Fyrsta sunnudag ársins 6. janúar er messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Systur úr Rebekkustúkunni Sigríði hafa það sem fastan lið í starfi sínu að mæta í messu þennan sunnudag og taka þát í guðsþjónustunni með  því að lesa bænir og ritningartexta. Við bjóðum þær og alla kirkjugesti velkoma.

Ástbjörn Egilsson, 3/1 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...