Dómkirkjan

 

Hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Dómkirkjan óskar sóknarbörnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Megi blessun Guðs fylgja ykkur og umvefja.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2013

Sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur í veikindaleyfi

Sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur Dómkirkjunnar verður í veikindaleyfi til 1. mars 2014. Í leyfi hans þjónar sr. Karl Sigurbjörnsson biskup.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2013

Messur um jólin

Aðfangadagur jóla, 24. desember
Kl. 15:00 dönsk messa sr. María Ágústsdóttir og Berþór Pálsson syngur, organisti Kári Þormar.
kl. 18.00 Aftansöngur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn, organisti Kári Þormar. Ásgeir H. Steingrímsson og Sveinn Birgisson leika á trompet. Dómkórinn byrjar að syngja hálftíma fyrir athöfn.
kl. 23:30 miðnæturmessa sr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn syngja, stjórnandi: Þorgerður Ingólfsdóttir. Organisti Kári Þormar.
Jóladagur 25.desember
kl. 11:00 hátíðarmessa biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar
sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Margrét Hannesdóttir syngur Hátíðartón sr. Bjarna. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar.
Annar dagur jóla 26. desember
kl. 11:00 sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Dómkórinn, organisti er Kári Þormar.

Bílastæðin hjá Alþingishúsinu verða opin þessa hátíðardaga.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/12 2013

Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni í kvöld kl. 21:00

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í Dómkirkjunni sunnudagskvöldið 22.des kl.21.00. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.

Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Gunnhildur Daðadóttir og Rannveig Marta Sarc fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari en gestur á tónleikunum er Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona og einnig koma fram tveir drengir úr Drengjakór Reykjavíkur þeir Tryggvi Pétur Ármannsson og Benedikt Gylfason
Í ár verða leikin eftirfarandi verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart: Divertimento kv.136 fyrir strengi, klarinettukvartett kv.378 og klarinettukvintettþáttur kv.516c, tvær aríur þ.e Laudate Dominum og Parto,Parto og að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða” Í dag er glatt í döprum hjörtum”, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart.
Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr. 2500, og kr. 1500 fyrir nemendur og eldri borgara.. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2013

Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar sunnudaginn 22. desember

Messa kl. 11 sunnudaginn 22. desember, sr. Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sunnudagsskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Sigurðar Jóns og Ólafs Jóns. Ritningarlestra dagsins lesa þær Ágústa K. Johnson og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2013

Jólatónleikar Dómkórsins í kvöld kl. 22, verið velkomin

Að kvöldi fimmtudagsins 19. desember býður Dómkórinn til árlegra jólatónleika í Dómkirkjunni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. Á efnisskrá má finna þekkt jólalög sem vekja jólaandann í hug og hjarta. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og því tilvalið að ljúka amstri þessa dags með því að njóta tónlistar í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/12 2013

Jólatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík, miðvikudagskvöldið 18. desember kl. 20, frítt inn.

Tónlistarskólinn í Reykjavík býður til tónleika í Dómkirkjunni miðvikudaginn 18. desember klukkan 20:00. Nemendur Tónlistarskólans munu leika fjölbreytta og hátíðlega efnisskrá, fram koma meðal annars strengjasveit skólans, klarínettukór, flautukór og brass sveit. Vilvaldi verður í lykilhlutverki á tónleikunum og leikin verður meðal annars fagottkonsert RV 495 eftir Vivaldi á bassaklarínett og Conserto Grosso í d-moll fyrir strengjasveit. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2013

Bænastund í hádeginu á morgun þriðjudag kl. 12:10

Bænastund í hádeginu á morgun kl. 12:10-12:30. Góðar veitingar og aðventugleði í safnaðarheimilunu að lokinni bænastundinni.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/12 2013

Jólatónleikar Dómkórsins

Að kvöldi fimmtudagsins 19. desember býður Dómkórinn til árlegra jólatónleika í Dómkirkjunni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. Á efnisskrá má finna þekkt jólalög sem vekja jólaandann í hug og hjarta. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og því tilvalið að ljúka amstri þessa dags með því að njóta tónlistar í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2013

Norsk messa sunnudaginn 15.12 kl. 11 og Æðruleysismessa kl. 20.

Norsk messa sunnudaginn 15. 12 kl. 11, sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Geir Haarde segir frá íslensku og norsku jólahaldi. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og Kári Þormar organisti. Jon Kjell Seljeseth með tónlistaratriði. Æðruleysismessa kl. 20, þar þjóna sr. Hjálmar Jónsson, Karl V. Matthíasson og Sveinn Valgeirsson. Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS