Dómkirkjan

 

Ungdóm í kvöld, kveðja frá Óla Jóni og Sigga Jóni

Við viljum byrja að óska þeim sem hafa fermst og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann og Guðs blessunar. Vonandi nutu þið öll páskanna, fenguð tækifæri til að hugleiða merkingu þeirra, og borðuðuð glás af páskaeggjum
Í kvöld 28. apríl kl. 19:30, ætlum við að bjóða uppá skemmtilega útileiki við safnaðarheimilið: Pókó, Missti-stig o.fl. Ef veðrið svíkur okkur þá færum við okkur inn.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2014

Kammerkór Dómkirkjunnar með vortónleika þriðjudaginn 29. apríl kl. 20

10258820_656708977738585_2736820728375619807_n

Kammerkór Dómkirkjunnar heldur vortónleika í Dómkirkjunni þriðjudaginn 29.apríl kl.20.
Á dagskránni verða íslensk lög og sálmar.
Stjórnandi er Kári Þormar.

Aðgangur ókeypis.

Hjartanlega velkomin

The Reykjavik Cathedral Chamber choir will sing Icelandic hymns and songs at Dómkirkjan on April 29th.
Conductor: Kári Þormar.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2014

Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og biskup Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til að styrkja tengslin milli deildarinnar og þjóðkirkjunnar. Markmið samstarfsins er að efla starfsmenntun verðandi þjóna kirkjunnar. Samningurinn var undirritaður á kirkjuloftinu í Dómkirkjunni. Hann gildir frá 1. júlí næstkomandi og er til þriggja ára. Það voru frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar sem skrifuðu undir samninginn.

IMG_1066

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2014

Gleðilegt sumar gott fólk. Vetur kvaddi okkur með dásamlegu veðri, sólin baðaði hauð og haf með geislum sínum og mannlífið blómstraði í miðbænum.

Á sunnudaginn verður messa kl. 11 þar sem séra Hjálmar Jónsson prédikar, organisti er Kári Þormar og Dómkórinn syngur. Kl.14 er Kolaportsmessa þar munu sr. Hjálmar, sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Erla Björk þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Margrét syngja. Kl. 20 er æðruleysismessa í Dómkirkjnni, séra Anna Sigríður prédikar og sr. Karl Matthíasson þjónar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur og Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn. Verið hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 24/4 2014

Helgi Skúli, Ágústa og Dagbjört.

024

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2014

Kyrrðarbæn í dag, miðvikudag kl. 17:30

Kyrrðarbæn í dag, miðvikudag kl. 17:30 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2014

Opna húsið verður næst fimmtudaginn 8. maí

Opna húsið verður ekki á sumardaginn fyrsta né 1. maí. Sjáumst 8. maí og minni á sumarferðina sem  farin verður 22. maí

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2014

Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur verður gestur okkar á prjónakvöldinu, 22. apríl

Minni á prjónakvöldið í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 22 apríl. Við byrjum um kl. 19, góð súpa og kaffi. Við fáum góðan gest í heimsókn Helga Skúla Kjartansson, sagnfræðing. Helgi Skúli er hafsjór af fróðleik og skemmtilegur. Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir. Þess má geta að nokkrar kirkjukonur sjá um veitingarnar á þessum kvöldum og selja þær á vægu verði, en innkoman fer í viðhaldssjóð. Þannig í vor verðum þessum peningum varið í eitthvað gott fyrir kirkjuna okkar fallegu.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2014

Bænastundin í hádeginu á  morgun, þriðjudag 22. apríl verður í safnðarheimilinu ekki í kirkjunni ens og vanalega.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2014

Dómkórinn á páskadagsmorgni. Kórfélagar kampakátir með stjórnanda sínum Kára Þormar. Dómkórinn syngur líka í dag, 21. apríl við messuna kl 11. Sr. Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari.

IMG_0743

Í dag,  21. apríl er messa kl. 11 séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Dómkórinn í Reykjavík var stofnaður árið 1978 af Marteini H. Friðrikssyni sem stjórnaði honum þar til hann lést í ársbyrjun 2010. Þá um sumarið tók núverandi dómorganisti, Kári Þormar, við kórnum. Dómkórinn annast messusöng í Dómkirkjunni. Í kórnum syngja um fjörutíu manns og hefur hann gefið út nokkra hljómdiska og haldið fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Öll helstu tónskáld Íslands, auk nokkurra útlendra, hafa samið tónverk fyrir kórinn í tilefni af Tónlistardögum Dómkirkjunnar sem haldnir hafa verið á hverju hausti frá árinu 1982. Auk þess hefur kórinn tekist á við ýmis stórvirki tónbókmenntanna og má þar nefna Þýska sálumessu Jóhannesar Brahms, Jólaóratoríu Jóhanns Sebastians Bach og Requiem Wolfgangs Amadeusar Mozart.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS