Skemmtilegt prjónakvöld, frú Agnes biskup Íslands var gestur okkar. Gaman að hlusta á hennar frásögn. Við þökkum henni og ykkur öllum sem komuð fyrir góða samveru.
Laufey Böðvarsdóttir, 24/11 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 24/11 2014
Nú styttist í síðasta prjónakvöld okkar á þessu ári, en það verður í kvöld
24. nóvember kl. 19. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands verður gestur okkar. Súpa, kaffi og sætt með kaffinu. Sjáumst í safnaðarheimilinu við Vonarstræti;-)
Laufey Böðvarsdóttir, 24/11 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2014
Messa sunnudaginn 16. nóvember 2014 kl. 11 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Ritningarlestrana lesa mæðgurnar Steinunn Lárusdóttir og Edda Jónsdóttir, en Steinunn fermist í vor í Dómkirkjunni. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/11 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 12/11 2014
Frumflutningur á nýjum kórverkum eftir nýútskrifuð tónskald:
Ásbjörg Jónsdóttir: Sálmur 100
Georg K. Hilmarsson: Sálmur 121
Bergrún Snæbjörnsdóttir: Ímynd Guðs
Örn Ýmir Arason: Davíðssálmur 42
Árni Bergur Zoëga: Passíusálmur 50
Soffía Björg Óðinsdóttir: Treystu drottni
Dómkórinn í Reykjavík
Kári Þormar, stjórnandi
Frumflutningur á Via Crucis / Stabat Mater eftir Jónas Tómasson
Hanna Dóra Sturludóttir, messósópran
Chalumeaux-tríóið
Ármann Helgason, klarinett
Kjartan Óskarsson, klarinett
Sigurður Snorrason, klarinett
Miðaverð: 2000. kr. / 1.500 kr. í forsölu hjá flytjendum
Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2014
Það var þétt dagskrá í Dómkirkjunni í gær, góð messa, messukaffi, Brass tónleikar og loks var Unglist með tónleika um kvöldið.
Allt var þetta ljúft og gott.
Í dag er hattafundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar, séra Karl biskup ætlar að vera með okkur og segja frá. Það verður bæði fróðlegt og skemmtilegt. Konurnar eru að koma í hús milli 17 og 17.30.
Á morgun, þriðjudag er bænastund kl. 12:10 í kirkjunni. Þar er gott að vera í góðum hóp og að bænastund lokinni er haldið í safnaðarheimilið í léttan hádegisverð. Á morgun verða “gestakokkar” þær Hanna og Helga. Verið hjartanlega velkomin.
Minni líka á tónleikana á miðvikudagskvöldið kl. 20. Þá verða frumflutt verk eftir ung íslensk tónskáld. Tónlistardögum Dómkirjunnar lýkur með þessum glæsilegum tónleikum.
Laufey Böðvarsdóttir, 10/11 2014
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi ![]()